Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 80
22. september 2012 LAUGARDAGUR40
Fossvogsskóli fékk í gær Hjólaskálina, viðurkenningu
fyrir eflingu hjólreiða. Það var Jón Gnarr borgarstjóri
sem afhenti Óskari S. Einarssyni skólastjóra og fulltrúum
nemenda og kennara viðurkenninguna við upphaf ráð-
stefnu um hjólreiðar.
„Nemendur eru hvattir til þess að koma í skólann árið
um kring á reiðhjóli og síðustu þrjú ár hefur verið haldin
sérstök hjólavika þar sem nemendur eru meðal annars
hvattir til að fara í hjólaferðir í frímínútum,“ segir á vef
borgarinnar um reiðhjólamenninguna í Fossvogsskóla. - gar
Minn ástkæri eiginmaður
og stjúpfaðir okkar,
VALGEIR G. VILHJÁLMSSON
kennari,
Árskógum 8, Reykjavík,
lést 20. september á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ. Útförin fer fram frá Seljakirkju
föstudaginn 28. september kl. 15.
Anna D. Magnúsdóttir og börn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SESSELJA SVANA EGGERTSDÓTTIR
GUÐMUNDSSON
lést 19. september sl. í Louisville í Kentucky
í Bandaríkjunum. Bálförin fer fram í Louisville
þriðjudaginn 25. september.
Örn Eggert Guðmundsson Susan Varga Guðmundsson
Jórunn Hilda Guðmundsson Davis
Jón Sigurður Guðmundsson Susan Sweeney Guðmundsson
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ÞRÁINS KRISTINSSONAR
fyrrverandi skipstjóra,
Fagrahjalla 3, Kópavogi. Sérstakar þakkir
eru til starfsfólks gjörgæsludeildar LSH.
Björg Helgadóttir
Þorbjörg Þráinsdóttir Magnús Ásgeirsson
Geir Þráinsson Kristín Sigurðardóttir
Halldór Þráinsson Steinunn Þ. Júlíusdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna.
Ástkær eiginkona mín, móðir mín,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN PÁLSDÓTTIR (CHRISTEL)
Drafnarstíg 2a, Reykjavík,
lést að Droplaugarstöðum aðfaranótt 13.
september. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Kristinsson
Helga Gabriella Guðmundsdóttir Þórir Ólafsson
Harpa Bryndís Brynjarsdóttir Sigurjón Guðmundsson
Guðmundur Þórir Þórisson Kolbrún Sigurðardóttir
Kristel Björk Þórisdóttir Hörður Kr. Hálfdánarson
Anton, Andri, Aldís, Bryndís, Lilja og Guðmundur Ísar.
Þökkum þeim fjölmörgu sem hafa látið í ljós
samúð vegna andláts
GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR
Grundarási 12, Reykjavík,
og sýnt minningu hennar hlýju og virðingu.
Hörður Gíslason
Helga Harðardóttir Haraldur Skarphéðinsson
Gunnar Harðarson
Emil Dagsson Álfrún Haraldsdóttir
Ásta Árnadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
FANNEY HJARTARDÓTTIR
lést á Dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
17. september. Jarðsungið verður frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 25. september
kl. 13.00.
Bjarnfríður Jónsdóttir Pétur Vilbergsson
Karl Taylor Ása Skúladóttir
Eðvarð Taylor Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar dóttur okkar, systur, mágkonu
og frænku,
ELÍNAR REYNISDÓTTUR
sambýlinu Mururima 4, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við fyrrverandi og
núverandi starfsfólki Mururima 4, Bjarkaráss
og Perlufestarinnar. Einnig læknum, hjúkrunarfólki LSH og öðrum
þeim er sinntu Elínu í veikindum hennar. Njótið Guðs blessunar í
störfum ykkar.
María Ólafson og Reynir Kjartansson.
Þuríður og fjölskylda.
Viðar og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
NANNA SIGFÚSDÓTTIR
Höfðabraut 5, Akranesi,
lést 18. september. Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju fimmtudaginn 27. september
kl. 14.00.
Sigurður Guðmundsson
Magnús Sigurðsson
Ómar Sigurðsson Jórunn Friðriksdóttir
Elínborg Sigurðardóttir Ásgeir Gunnarsson
Hugrún Sigurðardóttir Eyjólfur M. Eyjólfsson
Sigurgeir Sigurðsson Herdís Jónsdóttir
Marteinn Sigurðsson
og ömmubörn.
Kær tengdafaðir minn,
SIGURÐUR EINARSSON
frá Tjörnum undir Eyjafjöllum,
lengst af búsettur á Nýja-Sjálandi,
er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fyrir
einstaka umönnun í veikindum hans fær
starfsfólk 11G á Landspítalanum svo og
starfsfólk á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Sif Sveinsdóttir
Íslandsdeild Evrópusambands sjó-
stangaveiðimanna – EFSA (European
Federation of Sea Anglers) – stendur
fyrir Evrópumeistaramóti í strand-
stangveiðum í Eyjafirði 24. til 29. sept-
ember. Þetta er fyrsta mót sinnar teg-
undar sem haldið er í landinu.
Sextíu og sex veiðimenn frá átta Evr-
ópulöndum taka þátt í mótinu. Löndin
eru: Gíbraltar, Holland, Þýskaland,
England, Skotland, Wales, Írland og
Ísland.
Mótið tekur þrjá daga og veitt er á
ýmsum stöðum við Eyjafjörð. Á fyrsta
degi mótsins þriðjudaginn 25. septem-
ber verður til dæmis veitt meðfram
Drottningarbrautinni á Akureyri allt
frá Höfner að Torfunefsbryggju.
Keppt er í karla- og kvennaflokki,
unglingaflokki og flokki eldri veiði-
manna, í tveggja manna og fjögurra
manna sveitum auk þess að þjóðirnar
tefla fram landsliði sínu. Ísland send-
ir tvö fimm manna landslið, A- og B-
landslið, skipuð konum og körlum.
Keppnin felst í að veiða sem flesta
fiska yfir ákveðinni lágmarkstærð og
sá vinnur mótið sem flest stig fær fyrir
fiskafjölda og samanlagða lengd fiska.
Strandstangveiðar eru fámenn
en sífellt vaxandi íþrótt á Íslandi en
stendur á gömlum merg í flestum
öðrum Evrópulöndum. Vonast Íslands-
deild EFSA til að mótið efli þessa grein
stangveiðiíþróttarinnar á Íslandi.
Evrópumót í strandstangveiði
Merkisatburðir
1930 Ferðafélag Íslands
tekur fyrsta sæluhús sitt
í notkun í Hvítárnesi við
Langjökul.
1957 Árbæjarsafn er opnað
almenningi.
1960 Frakkar viðurkenna
sjálfstæði Malí.
1964 Söngleikurinn Fiðlar-
inn á þakinu er frumsýndur
á Broadway.
1973 Menntaskólinn í
Kópavogi er settur í fyrsta
skipti.
1980 Írak ræðst á Íran og hefur þar með átta ára stríð.
2006 Fréttastöðin NFS hættir útsendingum.
Nýtt hefti Múla-
þings er komið út. Í
því er meðal annars
fjallað um brúar-
gerð Sigurðar Jóns-
sonar, íslenska Bing
& Gröndahl-platt-
ann og mb. Sæborgu
sem hvarf í seinni
heimsstyrjöldinni
með átta mönn-
um innanborðs.
Einnig er fjallað
um glímumanninn
séra Stefán Péturs-
son á Desjarmýri,
gönguferð í Víði-
dal 1981 og flug-
slysið á Valahjalla
við Reyðarfjörð
árið 1941 þegar
þýsk herflugvél
fórst. Þá eru og greinar um menningar-
arf Vopnfirðinga og líðan og framtíðarsýn ungmenna
á Austurlandi.
Höfundar efnis eru tólf talsins og ritstjórar eru
Jóhann G. Gunnarsson, joigutt@simnet.is, og Rann-
veig Þórhallsdóttir, sagnabrunnur@simnet.is. -gun
Austfirsk saga
STRANDSTANGVEIÐI Frá Íslandsmeistaramótinu í strandveiði.
Hjólaskálin til
Fossvogsskóla
HJÓLASKÁLIN AFHENT Mikil áhersla er á hjólreiðar í Fossvogsskóla.