Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 40

Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, 512-5432Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Magn stresshormóna eykst í líkama kvenna þegar þær lesa neikvæðar fréttir í fjöl- miðlum, til dæmis fréttir af morðum, en lestur slíkra frétta virðist ekki hafa sömu áhrif á karla. Þetta eru niðurstöður kanadískrar rannsóknar sem náði til sextíu þátttak- enda á aldrinum 18 til 35 ára. Niðurstöðurnar voru birtar á vefnum www. plosone. org þann 10. október. Við aukið stress virtust konurnar einnig sýna meiri viðbrögð í öðrum streitu- valdandi aðstæðum en karlarnir. Vísindamennirnir segja niðurstöðurnar sýna „heillandi“ mun á kynjunum og veltu fyrir sér hvort konur geti verið hæfari frá náttúrunnar hendi í að skilgreina ógn gagnvart afkvæmum sínum, sem hafi áhrif á það hvernig þær bregðist við stressi. Þá sé einnig áhugavert að konur skuli vera móttækilegri en karlar fyrir streituvöldum en lifi þó að meðaltali lengur en karlar. Í því hvernig stress virðist ekki hafa slæm áhrif á hjarta og æðakerfi kvenna gæti því falist lausn á miklum heilsufarsvanda í heiminum. Aðrir sérfræðingar benda á að rannsóknin hafi ekki náð til nógu margra ein- staklinga til að hægt sé að draga af henni ályktanir. Fréttina má lesa á www.bbc.co.uk. Slæmar fréttir stressa konur meira en karla 10 HOLLRÁÐ FYRIR MEISTARAMÁNUÐ 1. Skrifaðu markmiðin þín niður og hengdu á ísskápinn eða ein- hvers staðar þar sem þú sérð þau á hverjum degi. 2. Ekki setja þér of mörg mark- mið. Hafðu markmiðin skýr og raunhæf. Ákveddu til dæmis hvenær þú ætlar að klára hvert markmið svo þú frestir því ekki út allan mánuðinn. 3. Fáðu vini og fjölskyldu með frá upphafi. Það er miklu auðveldara og skemmtilegra að vera með marga með sér í liði í Meistaramánuðinum. 4. Ef þú ætlar að breyta matar- æðinu, skipuleggðu þá vikuna vel og kauptu í matinn fyrir vikuna. Það getur verið erfitt að standast freistingarnar svangur í búðinni. 5. Hættu að „snooza“! Stilltu vekjaraklukkuna fyrir alla vikuna og stattu við það frá fyrsta degi. Ef fyrsti dagurinn er erfiður þá er bara auðveldara að sofna fyrr um kvöldið. 6. Ef þú gleymir þér einu sinni, ekki láta það eyðileggja allan mánuðinn. Byrjaðu strax aftur. 7. Brostu til fólksins í kringum þig, ágætis vani. 8. Ekki setja þér bara mark- mið tengd heilsurækt. Notaðu tækifærið og tæklaðu það sem þú hefur alltaf ætlað að gera en hefur af einhverjum ástæðum frestað. 9. Komdu þér út úr þæginda- hringnum (e. comfort zone) og lærðu eitthvað nýtt. Skráðu þig á námskeið eða gerðu eitthvað sem þú hélst alltaf að þú gætir ekki. 10. Lifðu áfram eins og meistari. Taktu það besta úr Meistaramán- uði með þér inn í hina mán- uðina. 31 dagur er nógu langur tími til að búa til hefð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.