Fréttablaðið - 22.09.2012, Page 90
22. september 2012 LAUGARDAGUR50
Tónleikaröðin Tíbrá í Salnum í Kópavogi hefur
aftur göngu sína eftir sumarhlé á sunnudag. Þá
munu bresku píanóleikararnir John Humphreys
og Allan Schiller leika fjórhent á flygil. Á efnis-
skránni er Brandenburgarkonsert Bachs, fantasíur
eftir Mozart og Schubert, fimm ungverskir dansar
eftir Brahms, sónata eftir Hindemith og svíta eftir
Ravel.
Humpreys og Schiller eru með fremstu píanóleik-
urum Bretlands og hafa starfað saman um árabil.
Schiller var aðeins tíu ára gamall þegar hann kom
fyrst fram með Halle-hljómsveitinni undir stjórn
Sir Johns Barbirolli og hefur síðan átt glæstan
feril sem píanóleikari. Auk tónleikahalds starfar
Humphreys sem yfirprófessor við kammermúsík-
deild Tónlistarháskólans í Birmingham.
Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er
aðgangseyrir 3.300 krónur.
Tíbrá hefur verið burðarásinn í starfsemi Salar-
ins frá því hann var opnaður árið 1999 og skipta
tónleikar í Tíbrárröðinni nú hundruðum.
Fjórhent á flygil í Salnum
HUMPHREYS OG ALLAN SCHILLER Eru með fremstu píanóleik-
urum Bretlands og hafa leikið saman um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tónleikaröðin 15:15 hefur sitt
tíunda starfsár í Norræna húsinu
á sunnudag með tónleikum sem
nefnast Léttleiki og angurværð
í franskri tónlist. Flytjendur eru
þeir Guido Bäumer saxófónleik-
ari og Aladár Rácz píanóleikari.
Efnisskráin samanstendur af verk-
um sem samin voru undir áhrif-
um af impressjónisma eða tengj-
ast honum, svo sem eftir Caplet,
Jolivet og Debussy. Einnig gætir
áhrifa frá Austurlöndum í sumum
verkanna.
Guido Bäumer er frá Norður-
Þýskalandi en Aladár Rácz er frá
Rúmeníu; báðir hafa þeir verið
búsettir hér á landi frá því um
aldamót.
Alls verða átta tónleikar á 15:15
tónleikaröðinni í vetur. Næstu tón-
leikar verða 11. nóvember þar sem
frumflutt verður nýtt verk eftir
Hafdísi Bjarnadóttur.
Tónleikarnir eru haldnir sem
fyrr segir í Norræna húsinu og
hefjast, eins og nafnið gefur til
kynna, klukkan 15:15.
15:15 í tíu ár
BÄUMER OG RÁCZ Ríða á vaðið í tónleikaröðinni 15:15 sem hefst á sunnudag.
Hafþór Yngvason, safn- og sýn-
ingarstjóri, og bandaríski heim-
spekingurinn Nickolas Pappas
hefja klukkan
16 í dag opnar
samræður í
tengslum við
sýninguna
Hreyfing augna-
bliksins sem nú
stendur yfir í
Hafnarhúsinu.
Pappas er pró-
fessor við heim-
spekideild City
College í New York.
Í spjalli Hafþórs og Pappas
verða dregnar fram spurning-
ar um eðli tímans í heimspeki-
legu samhengi en eins og heiti
sýningarinnar ber með sér eru
með henni könnuð umbreyting-
aröfl. Öll listaverkin tengjast
framvindu og breytingum. Þau
eru útkoman úr ópersónubundn-
um og óvissum verkferlum sem
listamennirnir styðjast við til að
breyta efniviði sínum, færa hann
úr einu ástandi í annað.
Viðburðurinn er skipulagður í
samvinnu við Heimspekistofnun
HÍ og fer fram á ensku.
Vangaveltur
um tímann
HAFÞÓR
YNGVASON
ÁTT ÞÚ HEIMA Í
JÓLABÆNUM?
Við leitum söluaðila í snotur
jólahús og tjöld í Jólabænum
við Ingólfstorg. Líkt og
fyrri ár verður skipulögð
skemmtidagskrá alla daga og
fjöldi fólks sem bregður sér í
„bæinn“ til að gera jólainnkaup.
Jólabærinn sprettur upp í miðjum
desember og þú gætir flutt inn á fyrsta
degi ef þú tryggir þér pláss nógu snemma.
Sendu okkur fyrirspurn merkta
„Jólabærinn“ á midborgin@midborgin.is
Þar sem hjartað slær
www.midborgin.is