Fréttablaðið - 22.09.2012, Síða 87
LAUGARDAGUR 22. september 2012 47
Leikkonan Monica Bellucci segist
styðja konur sem ákveða að eignast
ekki börn. Sjálf eignaðist Bellucci
sitt fyrsta barn er hún var komin
vel á fertugs aldurinn.
„Tímasetningin hentaði mér full-
komlega. Ég á það til að gera hluti
seint í lífinu, ég þarf að vera róleg
og finnast ég tilbúin í hlutina.
Ég vildi ekki eignast börn þegar
ég var á þrítugsaldri, núna get ég
eytt tíma með börnunum mínum án
þess að finnast ég vera að missa af
neinu,“ sagði leik konan sem var að
kynna mynd sína Rhino Season á
kvikmyndahátíðinni í Toronto.
„Ég á margar vinkonur sem eiga
ekki börn og eru hamingjusamar,
þetta er svo einstaklingsbundið. Það
að vera kona helst ekki í hendur við
barneignir. Sjálf vildi ég þó upplifa
móðurhlutverkið.“
Vildi ekki börn ung
BEIÐ MEÐ BARNEIGNIR Monica Bellucci
vildi ekki vera ung móðir.
NORDICPHOTOS/GETTY
Rokkaradóttirin Kelly Osbourne
hefur ýmis brögð uppi í erminni til
að koma í veg fyrir að papparassa-
ljósmyndarar nái myndum af henn-
ar allra heilagasta. Í sjónvarpsvið-
tali nýverið lýsti Osbourne reynslu
sinni af ljósmyndurum sem hrein-
lega leggjast á hnén gagngert til
að ná myndum af nærbuxum til
að selja slúðurblöðum. „Þeir eru
stundum svo svæsnir að þeir leggj-
ast á hnén til að ná góðu skoti upp
pilsfaldinn hjá manni. Besta vörn-
in er að sparka í átt til þeirra. Þá
láta þeir þetta svæði vera,“ segir
Osbourne, sem hefur þó skilning
á starfi ljósmyndaranna. „Þetta er
fylgifiskur frægðarinnar og það
hjálpar að vera almennilegur við
þá. Þetta er nú einu sinni vinnan
þeirra, þótt við hötum þetta.“
Frægar konur á borð við Brit-
ney Spears, Kate Hudson, Lindsay
Lohan og Sienna Miller hafa orðið
fyrir barðinu á nærbuxnamynda-
tökum papparassa-ljósmyndara.
Mesta hættan á slíkum myndum ku
myndast þegar viðkomandi stígur
út úr bíl.
Verst nærbuxnatökum
SPARKAR Í LJÓSMYNDARA Kelly
Osbourne segir suma ljósmyndara svo
svæsna að þeir leggist á hnén til að ná
góðu skoti upp pilsfaldinn.
NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarinn Javier Bardem segist
vera í góðum tengslum við sína
kvenlegu hlið í nýjasta hefti tíma-
ritsins GQ.
„Ég ólst upp við að vera
óhræddur við að sýna tilfinn-
ingar mínar. Það er karlmaður og
kona í mér. „Vertu karlmaður“ –
hvað meinar fólk eiginlega með
því?“ sagði Bardem í viðtalinu.
Í sama viðtali sagðist leikarinn
vera trúleysingi og viðurkenndi
að hann væri hamingjusam-
lega giftur leikkonunni Penelope
Cruz.
„Ég hef ávallt sagt að ég trúi
ekki á Guð. Ég trúi á Al Pacino.“
Sýnir tilfinn-
ingar sínar
KVENLEGUR Javier Bardem segir konu
og karl búa innra með sér.
NORDICPHOTOS/GETTY
Robbie Williams er búinn að setja
mynd af sér og nýfæddri dóttur
sinni á síðuna Twitter. Dóttirin
heitir Theodora Rose og fæddist
18. september.
„Önnur bleyju-
skipti pabba,“
skrifaði popp-
arinn.
Williams
og eiginkon-
an hans, Ayda
Field, tilkynntu
30. mars að
þau ættu von
á sínu fyrsta
barni síðar á árinu. Þau hafa
verið saman síðan 2006 og þrátt
fyrir orðróm um að þau ætluðu
að hætta saman ákváðu þau að
giftast á heimili Williams í Los
Angeles í fyrra. Nýjasta plata
hans, Take The Crown, kemur út
2. nóvember.
Dóttirin á
Twitter
ROBBIE WILLIAMS
Frá vöggu til grafarFrá vögg til graf r
- ráðstefna um stefnumörkun í heilbrigðismálum á Íslandi
Grand Hótel mánudaginn 24. september 2012 kl. 13:30
13:30 Setning: Séra Örn Bárður Jónsson, formaður Hollvinasamtaka líknardeilda
13:40 Ávarp: Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
14:00 Sýn öldrunarlæknis á líknarþjónustu áður fyrr, nú og í framtíð
Pálmi V. Jónsson prófessor, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala
14:20 Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
14:40 Má gagnrýna heilbrigðisþjónustu? - Sjónarmið tveggja kynslóða
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
15:00 Kaffihlé
15:45 Einsöngur: Björg Þórhallsdóttir sópran, meðleikari Jónas Ingimundarson
16:00 The coordination reform in Norway - Why and how?
Tor Åm, framkvæmdastjóri heilbrigðisráðs Noregs
16:30 Viðbrögð úr sal
Guðrún Sigurjónsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari
Ólafur Oddsson, geðlæknir á Akureyri
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir
Stefán Þórarinsson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands
17:20 Samþykktir
18:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjóri: Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi
Ráðstefnan er öllum opin.
Sérstaklega er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum
um heilbrigðis- og velferðarmál, félögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana
og heilsugæslustöðva, fulltrúum samtaka launþega, atvinnurekenda, sveitarfélaga svo og
alþingismönnum og ráðherrum.
Stefnumörkunar er þörf í heilbrigðismálum á Íslandi. Hollvinasamtök líknardeilda vilja knýja
á um, að mótuð verði heildarstefna í heilbrigðismálum í samræmi við ný viðhorf Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar WHO um notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi í
samráði við þarfir og vilja fólksins í landinu.
Á ráðstefnu Hollvinasamtaka líknardeilda verður kynnt nýtt notendamiðað heilbrigðis- og
velferðarkerfi Norðmanna, SAMHANDLINGSREFORMEN, sem vakið hefur athygli og unnið er
í samræmi við stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.
Save the Children á Íslandi