Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 38
FÓLK|HELGIN Körfuboltavefurinn Karfan.is og körfuknattleiksdeild ÍR standa fyrir árlegu Íslandsmóti í stinger sunnudaginn 30. september. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og þá sigraði frjálsíþróttamaðurinn Trausti Stefánsson. Jón Björn Ólafsson, ritstjóri Körfunnar.is, er í forsvari fyrir mótið og einn af upphafsmönnum þess. „Mótið er opið öllum áhugasömum einstak- lingum. Sigurmöguleikarnir eru gígan- tískir og því tilvalin leið til að næla sér í Íslandsmeistaratitil.“ Stinger er vinsæll skotleikur sem allir áhugamenn um körfubolta þekkja. Um er að ræða skotleik þar sem körfubolta er skotið í körfuna frá þriggja stiga línunni. Tveir boltar eru í umferð og skiptir þá engu máli hversu margir keppendurnir eru. Markmið leiksins er að hitta í körfuna á undan þeim sem er framar í röðinni. Takist það er sá aðili úr leik og svoleiðis gengur leikurinn þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. „Allir áhugamenn um körfubolta þekkja auðvitað leikinn sem er bæði einfaldur og skemmtilegur. Körfuboltaæfingum er gjarnan lokað með stinger, sérstaklega hjá yngri iðkendum, og þá fer vana- lega allt á hliðina. Enda mættu nokkrir stubbar í fyrra sem stóðu sig vel og lifðu meira að segja af fyrstu umferðina.” Keppendur mótsins eru af öllum gerðum að sögn Jóns. „Í fyrra kepptu bæði leikmenn meistaraflokka og yngri flokka auk áhugamanna um körfubolta. Ég saknaði þó þess að sjá ekki fleiri leikmenn keppa og skora nú opin- berlega á gamlar þjóðhetjur eins og Guðjón Skúlason úr Keflavík og Friðrik Rúnarsson, framkvæmdastjóra körfu- knattleikssambandsins, til að taka þátt í ár. Því skal einnig haldið til haga að sigurvegari síðasta árs er örvhentur. Ég trúi því ekki að rétthentir körfubolta- menn ætli að láta það viðgangast aftur.“ Íslandsmótið hefst kl. 15, sunnudag- inn 30. september, í Hertz-hellinum í Breiðholti (áður íþróttahús Seljaskóla) og er þátttökugjaldið 500 kr. „Ef kepp- endur eru með undirstöðuna þokkalega á hreinu eru líkur á sigri yfirgnæfandi. Það eru a.m.k. góðar tölfræðilíkur á Ís- landsmeistaratitil. Líkurnar minnka að vísu með fjölgun þátttakenda en þessi leikur er mjög aðgengilegur fyrir alla.“ Nánari upplýsingar má finna inn á vefnum www.karfan.is. ■ starri@365.is LÍKUR Á SIGRI ERU YFIRGNÆFANDI SKOTKEPPNI Íslandsmeistaramótið í skotleiknum stinger fer fram næstu helgi. Mótið er einn liður í upphitun fyrir körfuboltaveturinn. STINGER Allir geta keppt í stinger enda einfaldur og skemmtilegur leikur fyrir alla aldurshópa. MYND/ÚR EINKASAFNI ÁRBÍTUR HJÁ PABBA Á sumum heimilum er hefð fyrir því að fjölskyldufaðirinn sjái um morgun- matinn um helgar. Þá er óþarfi að lauma sér í bakaríið því pabbar geta vel brætt mömmuhjörtu og glatt krakkamaga með góðglaðningi úr eldhúsinu. FYRIR FJÖR- IÐ Ávaxtasalat er frískandi vítamínbomba á morgunverðar- borðið og eitthvað sem allir ráða við að útbúa. Niðurskornir uppáhaldsávextir og ber í fallegri skál fela einnig í sér einlæga ástar- játningu til fjölskyldunnar. FYRIR SÁLINA Pönnukökur eru yndislegur morgunmatur. Íslendingar kunna best að strá yfir þær sykri eða sultu og rjóma en þær eru líka lostætar með eggjum, osti, pylsum og grænmeti og þá bakaðar í ofni. Góð pönnukökuuppskrift er til á hverju heimili en munið að deigið á að vera þunnt og að gott er að kreista ögn af sítr- ónusafa yfir sykraðar pönnsur. FYRIR KRAFTINN Spænsk eggjakaka er sneisafull af prótíni og alltaf jafn bragðgóð. Hana er líka sáraeinfalt að matreiða. Skerið sex meðalstórar kartöflur í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu þar til mjúkar og fulleld- aðar. Saxið miðlungsstóran lauk og tvö stór hvítlauksrif og steikið áfram með kartöflunum í þrjár mínútur. Hrærið eggin saman, saltið, piprið og hellið yfir kartöflurnar á pönnunni. Stráið saxaðri steinselju yfir. Eldið við vægan hita þar til eggin eru nánast hlaupin en snúið þá eggjakökunni við með góðum spaða og steikið á hinni hliðinni í stutta stund. Hér gefast hugmyndir og uppskriftir að dásamlegum árbít sem hæglega gæti fest sig í sessi þegar dagur rís um helgar. Allar eru þær staðgóðir gleðivaldar sem gera morgun- verð með pabba að tærri til- hlökkun. ■ thordis@365.is Auðbrekku 2, 200 Kópavogur Vefsíða: maggy.is - Upplýsingar í síma 821 7482 Yogavin Yoga með Maggý Byrjar á nýjum stað með: meðgöngujóga mömmujóga og rólegt morgunjóga. Kennsla hefst 1. október samkvæmt stundaskrá. Yoga hefst 2. okt Y o g a v i n Fjölbreyttir yogatímar Byrjendanámskeið Dans og yoga Djúpslökun Yoga kennaranám Krakkar og unglingar Innsæis hugleiðsla Ásta Arnardóttir Yogavin, Auðbrekku 2 s: 862 6098 • www.this.is/asta • asta@this.is Skipholti 29b • S. 551 0770 AFTUR Á ÍSLANDI ! Max Mara og Marina Rinaldi Opið laugardag 11:00-15:00 MAGNAÐAR RITDEILUR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.