Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 41
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
SÖGULEG SAFNAHELGI
Söguleg safnahelgi verður um allt Norðurland vestra um
helgina, frá Borðeyri í vestri til Hofsóss í austri. Opið
verður frá 12 til 18 og boðið verður upp á fjölbreytta dag-
skrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ef ég væri á Íslandi mundi ég fara út í sjoppu og kaupa mér appelsín, eins og afi gerir alltaf. Síðan mundi
ég fara í sumarbústaðinn til ömmu og
hitta alla fjölskylduna yfir grillmat og
spilum. Ég sakna allra svo ósköp mikið,“
segir Birgitta Sif, teiknari og barnabóka-
höfundur, búsett í Lundúnum.
Birgitta hefur mestan part ævinnar
búið í útlöndum, lengst af í Bandaríkj-
unum, en eyddi öllum sumrum á Ís-
landi. Hún flutti nýlega til Englands frá
Íslandi með manni sínum Borgþóri Ás-
geirssyni og blóminu þeirra Sóleyju Sif.
„Ísland hefur alltaf átt sérstakan stað
í hjarta mér enda erum við dugleg að
heimsækja klakann,“ segir Birgitta.
Í vikunni kom út á Íslandi, í Banda-
ríkjunum, Englandi, Tyrklandi og Þýska-
landi barnabókin Ólíver sem er fyrsta
bók Birgittu. Það er rétt byrjunin á
heimsreisu Ólívers sem líður dálítið
öðruvísi en öðrum.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég var
í meistaranámi við Cambridge School
of Art á Englandi. Það var dásamlegur
tími því í skólanum fann ég sjálfa mig
í fyrsta sinn og fannst ég uppgötva til-
veruna upp á nýtt,“ útskýrir Birgitta.
„Mér hafði ætíð fundist ég öðruvísi
en aðrir en í skólanum fann ég fólk sem
var öðruvísi á sama hátt og ég sjálf.
Ég eignaðist vini sem hugsuðu eins og
höfðu áhuga á því sama,“ segir Birgitta
og rifjar um minnisstætt augnablik með
samnemendum sínum í Cambridge.
„Einn daginn leit ég í kringum mig og
uppgötvaði að við höfðum setið tím-
unum saman og rætt um gæði mismun-
andi strokleðra. Kjánalegt kannski, en á
þeirri stundu gerði ég mér grein fyrir að
ég hafði fundið vini fyrir lífstíð,“ segir
Birgitta hlæjandi. Hún segist hafa hitt
manninn sinn um svipað leyti.
„Þegar ég hitti Borgþór var eins og
við höfðum alltaf þekkst og á margan
DÁSAMLEG TILVERA
KJÁNALEG UPPGÖTVUN Það er kominn nýr strákur í heiminn. Hann heitir Ólí-
ver og líður dálítið öðruvísi en öðrum. Rétt eins og skapara hans, okkur til góða.
HUGMYNDARÍK
OG LUKKULEG
Birgitta er með mörg
járn í eldinum. Hún
skrifar og teiknar eigin
barnabækur, kaflabækur
fyrir aðra, gerir teikn-
ingar fyrir tímarit og
heldur fyrirlestra fyrir
listnema. „Alla daga er
ég með augun opin í leit
að nýjum ævintýrum og
hugmyndum að sögum.“
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
1.250 kr
1.350 kr
HOLLT
OG GOTT
PHO víetnamskur veitingastaður Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími: 588 6868 - www.pho.is
1.250 kr
Opið:
mán - föst Kl. 11 - 21
lau - sun Kl. 12 - 21
BJÓÐUM UPP Á
HEIMSENDINGU
Leyfishafanámskeið
leigubílstjóra
Með vísun til laga nr. 134/2001 um
leigubifreiðar, gengst Vegagerðin fyrir
rekstarleyfisnámskeiði fyrir
leigubílstjóra í Ökuskólanum í Mjódd
dagana 22. til 30. október n.k.
Þátttaka tilkynnist fyrir 18. október
til Ökuskólans í Mjódd í síma
567 – 0300
Laugavegi 63 • S: 551 4422
KÁPURNAR KOMNAR
Vertu vinur
á Facebook
Skoðið yfirhafnir á laxdal.is
UMDEILDIR PISTLAR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag