Fréttablaðið - 13.10.2012, Page 49
LAUGARDAGUR 13. október 2012 5
Vilt þú föndra í fullri stærð?
Ört vaxandi fyrirtæki í skiltagerð og risaprentun, óskar eftir
kvikum og klárum starfsmanni í fullt starf.
Við leitum einhvers yfir tvítugt sem getur hlaupið í ýmis verkefni,
t.d. upplímingar, bílamerkingar, gluggamerkingar og allrahanda
reddingar.
Stundvísi, vandvirkni og reynsla af léttum iðnaðarstörfum
æskileg.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á axel@velmerkt.is
fyrir 25. október 2012.
BLAÐAMENN OG
AUGLÝSINGASÖLUMAÐUR ÓSKAST
Leitum að þremur blaðamönnum og auglýsingasala.
Tíminn er frétta-, þjóðlífs, og afþreyingarmiðill á
veraldarvefnum.
Vinsamlega sendið umsóknir á Helga Þorsteinsson
framkvæmdastjóra Heilsíðu ehf. rekstraraðila Tímans.
Tekið er við umsóknum á
helgi.thorsteinsson@internet.is
farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Sölustarf – Hársnyrtir óskast í hlutastarf
Heildsala óskar eftir að ráða hársnyrtir í hlutastarf sem fyrst.
Starfið felst í að kynna og selja vörur á hárgreiðslustofur o.fl.
Skilyrði að vera hársnyrtir og að hafa bílpróf.
Þarf að búa yfir góðri íslensku og ensku kunnáttu og hafa
grunnþekkingu á tölvur
Við leitum að jákvæðum starfsmanni sem getur starfað sjálfstætt
og hefur mikla þjónustulund.
Umsókn ásamt ferilsskrá sendist fyrir 22. október á box@frett.is
www.vedur.is
522 6000
Sérfræðingur í
verkefnastjórnun
Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins
og viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veita Hafdís
Karlsdóttir framkvæmdastjóri Fjármála- og
rekstrarsviðs (hafdis@vedur.is, 522 6000)
og Borgar Ævar Axelsson mannauðsstjóri
(borgar@vedur.is, 522 6000).
Umsóknarfrestur er til og með
29. október.
Umsóknir sem greina frá menntun,
reynslu og fyrri störfum skulu berast
Borgari Ævari Axelssyni, Bústaðavegi 7–9,
150 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið
borgar@vedur.is merkt „Sérfræðingur í
verkefnastjórnun“.
Gildi Veðurstofunnar eru þekking,
áreiðanleiki, samvinna og framsækni.
Ráðningar hjá stofnuninni munu taka
mið af þessum gildum.
Veðurstofa Íslands er opinber stofnun og
heyrir undir umhverfis- og auðlinda ráðu-
neytið. Hjá stofn un inni starfa um 130 manns
með fjöl breytta menntun og starfsreynslu
sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa
um 120 manns við athugana- og eftirlitsstörf
víðs vegar um landið. Viðfangsefni Veðurstofu
Íslands eru eðlisþættir jarðarinnar: Loft, vatn,
snjór, jöklar, jörð og haf. Hlutverk stofnun ar-
innar er öflun, varðveisla, úrvinnsla og miðlun
upp lýsinga. Starfsemin fer fram á fjórum
sviðum: Eftirlits- og spásviði, Athugana- og
tæknisviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði og
Fjármála- og rekstrarsviði. Nánari upplýsingar
um stofnunina má finna á heimasíðu hennar
www.vedur.is.
Starfið fellur undir Fjármála- og rekstrarsvið.
Hlutverk sviðsins er að gæta þess að fjárhags-
áætlun og ársreikningur séu í samræmi
við lög. Sviðið annast öflun og varð veislu
fjár mála- og rekstrarupplýsinga, grein ingu
þeirra og miðlun. Sviðið sér um rekstur upp-
lýsingakerfa Veðurstofunnar og leggur til
sérfræðiþekkingu og þjónustu á vettvangi
upplýsingatækni og verkefnastjórnunar.
Vegna aukninga á erlendum samstarfs verk-
efnum óskar Veðurstofa Íslands eftir að ráða
sérfræðing í verkefnastjórnun á Fjármála-
og rekstarsvið.
Hlutverk sérfræðings í verkefnastjórnun er
m.a. að hafa umsjón með verk- og kostnaðar-
áætlunum innlendra- og erlendra verkefna;
stýra, skipuleggja og samræma verkefni, auk
þess að sinna skýrslugjöf og samningagerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf á sviði raungreina,
viðskipta eða lögfræði
Háskólapróf í verkefnastjórnun og/eða
farsæl reynsla á því sviði
Þekking og reynsla af verkbókhaldi,
verkáætlunum og verkskýrslum
Hæfni í mannlegum samskipum og
teymisvinnu
Góð færni í Excel eða sambærilegum
töflureiknum
Frumkvæði og skipulagshæfni
Gott vald á íslensku og ensku
Æskileg reynsla af stýringu innlendra
og erlendra rannsóknarverkefna
LAGER - ÚTKEYRSLA
Heildverslun óskar eftir að ráða lagermann.
Starfið er býsna fjölbreytt og snýr til að mynda að
móttöku á vörum, tiltekt á pöntunum ásamt
útkeyrslu svo eitthvað sé nefnt.
Við leitum að samviskusömum einstaklingi
með góða og vandaða framkomu, er
reglusamur og hefur metnað til að takast
á við krefjandi en jafnframt gefandi starf.
Reynsla er æskileg.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Umsækjendur vinsamlega sendið
a) Ferilskrá
b) Mynd
á póstfangið lager082012@yahoo.com
Reyklaus vinnustaður.
Öflugur sölumaður
Lítið en framsækið fyrirtæki óskar eftir að ráða sjálfstæðan, duglegan
og hressan sölumann í ýmis sölustörf.
Þarf að vera árangursdrifinn og drífandi.
Reynsla æskileg.
Góð, árangurstengd laun í boði fyrir rétta einstaklinginn.
Vinsamlegast sendið ferilsskrá á eternaliceland@simnet.is
Við viljum ráða til okkar netsérfræðing sem óttast ekki skemmtilegt