Fréttablaðið - 22.09.2012, Side 96
22. september 2012 LAUGARDAGUR56
sport@frettabladid.is
ÚRSLIT RÁÐAST Í 1. OG 2. DEILD KARLA í dag en þá fara fram lokaumferðir deildanna. Þór og Víkingur
Ó. eru komin upp í 1. deild, ÍR er fallið og annaðhvort Leiknir eða Höttur mun fylgja þeim niður. Ekkert lið er búið að
tryggja sig upp í 2. deildinni en Völsungur, KF, HK og Afturelding munu berjast um sætin tvö. KFR og Fjarðabyggð er
aftur á móti fallin. Leikir deildanna hefjast klukkan 14.00 í dag.
FÓTBOLTI Stelpurnar okkar þurfa að
fara Krýsuvíkurleiðina á EM 2013
en það varð ljóst er liðið tapaði
gegn Noregi ytra í vikunni. Þær
þurfa að fara í umspil til þess að
komast inn á mótið og var dregið
í það í gær.
Þar dróst Ísland gegn sterku liði
Úkraínu. Leikirnir fara fram í lok
október og á Ísland seinni leikinn
heima.
„Þetta leggst ágætlega í mig.
Ég veit ekkert of mikið um þær
núna. Þetta lið fór þó síðast í loka-
keppni EM og stóð sig vel þar og
vann Finnland. Þær unnu útileiki
sína í undankeppninni en misstigu
sig á heimavelli,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyj-
ólfsson um væntanlegan mótherja
í umspilinu.
Ísland hefði einnig getað dreg-
ist gegn Austurríki og Skotlandi og
Úkraínu var því líklega ekki neinn
happadráttur.
„Úkraínska liðið hefur farið í
lokakeppni ólíkt hinum liðunum.
Þetta er líka lengsta ferðalagið.
Ég veit samt ekki hvort þetta sé
besta liðið. Þessi þrjú lið eru lík-
lega mjög svipuð. Ég myndi segja
að við ættum helmingsmöguleika
á því að komast inn á EM.“
Úkraínska liðið er meira og
minna skipað leikmönnum sem
spila í heimalandinu og í Rúss-
landi.
„Þær eru með einn leikmann
sem skorar mikið rétt eins og við
eigum einn þannig. Svo á ég eftir
að sjá leiki með þeim til þess að
geta metið liðið betur. Fyrir fram
stefnir þó í mjög jafna og erfiða
leiki,“ sagði Sigurður sem er þó
ánægður með að eiga seinni leik-
inn á heimavelli.
„Það er plús. Ekki spurning.
Mér finnst það alltaf betra. Vita
hvað við þurfum að gera og von-
andi fá góðan stuðning til þess þó
svo veðrið verði líklega ekkert sér-
stakt þegar leikurinn fer fram,“
sagði Sigurður og hló við en síð-
ast er stelpurnar léku í umspili
þurfti að moka snjó af vellinum
fyrir leik. „Vonandi gerist það ekki
aftur.“ henry@frettabladid.is
Eigum helmingsmöguleika
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að
það verði ekki auðvelt verk að leggja Úkraínu í umspili um laust sæti á EM.
VONANDI ENGINN SNJÓR Landsliðsþjálfarinn vonar að það þurfi ekki að moka völl-
inn fyrir leik eins og síðast. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Leikir helgarinnar
Laugardagur:
Swansea - Everton kl. 11.45
Chelsea - Stoke kl. 14.00
Southampton - Aston Villa kl. 14.00
WBA - Reading kl. 14.00
West Ham - Sunderland kl. 14.00
Wigan - Fulham kl. 14.00
Sunnudagur:
Liverpool - Man. Utd kl. 12.30
Newcastle - Norwich kl. 14.00
Man. City - Arsenal kl. 15.00
Tottenham - QPR kl. 15.00
FÓTBOLTI Loftið verður örugglega
lævi blandið á Anfield á morgun
er Liverpool tekur á móti Man.
Utd. Þetta er fyrsti heimaleikur
Liverpool síðan skýrslan um Hills-
borough kom út og einnig í fyrsta
skipti sem Patrice Evra snýr aftur
á Anfield eftir uppákomuna með
Luis Suarez í fyrra.
Evra sakaði þá Suarez um kyn-
þáttaníð í sinn garð og fékk Sua-
rez átta leikja bann í kjölfarið. Það
var Suarez ekki sáttur við, ásamt
fleirum.
Bæði félög leggja mikið upp úr
því að bæði leikmenn og stuðnings-
menn verði til friðs af virðingu við
hina 96 sem féllu á Hillsborough á
sínum tíma. Það verður þó örugg-
lega undiralda vegna Evra og Sua-
rez, bæði innan og utan vallar.
„Við höfum gert okkar til þess
að allt fari vel fram og Liverpool
hefur gert það sama. Skilaboð-
unum hefur verið komið á fram-
færi,“ sagði Sir Alex Ferguson,
stjóri Man. Utd.
Ferguson hefur staðfest að
Wayne Rooney muni ekki verða
klár í slaginn, ekki frekar en
Ashley Young.
Nemanja Vidic, fyrirliði Man.
Utd, hefur einnig stigið fram fyrir
skjöldu og biðlað til stuðnings-
manna síns liðs að haga sér vel á
þessum sérstaka leik.
„Fótbolti er mikilvægur en
aldrei eins mikilvægur og lífið
sjálft. Það er mikil saga á milli
félaganna og mikilvægt að allir
sýni hver öðrum virðingu. Við
verðum öll að setja gott fordæmi
fyrir aðra á þessum degi,“ sagði
Vidic.
Liverpool-goðsögnin Robbie
Fowler kom síðan með þá fínu
hugmynd að þeir Suarez og Evra
myndu leggja saman blóm á völl-
inn fyrir leikinn.
Liverpool er ekki enn búið að
vinna leik í vetur en mætir til leiks
með sitt sterkasta lið enda fengu
ungu strákarnir að spila gegn
Young Boys í Evrópudeildinni.
Þetta verður 186. leikur liðanna
en United hefur unnið 72, Liver-
pool 62 og í 51 skipti hefur leik lið-
anna lyktað með jafntefli. Liver-
pool hefur aftur á móti ekki tapað
í síðustu fimm leikjum gegn Man.
Utd á Anfield. - hbg
Mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Man. Utd:
Verður stríð eða friður?
MUNU ÞEIR HAGA SÉR VEL? Augu margra verða á Evra og Suarez í leiknum á morgun.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Næstsíðasta umferð
Pepsi-deildar karla fer fram
klukkan 16.00 á morgun.
Selfoss og Fram eiga mest á
hættu að falla með Grinda-
vík úr deildinni.
Selfoss sækir Stjörn-
una heim í dag en Fram
fer upp á Akranes. Liðin
eru jöfn að stigum en Selfoss er í
fallsæti með lakara markahlutfall
en þremur mörkum munar á lið-
unum.
Fylgst verður ítar-
lega með öllum leikjum
umferðarinnar á Bolta-
vakt Vísis og Frétta-
blaðsins. - hbg
Mikil spenna í botnbaráttu Pepsi-deildar karla:
Fram og Selfoss í hættu
N1 DEILD KARLA
HEFST Í KVÖLD
19.00 Höllin Akureyri AKUREYRI - FH
19.30 Varmá AFTURELDING - ÍR
19.30 Schenkerhöllin HAUKAR - FRAM
19.30 Digranes HK - VALUR