Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 13.10.2012, Qupperneq 30
13. október 2012 LAUGARDAGUR30 Stærsti hluti sjúklinga á endurhæfingardeildum Klepps situr þar fastur vegna skorts á framhaldsúr- ræðum. Forsvarsmenn spít- alans segja sveitarfélögin standa sig illa í málaflokkn- um. Ástandið sé dapurt. Ungir karlar standa hvað verst. Mikill meirihluti sjúklinga á endur- hæfingar deildum Klepps er fastur á spítalanum vegna skorts á fram- haldsúrræðum. Þetta eru einstak- lingar sem hafa formlega lokið sinni meðferð og ættu að vera búnir undir að takast á við lífið utan veggja spítalans, en komast hvorki lönd né strönd. Sjúklingum hrakar Úrræðaleysið veldur því oftar en ekki að fólkinu hrakar, það fyllist vonleysi og treystir sér ekki til að verða hluti af samfélaginu. Sumir útskrifast í algjörlega óviðunandi úrræði, sem gerir það að verkum að endurkomur á spítalann eru tíð- ari en eðlilegt þykir. Um tuttugu einstaklingar eru á Kleppi sem hafa lokið sinni meðferð og ættu því ekki að vera vistaðir þar sem sjúklingar. Halldór Kolbeinsson, yfir- læknir á Kleppi, segir mál- efnum geð fatlaðra illa sinnt af sveitar félögunum. Aðstæður hafi versnað síðan málaflokkurinn færðist frá ríkinu fyrir tveimur árum, en mikill munur sé á milli sveitarfélaga á því hvernig tekið er á málum. Þurfa að skipta um lögheimili „Núna gengur þetta afskap- lega illa,“ segir hann. „Það þarf mun meiri skilning hjá sveitar- félögunum á að þessum hópi verð- ur að sinna.“ Halldór nefnir Kópa- vog, Hafnarfjörð og Árborg sem sérstaklega slæm dæmi, en mikið er um að sjúklingar endi á að flytja lögheimili sín annað hvort til Reykjavíkur eða Reykjanes bæjar til að komast á biðlista eftir úrræð- um. Það þýði að fólkið þurfi oft að flytjast burt frá sinni heimabyggð, vinum og fjölskyldu til að fá aðstoð. Ástandið sé hvað verst í Árborg. „Það er bara mjög vont að eiga lögheimili á Selfossi og vera and- lega veikur,“ segir hann. Biðlist- arnir í Reykjavík hafa lengst mikið á síðustu árum og algengt að geð- fatlaðir þurfi að bíða í nokkur ár. Sylvía Ingibergs dóttir, deildar- stjóri sérhæfðu endurhæfingar- deildarinnar, segir ástandið orðið mjög alvarlegt. Afar illa sé staðið að málum hjá hópnum sem sé hvað veikastur. „Við vorum með sjúkling sem beið eftir úrræði í heilt ár án þess að nokkuð væri í sjónmáli. Hann endaði á að fara í algjörlega óvið- unandi aðstæður og það var ekk- ert sem við gátum gert,“ segir hún. „Með því eru meiri líkur á að fólk veikist aftur því þetta eru oft ein- staklingar með tvöfaldan vanda; fíknivanda og geðsjúkdóm. Og þetta eykur líkurnar á falli eftir langa endurhæfingu.“ Eiga hvergi heima Framhaldsúrræði vantar á öllum stigum, að sögn Halldórs og Sylvíu. „Okkur vantar bæði almennt hús- næði og búsetukjarna fyrir fólk sem þarf meiri þjónustu,“ segir hún. „Svo eru margir sem eiga ekkert heimili og geta því ekkert farið.“ Halldór bendir á að víðast hvar á Norðurlöndunum virki kerfið þann- ig að þegar einstaklingur ljúki með- ferð taki sveitarfélagið við og eftir ákveðinn tíma fari gjaldtaka af stað, þar sem sveitarfélagið greiði fyrir dvöl einstaklingsins á stofn- unum. Leigusalar skella á Sjúklingar hafa sumir hverjir feng- ið heldur óblíðar viðtökur í hús- næðisleit sinni. Halldór nefnir að stundum sé jafnvel skellt á þegar viðkomandi segist búa á endur- hæfingardeildinni á Kleppi, for- dómarnir gagnvart geðsjúkum séu svo miklir. Hann bendir einnig á að sjúklingar missi örorkubætur sínar eftir ákveðinn legutíma og oftar en ekki fari nær allir dagpen- ingarnir í sígarettur, en reykingar meðal sjúklinga á Kleppi eru mjög algengar, svo ekkert sé eftir til að borga fyrir herbergi eða íbúð. Þá sé einfaldlega of mikil eftirspurn á almenna leigumarkaðnum. Stjórn- völd verði að bregðast við og for- gangsraða betur, þar sem um sé að ræða hóp sem hefur ekki háværa rödd og ekki mikið af sterkum ein- staklingum sem tala sínu máli. „Þetta er mjög dapurt því allar dyr eru lokaðar,“ segir Sylvía. „Og við erum gegnumgangandi með um áttatíu prósent sjúklinga í þessari stöðu. Þetta hefur einnig áhrif á vinnuna hér, því ég hef séð fólk ná sér vel á strik en svo gerist ekkert mánuðum saman svo meðferðin snýst upp í andhverfu sína og fólk missir vonina. Það á enginn að eiga heima á Kleppi.“ Gífurlega þungur rekstur Halldór og Sylvía benda bæði á að fyrir utan þau lífsgæði sem sjúk- lingarnir missi af með því að vera strandaglópar á Kleppi, sé umfram- dvöl afar kostnaðarsöm fyrir Land- spítalann. Oft sé um að ræða fólk sem hafi verið í endurhæfingu í meira en ár, en rekstur sérhæfðu endurhæfingarinnar kostar um 170 milljónir króna á ári. „Þetta er margfalt það sem kostar að hafa viðkomandi úti í sam félaginu, sérstaklega ef hann gæti farið að vinna,“ segir Halldór. „Þetta er gífurlega þungur, dýr og óarðbær rekstur hérna á spítalan- um.“ Biðlisti á Klepp er sem stendur ekki mjög langur, en endurnýjun og nýliðun gengur þó afar hægt. Sem stendur eru á bilinu tveir til fimm á biðlista eftir endurhæf- ingu. Ungir karlar standa verst Geðklofi og alvarleg geð- hvörf eru algengustu sjúkdómarnir á Kleppi. Þetta eru alvarlegustu geðrofssjúkdómarn- ir sem valda miklli færnisskerðingu og byrja snemma, einkum hjá ungum karlmönnum, sem hafa oftast hvorki skóla- né atvinnu- sögu þegar þeir veikjast. „Þetta er hópur- inn sem verst er settur. Það gengur aðeins betur með konurnar því þær veikjast seinna og eru sumar búnar að klára nám, eru jafn- vel í vinnu og hafa því meiri færni. Því eru það ungir karlar sem lenda verst í hremmingum sjúk- dómanna,“ segir Halldór. „Nið- urstaðan er einfaldlega sú að sveitar félögin standa mjög illa að málefnum geðfatlaðra og félagsleg úrræði eru af afskaplega skornum skammti.“ Enginn á að eiga heima á Kleppi FRÉTTASKÝRING: Aðbúnaður geðsjúkra 1 2 3 4 5 6 Á MÁNUDAGINN: Ósakhæfir afbrotamenn Helgi Tómasson lét brenna allar spennitreyjur – 1934 Frá árinu 1932 voru tveir spít- alar á Kleppi og þeim haldið algjörlega aðskildum. Gjörólíkar lækningaaðferðir voru notaðar á spítölunum tveimur, en Helgi Tómasson geðlæknir tók að lokum við rekstri þeirra beggja. Á Gamla-Kleppi voru meðal annars stundaðar vatnslækningar lengi vel, þar sem sjúklingar voru bað- aðir til skiptis í heitu og köldu vatni. Helgi Tómasson tók að lokum alfarið fyrir slíkar aðferðir og einbeitti sér að lyfjagjöf, en hann er sagður upphafsmaður nútímageðlækninga á Íslandi. „Helgi Tómasson lét brenna allar spenni- treyjur, ólar og belti sem notuð höfðu verið á sjúklingana. Þetta heyrði til algjörra undantekn- inga í geðlækningum samtímans enda voru sjúklingar víðast hvar bundnir niður í öllum nágrannalöndunum. Þetta vakti mikla athygli á þeirri meðferð sem rekin var á Kleppi.“ Úr bók Óttars Guðmunds- sonar, Kleppur í 100 ár Meðferð í dag Sjúklingar koma á Klepp annað- hvort frá Hringbraut eða frá kjörn- um og sambýlum til meðferðar og lyfjagjafar. Stíf endurhæfingaráætl- un er fyllt út dag hvern og farið er yfir atburði dagsins með sjúkling- unum á kvöldin. Fastir liðir eins og gönguferðir, líkamsrækt, jóga og iðjuþjálfun er sett í stundatöflu sjúklinga, en þeir fá einnig töluvert að segja um meðferð sína sjálfir. Mikil áhersla er lögð á félagslega endurhæfingu til að hjálpa fólki að ná tökum á sínum sjúkdómi til að komast aftur út í samfélagið. Kleppur í 100 ár DEILD 12 Mikill meirihluti sjúklinga á endurhæfingardeildinni hefur staðið í árangurslausri leit að framhaldsúrræðum eftir að meðferð þeirra lauk. Biðlistar eftir búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða í Reykjavík eru orðnir margra ára langir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SEGJA ÁSTANDIÐ ALVARLEGT Sylvía Ingibergsdóttir og Halldór Kolbeinsson segja andlega veika einstaklinga verða útundan í kerfinu hjá mörgum sveitarfélögum. Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is 10 11 20 til 40 inniliggjandi á sérhæfðu endur- hæfingardeildinni á Kleppi. einstaklings- herbergi eru á sérhæfðu endur- hæfingardeildinni. Allir sjúklingar eru í slíkum herbergjum. Flestir sjúklingar sérhæfðu endur- hæfingardeildinni á Kleppi eru á aldursbilinu Smálán eru nýtt og aðkallandi vandamál meðal sjúklinga á Kleppi. Halldór og Sylvía sammælast um að það færist í vöxt að fólk komi inn með miklar skuldir og hafi fest í vítahring smálánanna. „Þeir kunna á tölvu, slá inn kennitölu og svo byrjar vítahringurinn,“ segir Halldór. „Þeir skulda margir háar fjárhæðir þegar þeir koma hingað inn.“ Sjúklingar missa örorkubæturnar sínar eftir að hafa legið inni á geðdeild í sex mánuði á ári. Þá fara þeir á dagpeninga sem eru um 40 þúsund krónur á mánuði. Margir hverjir reykja pakka af sígarettum á dag, sem skilur þá eftir um tíu þúsund krónur til að lifa, svo engir möguleikar eru á að safna sér peningum fyrir útborgun í íbúð eða borga leigu. Smálán sliga sjúklinga við innkomu Það er bara mjög vont að eiga lögheim- ili á Selfossi og vera andlega veikur. HALLDÓR KOLBEINSSON YFIRLÆKNIR Á KLEPPI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.