Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 78
22. september 2012 LAUGARDAGUR38
timamot@frettabladid.is
RAGNAR BJARNASON söngvari
„Þögnin er svo dýrmæt fyrir þá sem hafa
það að starfi að rjúfa hana.“
78
„Síminn hefur þagað í dag enda er
þetta fyrsti dagurinn sem hann er
virkur en í næstu viku býst ég við að
hann taki við sér. Þetta er alveg ný
þjónusta sem hefur ekki verið í boði
áður,“ segir Anna Berg Samúelsdótt-
ir um símatímann sem Dýraverndar-
samband Íslands hefur tekið upp. Hún
hefur verið ráðin í 40% starf fram að
áramótum hjá sambandinu en fram til
þessa hefur það reitt sig á sjálfboða-
liða og öll störf félagsins verið unnin
af þeim.
„Áherslurnar eru ekkert að breyt-
ast heldur verður Dýraverndarsam-
bandið sýnilegra en áður og virkara í
að sinna velferð bæði búfjár og gælu-
dýra,“ segir Anna Berg sem er mennt-
aður búfræðingur frá Bændaskólanum
á Hólum, bútæknifræðingur frá Dalum
Tekniskeskole, bachelor í náttúrufræð-
um frá Landbúnaðarháskóla Íslands og
mastersnemi við Háskóla Íslands þar
sem verkefni hennar snýst um grein-
ingu á hugtakinu velferð búfjár.
Dýraverndarsamband Íslands bygg-
ir afkomu sína á árgjöldum félaga og
frjálsum framlögum einstaklinga og
fyrirtækja. Það heldur úti síðunni
www.dyravernd.is og síminn hjá því
er 770 6070. Símatímar eru þriðju- og
fimmtudaga frá 16 til 18 og miðviku-
daga frá 10 til 12. Að sögn Önnu Berg
er öllum frjálst að hringja til spjalls og
ráðagerða en einkum eru símatímarnir
ætlaðir þeim sem hafa ábendingar um
illa meðferð á dýrum. „Ef fólk hefur
séð hesta í uppnöguðum hólfum eða
litlar kisur vannærðar og illa hirtar
einhvers staðar,“ tekur hún sem dæmi.
Hvað gerir hún þá? Drífur hún sig á
staðinn? „Nei, við erum ekki lögga.
Héraðsdýralæknarnir eru eftirlitsað-
ilar og hafa umsjón með því að dýra-
velferðar sé gætt. Ef við fáum ábend-
ingu um óviðunandi aðbúnað dýra
höfum við samband við þann dýra-
lækni sem við á og rannsökum hvort
tilfellið sé raunverulegt og þá hvort
verið sé að vinna í málinu. Umhverf-
isstofnun fer með velferð gæludýra og
Matvælastofnun með velferð búfjár
samkvæmt lögum. Þó margir dýra-
læknar og annað vel menntað fólk sé
innan Dýraverndarsambands Íslands
hefur sambandið ekki leyfi til að senda
fólk á staðinn. En við verðum með auk-
inn þrýsting og eftirfylgni,“ lofar Anna
Berg. Hún segir vitað að mörg mál hafi
verið látin dankast. „Stundum dregst
það alltof lengi að skepnur séu teknar
af fólki eða fundnar einhverjar lausn-
ir,“ segir hún. gun@frettabladid.is
ANNA BERG: FYRSTI STARFSMAÐUR DÝRAVERNDARSAMBANDS ÍSLANDS
VAKIR YFIR VELFERÐ DÝRANNA
HUNDURINN FRAKKUR Í GÓÐUM HÖNDUM „Áherslurnar eru ekkert að breytast heldur verður Dýraverndarsambandið sýnilegra en áður og
virkara í að sinna velferð bæði búfjár og gæludýra,“ segir Anna Berg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sundkonan Sigrún Huld Hrafnsdótt-
ir hreppti flest verðlaun allra kepp-
enda á Ólympíuleikum þroskaheftra
sem haldnir voru í Madrid á Spáni
og lauk þennan dag fyrir tuttugu
árum. Hún hlaut níu gullverðlaun og
tvenn silfurverðlaun. Auk þess setti
hún fjögur heimsmet í einstaklings-
greinum og var í boðsundssveitinni
sem setti fjögur heimsmet. Þetta
var einstætt afrek í íþróttasögunni.
Um 2.500 þátttakendur frá 72 þjóð-
um voru á þessum fyrstu Ólympíu-
leikum þroskaheftra. Íslendingar
voru þar sigursælir og hlutu tutt-
ugu og ein verðlaun, tíu gull, sex
silfur og fimm brons. Þeir urðu í
öðru sæti í sundi á eftir Áströlum
og fengu hlýjar móttökur þegar þeir
komu heim.
ÞETTA GERÐIST: 22. SEPTEMBER 1992
Sigrún Hrafnsdóttir fékk níu gull
60 ára afmæli
Reynir Carl Þorleifsson
Reynir Carl Þorleifsson er fæddur 25. september 1952 í
Vestmannaeyjum. Gekk hann þar í barna- og gagnfræði-
skóla og síðar í iðnskóla en árið 1969 hóf hann nám í
bakaraiðn hjá Sigmundi Andréssyni bakarameistara í
Magnúsarbakarí þar í bæ.
Árið 1973, í gosinu mikla, fluttist hann til Reykjavíkur
og kláraði námið í Snorrabakarí. Eftir iðnnámið hefur
hann ætíð starfað við bakaraiðnina, á tímabili sem
sölumaður og bakari hjá Efnagerð Lauganess og einnig
til margra ára bakari í Bernhöftsbakaríi. Þá hefur
hann gegnt störfum til margra ára hjá Landssambandi
bakara meistara, þ.m.t. formennsku sambandsins.
Árið 1976 kvæntist Reynir Jenný Þóru Eyland og eru
börn þeirra fjögur og barnabörnin sex. 1994 opnuðu þau
hjónin bakaríið að Dalvegi 4 Kópavogi sem þau reka
saman í dag ásamt börnum sínum en fjölskyldan hefur í
samvinnu komið að þeim rekstri frá upphafi.
Í tilefni tímamótanna býður Reynir vinum og
vandamönnum að gleðjast með sér föstu-
dagskvöldið 28. september milli kl. 20 og 23
að skemmtistaðnum Spot, Bæjarlind 6, Kópavogi.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, dóttir og systir,
FANNEY ELÍN ÁSGEIRSDÓTTIR
Kóngsbakka 14, 109 Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnu-
daginn 16. september. Útför hennar
fer fram fimmtudaginn 27. september
kl. 13.00 frá Fossvogskirkju. Blóm og
kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent
á styrktarsjóð Landspítalans Von 0513-26-3147 kt. 490807-1010.
Orri Ragnar Árnason Amin
Helgi Pétur
Ágúst Ólafur
Kristjana Ragnheiður
Steinunn Ingibjörg
Rakel Ósk
Sigurður Árni
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞORGERÐUR JÖRUNDSDÓTTIR
áður til heimilis að Bakkavör 9,
Seltjarnarnesi,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir miðviku-
daginn 19. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 4. október kl. 15.
Anna María Hilmarsdóttir
Þorsteinn Hilmarsson Guðrún Sóley Guðjónsdóttir
Þorgerður Jörundsdóttir Þorsteinn Jörundsson
Þuríður Elfa Jónsdóttir Jörundur Jörundsson
Jóhanna Símonardóttir Steinunn Guðmundardóttir
Hilmar Þorsteinsson Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruðu
minningu elskulegrar eiginkonu minnar,
dóttur, móður, tengdamóður,
systur og ömmu,
BIRNU INGIBJARGAR TOBÍASDÓTTUR
Rimasíðu 29g, Akureyri,
með nærveru ykkar, heimsóknum og hlýhug.
Sérstakar þakkir sendum við Heimahlynningu á Akureyri og
starfsfólki á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir
einstaka umönnun.
Gísli Karl Sigurðsson
Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir
Guðrún Gísladóttir Ottó Magnússon
Hulda Gísladóttir
Sigþrúður Tobíasdóttir
Sigurlaug Anna Tobíasdóttir
Gísli, Guðrún Birna, Ágústa, Svana, Páll og Teitur
Okkar ástkæra,
AGNES EIRÍKSDÓTTIR
Garðabraut 8, Akranesi,
lést 18. september. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 25. september
kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Sjúkrahús Akraness.
Jón Jóns Eiríksson Rut Hallgrímsdóttir
Sigrún Eiríksdóttir
Kolbrún Eiríksdóttir Sigurjón Guðmundsson
og fjölskyldur þeirra.
Innilegar þakkir til allra fyrir samúð, hlýju og
kveðjur við andlát og útför
GUÐMUNDAR PÁLS ÓLAFSSONAR
Ingunn K. Jakobsdóttir
Blær Guðmundsdóttir Finni Jóhannsson
Ingibjörg Snædal Guðmundsdóttir Ragnar B. Jóhannsson
Halla Brynhildur Guðmundsdóttir Mads Thygesen
Rökkvi Steinn, Salka og Þórkatla