Fréttablaðið - 13.10.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 13.10.2012, Síða 42
FÓLK| ÓLÍVER Hér má sjá opnu úr bókinni um Ólíver sem ætluð er öllum börnum til gleði og ánægju. LESTRARHESTAR Mæðgurnar Birgitta og Sóley deila einlægum áhuga á bókmenntum og fögrum teikningum. hátt er Borgþór mín Ólivía. Lífið getur verið dásamlegt og allt í einu finnur maður eitthvað sem maður vissi þó ekki að mann vantaði.“ STREMBIÐ AÐ SKRIFA BARNABÓK Eftir meistaranám í barnabókateikning- um landaði Birgitta samningi við Walker Books, einn af stærstu og virtustu barnabókaútgefendum heims. „Það er mikill heiður og æðislegt að vinna með Walker Books. Ég er byrjuð að vinna að næstu bók sem er alveg ný saga,“ segir Birgitta sem heillaðist af bókum strax í barnæsku. „Sóley er einnig bókelsk og heppin að fá bækur frá vinum mínum sem líka teikna og skrifa barnabækur. Ég hlakka til að lesa Ólíver fyrir Sóleyju þegar hún verður orðin nógu stór og vonast til að geta umvafið hana með eins mörgum fallegum bókum og ég mögulega get.“ Birgitta segir Sóleyju oft hafa setið í fangi sínu þegar hún teiknaði á loka- sprettinum við Ólíver. „Það var yndislegt og í mínum huga hjálpaði hún mér mikið þótt hún sé enn of ung til að hafa álit á bókmenntum. Það er nefnilega mun erfiðara en margir halda að skrifa barnabók og langur vegur frá hugmynd að fullgerðri bók.“ ENSKRI RIGNINGU EKKI BOÐIÐ Í dag ætlar Birgitta að hitta aðra teikn- ara á samkomu barnabókateiknara. „Ég hlakka til að hitta allt fólkið, sjá að hverju það vinnur og ræða hug- myndir og teikningar yfir góðu kaffi,“ segir Birgitta sem nýtur þess einnig að fara á litskrúðugra markaði Lundúna. „Uppáhald Sóleyjar er að fara á rólu- völl í almenningsgarði hverfisins. Þar er lítill dýragarður með hænum, geitum og hreindýrum en dúfurnar eru í uppáhaldi og úti um allt. Sóley ískrar af fjöri þegar hún sé þær,“ segir Birgitta og hlær. „Annars finnst mér skemmtilegast að vita ekkert hvert við ætlum. Ævin- týrin leynast alls staðar í Lundúnum og gaman að kynnast nýjum stöðum.“ Á morgun verður merkisdagur í lífi litlu fjölskyldunnar þegar Sóley heldur upp á fyrsta afmælið sitt. „Þá ætlum við í lautarferð með góðum vinum í almenningsgarðinn. Ég krossleg fingur og vona að enska rign- ingin elti okkur ekki í afmælið,“ segir Birgitta Sif vongóð og brosir. En ætla þau sér að flytja aftur heim? „Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er ánægð hvar sem er á meðan ég hef Sóleyju, Borgþór og blýant í hendinni.“ ■ thordis@365.isv Samtök lífrænna neytenda standa fyrir viðburðinum Lífrænt Ísland – framboð, fróðleikur og smakk! í Norræna húsinu á sunnudaginn, 14. október, frá kl. 12–17. Þar munu fram- leiðendur lífrænna matvæla hérlendis kynna afurðir sínar fyrir gestum og gefa þeim að smakka, auk þess sem fjölda áhugaverðra fyrirlestra verður í boði um lífræna framleiðslu. Svala Georgsdóttir, kynningarfulltrúi samtaka lífrænna neytenda, segir uppákom- una um helgina fyrst og fremst vera tækifæri fyrir almenning til að koma og sjá hvað er í boði hérlendis þegar kemur að lífrænt ræktuðum matvælum. „Svona viðburður er frábær vettvangur fyrir íslenska framleiendur enda er til- gangur samtakanna að brúa sambandið milli neytenda og framleiðenda. Við viljum kynna fyrir gestum það framboð sem er í boði í dag og um leið koma á framfæri fræðslu til almennings en henni er svolítið ábótavant þótt hún sé að aukast.“ Lífræn framleiðsla hefur aukist mjög undanfarin ár hérlendis en þrátt fyrir það stöndum við nágrannaþjóðum okk- ar langt að baki að sögn Svölu. „Í Dan- mörku er til dæmis búið að setja í lög að 60% matvæla í eldhúsum opinberra stofnana þurfi að vera lífrænt vottuð. Danir eru búnir að sjá hag sinn í því að framleiða og neyta lífrænna vara.“ Hún segir stöðuna í dag hérlendis þó vera jákvæða og allt stefni í rétta átt. „Fleiri og fleiri sýna þessu áhuga og átta sig á því að lífrænn matur er ekki enn ein ný söluvaran sem er verið að selja fólki heldur hinn raunverulegi landbúnaður sem var til staðar löngu áður en stór- iðjuframleiðslan varð til. Lífræn ræktun er því í raun ekkert ný heldur erum við bara komin hringinn og það er það sem við viljum að fólk verði meðvitað um.“ Svala segir íslenska framleiðendur hafa átt í basli með að koma undir sig fótunum undanfarin ár. Þeir hafi mætt mótbyr frá yfirvöldum og meðal annars ekki fengið styrki frá hinu opinbera eins og aðrir framleiðendur sambærilegra matvæla. „Það er þó að breytast núna enda er eftirspurnin að aukast mikið eftir lífrænum vörum. Það sem er mikilvægast framundan er að hefja framleiðslu á lífrænum eggjum, kjúklingi og svínakjöti sem er því miður ekki hægt að kaupa hérlendis. Lífrænt er framtíðin.“ LÍFRÆNN MATUR Viðburðurinn er tæki- færi fyrir almenning til að kynna sér framboð hérlendis af lífrænt ræktuðum matvælum að sögn Svölu Georgs- dóttur, kynningarfull- trúa Samtaka lífrænna neytenda. MYND/VILHELM SMAKKAÐ Gestum verður boðið að smakka ljúffengar ís- lenskar afurðir. MYND/ÚR EINKASAFNI LÍFRÆNT LOSTÆTI Norræna húsið verður vettvangur lífrænnar framleiðsu á sunnudaginn. Áhuga- verðir fyrirlestrar verða í boði og gestum boðið að smakka ljúffengar afurðir. ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 HEIMASÍÐA BIRGITTU BIRGITTA.COM HALLDÓR BALDURSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag HELGIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.