Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 46
22. september 2012 LAUGARDAGUR6
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 F. 510 1717 WWW.VR.IS
Laus er til umsóknar
staða ráðgjafa á sviði
starfsendurhæfingar
í Vestmannaeyjum
Um er að ræða samvinnuverkefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs,
VR auk annarra stéttarfélaga í Vestmannaeyjum.
Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál félagsmanna í Vestmannaeyjum sem eru
óvinnufærir vegna slysa eða sjúkdóma, í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita
vinnusamband þeirra. Um er að ræða mjög krefjandi starf í umhverfi sem er enn í mótun og uppbyggingu.
Helstu verkefni ráðgjafans verða:
- Stuðningur, ráðgjöf og hvatning fyrir einstaklinga
- Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum
- Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila
- Samstarf við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir vegna verkefnisins
Helstu hæfniskröfur vegna starfsins eru:
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar,
hjúkrunar, iðjuþjálfunar, náms- og starfsráðgjafar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar)
- Víðtæk reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er æskileg
- Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
- Áhugi á að vinna með einstaklingum og geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga
- Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
- Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2012. Umsókn skal skila til virkumsokn@vr.is
STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR
Um Þörungaverksmiðjuna
Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum, þar sem þang og þari eru þurrkuð í mjöl í háum gæðaflokki.
Bæði framsleiðsla og hráefnisöflun fyrirtækisins hafa lífræna vottun. Meginhluti framleiðslunnar er seldur á erlendum mörkuðum,
þar sem hún er m.a. nýtt í framleiðslu í lyfja- og snyrtivöruiðnaði auk framleiðslu á fóðurbæti, áburði og fleiru.
Verksmiðjan gerir út þangflutningaskipið Gretti BA, tvo dráttarbáta og sex slátturpramma til þangskurðar í og við Breiðafjörð.
Þörungaverksmiðjan er í eigu FMC BioPolymer (71%) og Byggðastofnunar (28%). Ársverk eru um 14 auk starfa verktaka við þangslátt.
Rekstur Þörungaverksmiðjunnar gengur vel og er fyrirhugað að efla hann enn frekar á komandi árum.
Þörungaverksmiðjan hf. óskar eftir að ráða í starf
yfirvélstjóra og viðhaldsstjóra á Reykhólum.
Starfið felst aðallega í vélstjórn og viðhaldi um borð í þangflutningaskipinu Gretti BA, auk þess sem viðkomandi sér um
viðhald á þangskurðarprömmum félagsins, viðhaldi í verksmiðjunni á Reykhólum og önnur tilfallandi störf hjá fyrirtækinu.
Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um.
Aðstoð óskast á tannlæknastofu í Reykjavík
Tannlæknastofa í Reykjavík óskar eftir aðstoð/tanntækni til starfa.
Um er að ræða 70% starf til klukkan 18 alla virka daga.
Umsóknir skuli berast í box@frett.is merktar Aðstoð/tanntæknir
og umsóknarfrestur er til 27. september.