Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 36
Grand Hótel Reykjavík er stærsta funda- og ráðstefnuhótel landsins með fjórtán ráðstefnu- og veislusali. Hótelið eru um leið fyrsta flokks glæsihótel með 312 herbergi í öllum stærðar- flokkum, frá einstaklings herbergjum upp í glæsilegar svítur. Á hótelinu er einnig að finna fyrsta flokks veitingastað, Brasserie Grand, sem býður upp á gott úrval íslenskra sjávarrétta og alþjóðlegra rétta. G læsilegur 14 hæða turn var opnaður árið 2007. Hann er tengdur hótelinu með glerbyggingu og hýsir rúmlega 200 herbergi. Þar er að finna gestamóttöku hótelsins og Miðgarð, sem er 600 fermetra svæði og getur hýst stórar móttökur. Herbergin á Grand Hótel Reykjavík eru rúmgóð og búin öllum nútíma þægindum, meðal annars háhraðatengingu og sjónvarpsleigu. Á 13. hæð hótelsins eru tvær forseta- svítur með 94 m2 stofu og móttökusvæði og 40 m2 svefn- herbergi. Útsýnið á efri hæðum turnsins er stórkostlegt og nær yfir alla borgina og sundin. Grand Hótel Reykjavík er stærsta ráðstefnuhótel landsins með 14 ráðstefnusali og fundarherbergi sem henta við öll tækifæri. Stærsti salurinn er 345 m2 og tekur um 470 manns í sæti. Allir salirnir eru útbúnir nýjum og fullkomnum tækja búnaði og henta sumir salirnir einnig til sýningar- halds. Huginn og Muninn eru fundarsalir á efstu hæð í turninum. Hvor salur er 30 m2 að stærð og rúmar 12 manns við borð með einstöku útsýni yfir höfuð borgar svæðið. Grand Hótel Reykjavík er aðili að alþjóðlegu hótel- samtökunum Great Hotels of the World. Í samtökunum eru einungis 4 til 5 stjörnu hótel sem bjóða upp á úrvals þjónustu fyrir almenna ferðamenn og ráðstefnugesti. Fjöldi bílastæða er við hótelið sem hótelgestir geta nýtt sér að kostnaðarlausu. Aðgengi fyrir fatlaða er til jafns við aðra hvar sem er á hótelinu. Nýlega var opnuð heilsulind á hótelinu undir nafninu Reykja vík Spa. Aðstaðan er ætluð hótelgestum og þar eru líkamsræktartæki, heitir pottar, snyrtistofur, hvíldarsvæði og gufubað. Grand alla leið Nýr ráðstefnupakki hjá Grand Hótel Reykjavík Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38, 105 Reykjavík Sími: 514 8000 www.grand.is info@grand.is Nú býðst fyrirtækjum og stofnunum nýr og bættur ráðstefnupakki hjá Grand Hótel Reykjavík sem miðar að því að fundarmenn haldi orku og einbeitingu yfir dag- inn. Boðið er upp á hollan og góðan mat frá því gestir koma í hús og þar til ráðstefnu eða fundi lýkur. Salvör Brandsdóttir, ráðstefnustjóri Grand Hótel Reykja vík, segir þessa nýjung hafa mælst vel fyrir hjá fundar- og ráðstefnugestum enda geti verið lýjandi að sitja heilan dag. „Í upphafi dags fá fundargestir sérstakt orkuskot. Á meðan ráðstefnur eða fundir standa yfir er reglulega boðið upp á hollan og góðan mat sem hjálpar gestum okkar að halda einbeitingunni og ná hámarksafköstum yfir daginn. Enda köllum við nýja ráðstefnupakkann Orkuboltann.“ Á morgunverðarhlaðborði hótelsins er m.a. lífrænn matur og einnig er hluti af kaffiveitingunum lífrænn, og segir Salvör sífellt meiri eftirspurn eftir slíkum valkosti. „Síðan búum við svo vel að hafa faglærða bakara í eld- húsinu. Boðið er upp á heimabakað brauð, rúnstykki og annað meðlæti yfir daginn. Meira að segja kleinurnar okkar eru bakaðar hér. Við erum afar montin af því að geta boðið upp á jafn hollar og fjölbreyttar veiting ar. Einnig verðum við meira vör við það en áður að erlen- dum fyrirtækjum og gestum finnist þessir hlutir skipta máli við val á hóteli sem ráðstefnu kosti.“ Vottunar stofan Tún hefur staðfest að Grand Hótel Reykja vík uppfylli allar reglur um meðferð lífrænna matvæla og segir Salvör hótelið vera fyrsta sinnar tegundar hérlendis til að hljóta slíka vottun. Sumarið var nýtt í að taka stærsta ráðstefnusalinn í gegn fyrir veturinn að sögn Salvarar . „Við lögðum ný teppi í Gullteig, stærsta salnum okkar, máluðum salinn og skiptum um borð svo dæmi séu nefnd. Hann verður því enn glæsilegri en áður.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.