Fréttablaðið - 13.10.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 13.10.2012, Síða 2
13. október 2012 LAUGARDAGUR2 ÍÞRÓTTIR Þrátt fyrir grófar alhæf- ingar um Albani sem glæpaþjóð hélt Aron Einar Gunnarsson, fyrir liði íslenska knattspyrnu landsliðsins, sæti sínu í byrjunarliðinu þegar Íslendingar léku við Albani ytra í gær. Ummælin umdeildu lét landsliðs- fyrirliðinn falla í aðdraganda leiks- ins. „Það er mikil fátækt í þessu landi og þetta eru mestmegnis glæpamenn,“ sagði Aron meðal annars um gestgjafaþjóðina í viðtali við knattspyrnuvefinn Fotbolti.net. Bætti hann við að albanska þjóðin væri „ekki upp á marga fiska“. Ummæli Arons stangast aug- ljóslega á við siðareglur Knatt- spyrnusambands Íslands sem tóku gildi í ársbyrjun 2010: „Fulltrúar mega ekki misbjóða virðingu einstaklinga, eða hópi einstaklinga með orðum eða athæfi sem bera í sér fyrir- litningu, manngreinarálit eða mannorðsspjöll hvað varðar kynferði, þjóðerni, kynþátt, litar haft, menningu, tungumál, trúarbrögð eða kynhneigð,“ segir í 5. grein siðareglna KSÍ. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði fyrir leikinn að ekki kæmi til greina að draga Aron út úr liðinu þar sem búið væri að stilla því upp fyrir leikinn. Hann var þó alls ekki ánægður. „Það er enginn ánægður með þessa stöðu sem upp er komin. Það er nánast eins og liðið hafi gert sjálfsmark áður en leikurinn byrjaði,“ sagði Geir, sem kvaðst hafa beðið forseta albanska knattspyrnu- sambandsins og einn albanskan þingmann að auki afsökunar. Sjálfur baðst Aron afsökunar í yfirlýsingu fyrir leikinn. „Vil ég hér með biðjast auðmjúklega afsökunar á þessum ummælum, sem eru ekki fyrirliða íslenska landsliðsins sæmandi,“ sagði hann. „Aron hefur beðist afsök- unar en þessu máli er ekki lokið,“ voru viðbrögð formanns KSÍ. „Við höfum ekki rætt um hvort að hann eigi að stíga til hliðar sem fyrir liði,“ sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálf- ari. „En vonandi verður þetta til þess að Aron hafi lært af sínum mistökum og muni haga sér óað- finnanlega í framtíðinni.“ - gar, esá / sjá síðu 68 Elliði, er þetta ekki óttalegt jarm í þeim? „Nei, við hljótum að vísa þessu kindarlega máli til fjármálaráðherra.“ Um fjörutíu lambshræ fundust í Elliðaey við Vestmannaeyjar í sumar. Veiðimenn vilja þau burt og bæjaryfirvöld vilja skýringar frá fjáreigandanum. Elliði Vignis- son er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. KOSNINGAR 236.944 kjósendur eru á kjörskrá fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna vegna til- lagna stjórnlagaráðs hinn 20. október. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Við alþingis kosningarnar 25. apríl 2009 voru 227.843 kjósend- ur á kjörskrá og nemur fjölgun- in 9.048, eða fjórum prósentum. 16.433 nýir kjósendur hafa náð kosningaaldri frá 2009 og eru það um sjö prósent af kjósendum. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 12.964 eða 5,5 pró- sent af kjósendum. Þeim hefur fjölgað rúm þrjú þúsund frá síðustu alþing- iskosningum eða um rúm þrjátíu pró- sent. - þj Þjóðskrá Íslands: Fjölgun á kjör- skrá frá 2009 KJÖRKASSI 236.433 eru á kjör- skrá fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 20. október. Þverbraut siðareglur en lék þó við Albani Fyrirliði íslenska landsliðsins braut siðareglur Knattspyrnusambands Íslands gróflega með ummælum um Albani en lék þó í leik liðanna í gær eftir að hafa beðist „auðmjúklega afsökunar“. Málinu er samt ekki lokið segir formaður KSÍ. ARON EINAR GUNNARSSON Fyrirliðinn missteig sig hrapallega í viðtali fyrir landsleikinn við Albani í gær en segist munu læra af reynslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég, Aron Einar Gunnarsson, vil koma eftirfarandi á framfæri. Mér urðu á mikil mistök í viðtali við Fótbolta.net þar sem ég lét hafa eftir mér afar óviðeigandi og ósönn ummæli í eintómum kjánaskap. Ég hef enga afsökun og sé mjög eftir þessu. Albanía og albanska þjóðin eru rík af sögu og menningu og fyrir því á að bera virðingu. Vil ég hér með biðjast auðmjúklega afsökun- ar á þessum ummælum, sem eru ekki fyrirliða íslenska landsliðsins sæmandi. Ég mun læra af þessari reynslu og gera betur í framtíðinni, fyrir Ísland og íslenska knattspyrnu. Með vinsemd og virðingu, Aron Einar Gunnarsson“ Eintómur kjánaskapur NOREGUR Sjö af hverjum tíu Norð- mönnum eru mótfallnir því að veiðar á úlfum verði gefnar frjálsar, tæpur fjórðungur er fylgjandi. Villti úlfastofninn í Noregi er aðeins um þrjátíu dýr, og þegar eru sjö dýr felld árlega sam- kvæmt sérstöku leyfi. Eftir að nokkur svæðisráð gáfu út leyfi til að veiða tólf dýr í viðbót tóku yfirvöld í taumana og bönnuðu veiðarnar. Náttúruverndarsam- tök telja óverjandi að auka veiðar úr ekki stærri stofni. - þj Skoðanakönnun í Noregi: Fjórðungur vill óhefta úlfaveiði ÚLFUR, ÚLFUR Í Norska úlfastofninum eru nú um þrjátíu dýr. STJÓRNMÁL Pétur Blöndal þing- maður hyggst bjóða sig fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík fyrir komandi kosningar. Pétur greindi frá ákvörðun sinni í tilkynningu í gær. Þar greindi hann einnig frá því að hann hefði greinst með blöðruháls- krabbamein fyrir þremur árum síðan sem hann berðist enn við. Erfitt væri að segja til um batahorfur. Pétur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 1995. - þeb Berst við krabbamein: Pétur Blöndal býður sig fram PÉTUR H. BLÖNDAL LÖGREGLUMÁL Lögregla leitaði enn í gærkvöldi tveggja manna vegna árásar í Bankastræti nóttina áður, þar sem 28 ára maður var stunginn með skærum í ennið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var sá stungni á gangi niður Bankastrætið þegar tveir menn stukku út úr bíl og töldu sig eiga óuppgerðar sakir við félaga hans. Annar þeirra dró upp skæri og rykkti þeim aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að þau höfnuðu í enni mannsins. Hinn fékk kjaftshögg. Árásar- mennirnir forðuðu sér í burtu. Sá sem fékk skærin í ennið slas- aðist ekki lífshættulega en var á spítala þar til síðdegis í gær. - sh Lögregla leitar árásarmanna: Stunginn með skærum í ennið LÖGREGLUMÁL Erlendur ferða maður fann lík í fjörunni í Keflavík laust fyrir hádegi í gær. Í gærkvöld hafði ekki tekist að skera úr um hvern var að ræða. Útlendi maðurinn var á göngu í fjörunni norðan við höfnina þegar hann kom auga á líkið, sem þá var í sjónum við klettótta og stórgrýtta fjöru neðan við gömlu sundhöllina í Keflavík. Í tilkynningu sem lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér í gær segir að líkið sé af „full- orðnum, óþekktum karlmanni“. Allir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um mannaferðir á þessu svæði frá því í fyrrakvöld eru beðnir að hafa samband við lög- regluna á Suðurnesjum. Sérstak- lega óskar lögreglan eftir því að hafa tal af ökumanni skellinöðru og ökumanni bíls, en þessum ökutækj- um mun hafa verið ekið meðfram sjónum eftir Ægisgötu milli klukk- an fimm og hálfsex í fyrrinótt. Hópur rannsóknarlögreglu- manna var að störfum langt fram eftir kvöldi í gær. Til stóð að halda stöðufund í dag og senda í kjölfarið út fréttatilkynningu um málið. - gar, sh Útlendur ferðamaður fann látinn karlmann í stórgrýttri klettafjöru norðan við höfnina í Keflavík: Vilja ræða við næturökumenn vegna líkfundar Á VETTVANGI Lögregla og björgunarlið kom til aðstoðar á líkfundarstaðinn. MYND/HILMAR BRAGI SPURNING DAGSINS AÐEINS Í DAG! 45% NUDDSESSA VERÐ ÁÐUR 17.900,- NÚ 9.900,- Opið í dag, laugardag kl. 11-16. kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 SÝRLAND Rússar segja að flugvél sem Tyrkir stöðv- uðu á leið sinni frá Rússlandi til Sýrlands hafi ekki verið að flytja vopn. Löglegur ratsjár búnaður hafi verið í vélinni. Tyrkir og Sýrlendingar hafa deilt um það hvað nákvæmlega var í vélinni, en Tyrkir segja að um einhvers konar varnarbúnað hafi verið að ræða. Flugvélin var frá flugfélaginu Syrian Air, en tyrkneskar herþotur neyddu hana til að lenda í Ankara á miðvikudag. „Við erum ekki að leyna neinu,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær. „Það voru auðvitað engin vopn í vélinni og hefðu ekki getað verið,“ sagði Lavrov. Stjórnvöld í Sýrlandi þvertóku einnig fyrir að vopn hefðu verið um borð og skoruðu á tyrknesk stjórnvöld að sýna búnaðinn. Þá tóku uppreisnarmenn í Sýrlandi yfir loftvarnar stöð í nágrenni borgarinnar Aleppo í gær. Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo undan- farið. Myndbönd sem sett voru á netið í gær sýndu uppreisnarmenn inni í stöðinni að skoða eld- flaugar. Talsmaður uppreisnarráðsins í Aleppo sagði að skömmu eftir að uppreisnarmennirnir hefðu náð stöðinni á sitt vald hefði stjórnarherinn hafið loftárásir á hana. Flestar eldflaugarnar og annar búnaður í stöðinni hefði verið eyðilagður. - þeb Tyrkir og Sýrlendingar hafa deilt um farm vélar sem var stöðvuð á miðvikudag: Rússar neita vopnaflutningum MÓTMÆLT Stjórnvöldum í Sýrlandi var mótmælt í þorpinu Sarmada í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.