Fréttablaðið - 13.10.2012, Síða 8
13. október 2012 LAUGARDAGUR8
Tilkynning um
framlagningu kjörskrár
Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, um tillögur
stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga
og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer þann
20. október 2012, liggur frammi almenningi til
sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2,
á skrifstofutíma frá kl. 8:00 – 16:00, frá og með
10. október 2012 og til kjördags.
Mosfellsbæ 8. október 2012.
Bæjarritarinn í Mosfellsbæ
Kræsingar & kostakjör
KitchenAid
netto.is |Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r o
g
m
yn
da
víx
l |
V
ör
uú
rv
al
ge
tu
r v
er
ið
br
ey
til
eg
t m
illi
ve
rsl
an
a.
Tilboð: 1.590 þús.
Chevrolet Lacetti Station
árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús.
BÍL
A-
LEI
GUB
ÍLL
Í ÁB
YRG
Ð
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 12-16
Landsbankans.
25.790 kr.
Afborgun á mánuði aðeins:
1.800.000 kr.
210.000 kr.
240.000 kr.
1.590.000 kr.
Söluverð:
Okkar hlutur:
Þín útborgun:
Heildarverð til þín:
Chevrolet Lacetti Station
NOREGUR, AP Norska Nóbelsnefndin
ætlar að veita Evrópusambandinu
(ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár
fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í
sex áratugi.
„Evrópusambandið á nú um
stundir í alvarlegum efnahags-
legum erfiðleikum með umtals-
verðri félagslegri ólgu,“ segir í til-
kynningu Nóbelsnefndarinnar:
„Norska Nóbelsnefndin vill beina
athyglinni að því sem hún telur
mikilvægasta árangur Evrópusam-
bandsins: Hinni árangursríku bar-
áttu fyrir friði og sáttum og fyrir
lýðræði og mannréttindum.“
ESB varð til úr umróti eftirstríðs-
áranna og hefur, að sögn nefndar-
innar, sýnt fram á að gamlir óvin-
ir geta orðið nánir samstarfs aðilar
með því að byggja smám saman
upp gagnkvæmt traust. „Við erum
öll mjög stolt af því að hafa fengið
þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Her-
man van Rompuy, forseti leiðtogar-
áðs ESB, og tók fram að með því að
segja „við“ ætti hann „ekki aðeins
við Evrópuleiðtoga heldur alla evr-
ópska ríkisborgara, bæði af þessari
kynslóð og fyrri kynslóðum.“
Andstæðingar ESB furðuðu sig
á þessari ákvörðun nefndarinnar.
„Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar
stjórnin í Brussel og öll Evrópa
er að hrynja í eymd sinni. Hvað
næst? Óskarsverðlaun handa Van
Rompuy?“ spurði til dæmis hol-
lenski þingmaðurinn Geert Wilders,
sem barist hefur ákaft gegn ESB.
Efnahagserfiðleikar ESB síð-
ustu misserin og órói almennings
vegna þeirra virðist reyndar hafa
átt sinn þátt í því að norska Nóbels-
nefndin tók þessa ákvörðun.„Ef
evran liðast í sundur trúi ég að innri
Evrópusambandið
fær friðarverðlaun
Norska Nóbelsnefndin verðlaunar ESB fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu undan-
farna sex áratugi. Ólgan vegna efnahagserfiðleika í sumum aðildarríkjunum á
sinn þátt í því að nefndin tók þessa ákvörðun. Van Rompuy segist vera stoltur.
JOSE MANUEL BARROSO OG ATLE LEIKVOLL Forseti framkvæmdastjórnar ESB
tekur við blómvendi frá sendiherra Noregs í Belgíu. NORDICPHOTOS/AFP
2011 Ellen Johnson Sirleaf, Leymah Gbowee og Tawakkol Karman
2010 Liu Xiaobo, andófsmaður í Kína
2009 Barack H. Obama, Bandaríkjaforseti
2008 Martti Ahtisaari, fyrrverandiw forseti Finnlands
2007 Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) og Al Gore
2006 Muhammad Yunus og Grameen-bankinn í Bangladess
2005 Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) og Mohamed ElBaradei
2004 Wangari Maathai, aðgerðasinni í Kenía
2003 Shirin Ebadi, aðgerðasinni í Íran
2002 Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti
2001 Sameinuðu þjóðirnar og Kofi Annan
Friðarverðlaunahafar Nóbels síðan 2001
markaðurinn fari einnig að liðast í
sundur. Og þá fáum við augljóslega
nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“
segir Thorbjørn Jagland, formaður
norsku Nóbelsnefndarinnar.
„Við erum ekki með skoðun á því
hvernig eigi að leysa þessi vanda-
mál, en við sendum mjög sterk skila-
boð um að við eigum að vera okkur
þess meðvituð hvernig við fengum
þessa Evrópu eftir seinni heims-
styrjöldina.“ gudsteinn@frettabladid.is
EVRÓPUMÁL Framvinduskýrsla um aðildar-
viðræður Íslands við ESB, sem kynnt var á
dögunum staðfestir að viðræður ganga vel,
að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkis-
ráðherra. Hann vonast til þess að viðræður
verði hafnar um 28 kafla af 33 fyrir árslok.
„Það sem mér finnst mikilvægast í skýrsl-
unni er að framkvæmdastjórnin lýsir því yfir í
skýrslunni að hún sé fullviss um að ESB muni
í fyllingu tímans takast að kynna heildarlausn
fyrir viðræðurnar þar sem tekið er tillit til
bæði sérstöðu Íslands og væntinga hér á landi
og að það muni um leið ríma við regluverk
ESB,“ segir Össur og bætir því við að þetta
megi túlka sem svo að samningsaðilar nálgist
nú viðræðurnar á grundvelli sérþarfa Íslands.
Á kynningarfundi vegna framvinduskýrsl-
unnar sagði Timo Summa, sendiherra ESB
á Íslandi, að líkur væru á því að samninga-
viðræður hæfust í fjórum málaflokkum til
viðbótar á svokallaðri ríkjaráðstefnu í lok
mánaðarins. Nefndi hann þar kaflana um fjár-
málaþjónustu, hagtölur, dóms og innanríkis-
mál og tollabandalagið.
Taldi Summa ekki ólíklegt að enn fleiri
samningakaflar yrðu teknir upp fyrir árslok,
en sem stendur hafa samningaviðræður þegar
hafist um átján kafla og viðræðum er lokið um
tíu þeirra.
Össur segist vongóður um að fyrir áramót
verði viðræður hafnar í þeim 28 köflum sem
Ísland hefur kynnt samningsafstöðu sína. - þj
Utanríkisráðherra fagnar framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um aðildarviðræðurnar við Ísland:
Vonar að 28 kaflar verði hafnir fyrir lok ársins
ÖSSUR OG SUMMA Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra fagnar niðurstöðum framvinduskýrslu ESB og
vonast til að viðræður hefjist í flestum málalfokkum
fyrir árslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GRETTIR SIG Á BÓKAMESSU Wetini
Mitai frá Nýja-Sjálandi á Bókamess-
unni í Frankfurt í Þýskalandi, sem
þetta árið er helguð Nýja-Sjálandi.
NORDICPHOTOS/AFP