Fréttablaðið - 22.09.2012, Page 71

Fréttablaðið - 22.09.2012, Page 71
H ís Bára Ólafsdóttir og Hilmar Freyr Einarssongiftu sig í Laugarneskirkju í sumar. Veisluna héldu þau í salnum Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík og segja þau að hún hefði ekki getað heppnast betur. Starfsfólk hótelsins hjálpaði við undirbúninginn, skreytingar og matseld og þjónaði svo í sjálfri veislunni. Aðbúnaðurinn var einnig til fyrirmyndar, sviðið flott og gæða hljóðkerfi. Þau segja daginn hafa verið fullkominn og allt hafi gengið samkvæmt óskum. Undirbúningurinn gekk vel fyrir sig og þau þakka það starfsfólki hótelsins. „Það var tilbúið til að gera allar óskir okkar að veruleika. Þau sáu um meirihlutann af skreytingunum og við bættum svo örlítið við til að gera veisluna persónulegri. Við fengum salinn um níuleytið kvöldið fyrir brúðkaupið og þá var starfsfólkið byrjað að dekka borðin og gera allt fallegt. Við bættum við skreytingum okkar en klukkan var orðin svo margt að yfirþjónninn bauðst til að klára að setja upp skreytingarnar okkar svo við gætum farið heim að sofa,“ segir Hafdís. Hjónin voru einkar ánægð með salinn og þjónustuna í veislunni. „Þetta er rosalega fallegur salur. Hann er stór svo fólk hafði nægilegt pláss til að rölta á milli borða og dansa um kvöldið. Salurinn er með stillanlegri lýsingu svo þetta var mjög huggulegt. Þjónarnir voru til fyrirmyndar í veislunni, duglegir að taka tóma diska og fylla á glös.“ Þau völdu stærðina á sviðinu og ákváðu að hafa púlt fyrir ræður og veislustjóra. „Við fengum Bjarna töfra- mann til að skemmta liðinu í veislunni. Hann notaði hljóðkerfið sem fylgdi salnum og var með uppistand og tónlistaratriði og svo var hann DJ um kvöldið. Þetta hljómaði allt rosalega vel. “ Þegar brúðhjónin mættu í veisluna tók þjónn á móti þeim með freyðivínsglös áður en haldið var inn í salinn. Borðin voru dreifð um salinn og eins voru lítil kokteil- borð til að fylla betur upp í salinn, því hann rúmar um 300 manns í sæti en í veislunni voru 89 manns. „Þrátt fyrir það náðu þau að gera salinn mjög fallegan.“ Hafdís og Hilmar voru sérstaklega ánægð með matinn sem hótelið sá um. „Við völdum hlaðborð sem kallast Sveitaveisla og svo franska súkkulaðiköku sem brúðar- tertu og var hún rosalega góð. Ég mæli hiklaust með að halda brúðkaupsveislu á Grand Hótel Reykjavík, þetta var fullkominn dagur.“ Almannatengslafyrirtækið KOM hefur nýtt sér þjónustu Grand Hótel Reykjavík í fjölda ára. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdarstjóri KOM, segir ekki fara á milli mála að ráðstefnuaðstaðan hótelinu sé með því besta sem boðið er upp á hér á landi. „Við höfum í fjölda ára nýtt okkur fundarherbergi og fundarsali fyrir fundi, ráðstefnur, blaðamannafundi og ýmsa atburði. KOM hefur auk þess bókað herbergi fyrir erlenda fyrirlesara, viðskiptavini og fleiri erlenda aðila á hótelinu. Við höfum einnig í mörg ár boðið starfsfólki og lykilsamstarfsmönnum á jólahlaðborðið síðasta föstudag fyrir jól og er það orðin „tradisjón” hjá okkur.“ Auk þess hefur KOM haldið fjölda sérhæfðra fyrirtækja- námskeiða í fjölmiðlun og viðtalstækni í fundarher- bergjum hótelsins. Öllu þessu fylgja kaup á veitingum og annarri þjónustu hjá hótelinu. „Við höfum nýtt okkur vel alla ráðstefnuþjónustu Grand Hótel Reykjavík í gegnum árin og átt góð samskipti við tæknimennina og ráðstefnu- deildina. Það sem okkur þykir einnig gott er hve mikil lofthæð er í stóra ráðstefnusalnum, Gullteig, sem er mjög mikil- vægt þegar hvert sæti er skipað. Í Gullteigi verður ekki eins þungt loft og oft reynist í sambærilegum sölum.“ Dagurinn var fullkominn í alla staði Úrvals þjónusta og matur á heimsmælikvarða Guðmunda Hjörleifsdóttir og fjölskylda eru eigendur snyrtivörufyrirtækisins Volare frá Vestmannaeyjum. Þau hafa nýtt þjónustu Grand Hótel Reykjavík í mörg ár. „Við höfum nýtt flesta þjónustuþætti hótelsins, leigt ráðstefnusali, gistingu, haldið árshátíðir og notið góðra veitinga,“ segir Sigursveinn Þórðarson, einn fjölskyl- dumeðlima. Fyrirtækið hélt meðal annars upp á fimm- tán ára afmæli sitt og ekkert annað kom til greina en að velja Grand Hótel Reykjavík. „Þegar við hófum að leita tilboða fyrir mörgum árum í gistingu, fundaraðstöðu og veitingar varð Grand Hótel Reykjavík fyrir valinu. Við höfum eiginlega ekki séð ástæðu til þess að skipta um hótel eftir það. Við erum í Gullklúbbi hótelsins og þjónustan er til fyrirmyndar, herbergin eru rúmgóð og fín og maturinn er á heimsmælikvarða. Við erum mjög ánægð með þetta samstarf.“ Ráðstefnuaðstaðan með því besta sem boðið er upp á hér á landi fyrir alla fjölskylduna Í Setrinu á Grand Hótel Reykjavík kl. 11:30 - 15:00 Yfir 20 girnilegir réttir á borðum. Barnahorn - afþreying fyrir börnin. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Sunnudagar eru fjölskyldudagar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.