Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 22.09.2012, Qupperneq 96
22. september 2012 LAUGARDAGUR56 sport@frettabladid.is ÚRSLIT RÁÐAST Í 1. OG 2. DEILD KARLA í dag en þá fara fram lokaumferðir deildanna. Þór og Víkingur Ó. eru komin upp í 1. deild, ÍR er fallið og annaðhvort Leiknir eða Höttur mun fylgja þeim niður. Ekkert lið er búið að tryggja sig upp í 2. deildinni en Völsungur, KF, HK og Afturelding munu berjast um sætin tvö. KFR og Fjarðabyggð er aftur á móti fallin. Leikir deildanna hefjast klukkan 14.00 í dag. FÓTBOLTI Stelpurnar okkar þurfa að fara Krýsuvíkurleiðina á EM 2013 en það varð ljóst er liðið tapaði gegn Noregi ytra í vikunni. Þær þurfa að fara í umspil til þess að komast inn á mótið og var dregið í það í gær. Þar dróst Ísland gegn sterku liði Úkraínu. Leikirnir fara fram í lok október og á Ísland seinni leikinn heima. „Þetta leggst ágætlega í mig. Ég veit ekkert of mikið um þær núna. Þetta lið fór þó síðast í loka- keppni EM og stóð sig vel þar og vann Finnland. Þær unnu útileiki sína í undankeppninni en misstigu sig á heimavelli,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson um væntanlegan mótherja í umspilinu. Ísland hefði einnig getað dreg- ist gegn Austurríki og Skotlandi og Úkraínu var því líklega ekki neinn happadráttur. „Úkraínska liðið hefur farið í lokakeppni ólíkt hinum liðunum. Þetta er líka lengsta ferðalagið. Ég veit samt ekki hvort þetta sé besta liðið. Þessi þrjú lið eru lík- lega mjög svipuð. Ég myndi segja að við ættum helmingsmöguleika á því að komast inn á EM.“ Úkraínska liðið er meira og minna skipað leikmönnum sem spila í heimalandinu og í Rúss- landi. „Þær eru með einn leikmann sem skorar mikið rétt eins og við eigum einn þannig. Svo á ég eftir að sjá leiki með þeim til þess að geta metið liðið betur. Fyrir fram stefnir þó í mjög jafna og erfiða leiki,“ sagði Sigurður sem er þó ánægður með að eiga seinni leik- inn á heimavelli. „Það er plús. Ekki spurning. Mér finnst það alltaf betra. Vita hvað við þurfum að gera og von- andi fá góðan stuðning til þess þó svo veðrið verði líklega ekkert sér- stakt þegar leikurinn fer fram,“ sagði Sigurður og hló við en síð- ast er stelpurnar léku í umspili þurfti að moka snjó af vellinum fyrir leik. „Vonandi gerist það ekki aftur.“ henry@frettabladid.is Eigum helmingsmöguleika Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði ekki auðvelt verk að leggja Úkraínu í umspili um laust sæti á EM. VONANDI ENGINN SNJÓR Landsliðsþjálfarinn vonar að það þurfi ekki að moka völl- inn fyrir leik eins og síðast. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Leikir helgarinnar Laugardagur: Swansea - Everton kl. 11.45 Chelsea - Stoke kl. 14.00 Southampton - Aston Villa kl. 14.00 WBA - Reading kl. 14.00 West Ham - Sunderland kl. 14.00 Wigan - Fulham kl. 14.00 Sunnudagur: Liverpool - Man. Utd kl. 12.30 Newcastle - Norwich kl. 14.00 Man. City - Arsenal kl. 15.00 Tottenham - QPR kl. 15.00 FÓTBOLTI Loftið verður örugglega lævi blandið á Anfield á morgun er Liverpool tekur á móti Man. Utd. Þetta er fyrsti heimaleikur Liverpool síðan skýrslan um Hills- borough kom út og einnig í fyrsta skipti sem Patrice Evra snýr aftur á Anfield eftir uppákomuna með Luis Suarez í fyrra. Evra sakaði þá Suarez um kyn- þáttaníð í sinn garð og fékk Sua- rez átta leikja bann í kjölfarið. Það var Suarez ekki sáttur við, ásamt fleirum. Bæði félög leggja mikið upp úr því að bæði leikmenn og stuðnings- menn verði til friðs af virðingu við hina 96 sem féllu á Hillsborough á sínum tíma. Það verður þó örugg- lega undiralda vegna Evra og Sua- rez, bæði innan og utan vallar. „Við höfum gert okkar til þess að allt fari vel fram og Liverpool hefur gert það sama. Skilaboð- unum hefur verið komið á fram- færi,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. Ferguson hefur staðfest að Wayne Rooney muni ekki verða klár í slaginn, ekki frekar en Ashley Young. Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, hefur einnig stigið fram fyrir skjöldu og biðlað til stuðnings- manna síns liðs að haga sér vel á þessum sérstaka leik. „Fótbolti er mikilvægur en aldrei eins mikilvægur og lífið sjálft. Það er mikil saga á milli félaganna og mikilvægt að allir sýni hver öðrum virðingu. Við verðum öll að setja gott fordæmi fyrir aðra á þessum degi,“ sagði Vidic. Liverpool-goðsögnin Robbie Fowler kom síðan með þá fínu hugmynd að þeir Suarez og Evra myndu leggja saman blóm á völl- inn fyrir leikinn. Liverpool er ekki enn búið að vinna leik í vetur en mætir til leiks með sitt sterkasta lið enda fengu ungu strákarnir að spila gegn Young Boys í Evrópudeildinni. Þetta verður 186. leikur liðanna en United hefur unnið 72, Liver- pool 62 og í 51 skipti hefur leik lið- anna lyktað með jafntefli. Liver- pool hefur aftur á móti ekki tapað í síðustu fimm leikjum gegn Man. Utd á Anfield. - hbg Mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Man. Utd: Verður stríð eða friður? MUNU ÞEIR HAGA SÉR VEL? Augu margra verða á Evra og Suarez í leiknum á morgun. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla fer fram klukkan 16.00 á morgun. Selfoss og Fram eiga mest á hættu að falla með Grinda- vík úr deildinni. Selfoss sækir Stjörn- una heim í dag en Fram fer upp á Akranes. Liðin eru jöfn að stigum en Selfoss er í fallsæti með lakara markahlutfall en þremur mörkum munar á lið- unum. Fylgst verður ítar- lega með öllum leikjum umferðarinnar á Bolta- vakt Vísis og Frétta- blaðsins. - hbg Mikil spenna í botnbaráttu Pepsi-deildar karla: Fram og Selfoss í hættu N1 DEILD KARLA HEFST Í KVÖLD 19.00 Höllin Akureyri AKUREYRI - FH 19.30 Varmá AFTURELDING - ÍR 19.30 Schenkerhöllin HAUKAR - FRAM 19.30 Digranes HK - VALUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.