Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 32
22. september 2012 LAUGARDAGUR32
betu Erlingsdóttur í Tónlistarskólanum
í Reykjavík. Þar slysaðist ég til að sjá
mynd af afa mínum, Tómasi Alberts-
syni, uppi á vegg í hópi fleiri karla. Ég
spurði Elísabetu hverjir þetta væru. Þá
sagði hún að þetta væru „postularnir“.
Þessir menn hefðu komið sér saman
um að stofna Hljómsveit Reykjavíkur
sem hefði verið grunnurinn að Sinfón-
íuhljómsveitinni. Þeir hefðu líka staðið
að stofnun Tónlistarfélagsins í Reykja-
vík sem síðan stofnaði Tónlistarskólann
í Reykjavík, þannig að þetta voru miklir
frumkvöðlar. Afi vann sem setjari hjá
Alþýðuprentsmiðjunni og var óbóleikari
í sínum frítíma. Pabbi hafði ekkert verið
að fræða mig um þetta. Ein systir pabba
heitir Messíana og er mikil leikhúskona,
krakkarnir hennar spiluðu á hljóðfæri
og voru miklu meðvitaðri um tónlistar-
iðkun afa en ég. Önnur systir pabba er
Bryndís Tómasdóttir píanóleikari, lík-
lega mesti músíkantinn í fjölskyldunni
heima.“
Ekki of stressaður
Rödd Tómasar kallast dramatísk barí-
tónrödd, eða hetjubarítón. „Fyrstu
árin á ferlinum söng ég sem bassi og
var til dæmis í bassahlutverkinu í
tveimur mismunandi uppfærslum af Il
Trovatore, fyrst í Antwerpen í Belgíu
og svo í London, á Covent Garden. Það
er til DVD-diskur af síðari uppfærsl-
unni. Áður en Stefán Baldursson hafði
samband við mig og bað mig að syngja
Luna greifa í sýningunni heima var ég
búinn að ákveða að vera í því hlutverki
næsta vor í Houston í Texas,“ segir
Tómas sem er með bókaða dagskrá
nokkur ár fram í tímann.
Tómas fer ótal ferðir yfir Atlants-
hafið á ári því hann kveðst syngja æ
meira vestanhafs. „Mín rödd virðist
passa ágætlega í amerísku húsin,“
segir hann og telur sinn fjörutíu og
fimm ára aldur ágætan fyrir barí-
tónrödd eins og sína. „Stærstu nöfn-
in í þeim hlutverkum sem ég er að
syngja eru menn sem eru komnir yfir
sextugt, þannig að ég á að geta átt
góð tuttugu ár enn ef ég held heilsu.“
Hann hlær að spurningunni um hvort
hann sé heilsufrík. „Nei, alls ekki – ég
reyni bara að fara sæmilega með mig
og vera ekki of stressaður yfir hlut-
unum.“
Kvef getur valdið vandræðum hjá
söngvurum eins og Tómas lýsir í lokin.
„Á einni af sýningunum hér í Berlín
á síðasta ári var ég svolítið kvefað-
ur. Oftast hef ég ekki alltof miklar
áhyggjur af slíku og syng samt sem
áður. Í þetta sinn var ég í erfiðasta
hlutverki sem ég hef tekist á við og
gat ekki leyft mér að taka neina sénsa
og svo kom í ljós að ég var ekki sá eini
sem var illa fyrir kallaður. Ég var í
hlutverki Hans Sachs í Meistarasöngv-
urunum eftir Wagner og kollegar
mínir sem voru í hlutverkum Walters
og Beckmessers voru líka kvefaðir svo
leikhússtjórnin fékk þrjá söngvara til
að vera til staðar ef á þyrfti að halda.
Allt gekk nokkuð vel í fyrsta þætti en
í öðrum þætti þurfti varasöngvari að
syngja úr hliðarvængnum fyrir ten-
órinn sem hélt áfram að leika á svið-
inu. Þriðji þátturinn byrjaði sæmilega
fyrir okkur hina, en svo fór í lokin að
við þurftum báðir að viðurkenna ósig-
ur í baráttunni. Þessir þrír karakter-
ar syngja mest í lok óperunnar og þá
vorum við kvefaðir og vandræðalegir
í þöglum leik á sviðinu en prúðklæddir
varasöngvarar okkar stökkvandi inn
og út af hliðarsviðinu, syngjandi okkar
hlutverk. Það merkilega var að áhorf-
endur voru himinlifandi yfir að hafa
verið viðstaddir svona sérkennilega
uppákomu!“
H
arpa var ekki til þegar
ég var síðast á Íslandi
árið 2008 svo ég hef
ekki séð hana,“ segir
Tómas Tómasson
óperusöngvari í síma-
viðtali og kveðst spenntur fyrir að koma
í tónlistarhúsið á hafnarbakkanum. „Það
hafa allir hrósað Hörpu í mín eyru. Við
Kristinn Sigmundsson sungum saman
í Houston fyrir skömmu, hann hafði þá
flutt Vetrarferðina í Hörpu og sagði að
það væri alger draumur að syngja þar.
Ég hlakka mikið til að prófa þegar óper-
an Il Trovatore verður frumsýnd.“
Verður að eiga heimili
Tómas er búsettur í Berlín. „Það eru tvö
ár síðan ég flutti til Berlínar og kann
mjög vel við mig hér. Ég var í Suður-
Frakklandi áður. Hvorutveggja fínir
staðir að búa á,“ segir hann og kveðst
hvergi fastráðinn sem söngvari.
„Snemma á minni starfsævi var ég
tvö sýningarár í Kaupmannahöfn. Það
var samkomulag. Ég var þar í fjórum
eða fimm uppsetningum á hvoru sýning-
arári, annars hef ég aldrei verið fast-
ráðinn.“
Spurður hvort hann búi þá hálfgert í
ferðatösku svarar hann:
„Já, það má segja það. Á fyrstu starfs-
árunum var ég eiginlega ekki með neitt
heimili en það er alltof tætingslegt.
Maður verður að eiga einhvers staðar
heima.“
Þrátt fyrir heimilið í Berlín verða
næstu vikur töluvert tætingslegar hjá
Tómasi og tími til æfinga hér heima
er knappur. „Mig minnir að ég eigi að
verða á minni fyrstu æfingu heima 9.
október og frumsýning er þann 20.,“
segir hann. „Ég er í einni uppsetningu
í Zürich í Sviss áður, það er samningur
sem ég var búinn að skrifa undir fyrir
löngu. Því er ekki hjá því komist að hafa
stuttan tíma heima. Ég verð líka bara
á fyrstu sýningunum í Hörpu því svo
eru æfingar hjá mér í Mílanó í byrj-
un nóvember. Þar fer ég með hlutverk
Friedrich von Telramund í Lohengr-
in eftir Wagner. Það er í fyrsta skipti
sem ég syng á La Scala sem er eitt af
allra bestu húsum í heiminum svo það
er mjög spennandi.“
Með óperunni Lohengrin opnar La
Scala sýningarárið þann 7. desember.
„Það er dálítið sérstakt hvernig sýning-
arárið er á Scala og einhverjar sögu-
legar ástæður fyrir því,“ segir Tómas.
„Það byrjar alltaf 7. desember en samt
eru sýningar þar september, október og
nóvember, en þær eru hluti af fyrra sýn-
ingarári.“ Hann kveðst hafa sungið hlut-
verk Telramund í Bayreuth í fyrra en
á Scala séu miklar hetjur með honum.
„Jonas Kaufman er í titilhlutverkinu og
Anja Harteros syngur Elsu. Ég er líka
spenntur að vinna með bassanum, Rene
Pape, hann er víst magnaður, og svo er
hljómsveitarstjórinn hinn heimsfrægi
Daniel Barenboim,“ segir söngvarinn og
kveðst reikna með að sýningum ljúki á
verkinu í kringum áramótin.
Dorgaði á Grandanum
Tómas ólst upp í Reykjavík, í vestur-
borginni, og segir Grandann og Slipp-
inn hafa verið vinsæl leiksvæði. Þar
hafi hann dorgað eftir fiski. „Slippurinn
var algert ævintýraland. Hann var minn
leikskóli,“ segir hann. En er langt síðan
hann flutti út? „Já, eins og þú heyr-
ir. Það er pínulítið erfitt fyrir mig að
setja saman setningar á íslensku.“ (Það
er langt frá því að vera áberandi.) „Ég
flutti til London 1993 til framhaldsnáms
í söng og hef lítið komið heim eftir það.“
Ekki kveðst Tómas geta sagt að hann
hafi snemma byrjað að syngja en dreg-
ur svo aðeins í land með það. „Ég var
reyndar sísyngjandi sem barn en fór
ekki í neitt tónlistarnám eða þannig.
Sú músík sem ég heyrði var í útvarp-
inu og minn söngur fólst í að hlusta á
Lög unga fólksins, kópíera þau í koll-
inum og syngja úti á róló. Ég kynntist
tónlist fyrst eitthvað að ráði þegar ég
byrjaði í kór Menntaskólans við Hamra-
hlíð hjá henni Þorgerði Ingólfsdóttur og
var þá orðinn átján ára. Ég fór í fyrsta
söngtímann tuttugu og eins árs og var
orðinn tuttugu og tveggja þegar ég byrj-
aði í einhverju alvöru námi hjá Elísa-
Þá vorum
við kvefaðir
og vand-
ræðalegir í þöglum leik
á sviðinu.
ÚR PAGLIACCI Tómas í hlutverki Tonio og Kristján Jóhannsson í hlutverki Canio. MYND/GÍSLI EGILL HRAFNSSON
Skiptir sér milli Scala og Hörpu
Tómas Tómasson barítón er orðinn meðal fremstu óperusöngvara Íslands. Í haust fer hann með burðarhlutverk í Lohengrin
eftir Wagner í Scala-óperunni í Mílanó, ásamt Jonasi Kaufman. Áður en að því kemur syngur hann í Zürich í Sviss og í Il Trova-
tore í Íslensku óperunni. Gunnþóra Gunnarsdóttir hringdi í kappann og forvitnaðist um sönglífið og frægðina.
Á HEIMSFRUMSÝNINGU Tómas Tómasson
sem Mefistófeles í nútímaóperunni Faust-
bal eftir Leonardo Balada í Teatro Real í
Madrid. MYND/ JAVIER DEL REAL
ÓPERUSÖNGVARINN „Stærstu nöfnin í þeim hlutverkum sem ég er að syngja eru menn sem eru komnir yfir sextugt
þannig að ég á að geta átt góð tuttugu ár enn ef ég held heilsu.“ MYND/ KRISTJÁN MAACK
Dagskráin næstu mánuði hjá Tómasi
September 2012 - júlí 2013 Jochanaan í Salome í
óperunni í Zürich í Sviss
Október - nóvember 2012 Il Conte di Luna í Il Trovatore
í Íslensku óperunni
Desember 2012 Friedrich von Telramund
í Lohengrin í La Scala í
Mílanó
Janúar 2013 Tomsky í Pikovaya Dama í
Vín
Febrúar 2013 Le Grand Pretre í Samson et
Dalila í óperunni í San Diego
Mars 2013 Hollendingurinn í Hollend-
ingnum fljúgandi í óperunni
í Los Angeles
Apríl - maí 2013 Il Conte di Luna í Il Trovatore
í Houston