Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 74

Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 74
13. október 2012 LAUGARDAGUR46 timamot@frettabladid.is STEINN STEINARR skáld (1908-1958) fæddist þennan dag. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.“ Í dag munu milljónir manna á vegum Heimsambands KFUM, þar á meðal fjöldi Íslendinga, koma saman til þess að setja nýtt heimsmet. Heimsáskorun KFUM – 2012, „Hoop Springs Eternal“, eða Skjótt‘ á körfu, er viðburður skipulagður til að fagna starfi KFUM um allan heim á sviði valdeflingar ungs fólks. KFUM- félög munu skipuleggja viðburði þar sem öllum þátttakendum og fleirum verður boðið að skjóta á heimatilbúna körfu. Viðburðirnir verða fjölmargir á þúsundum staða um allan heim. Hér á landi munu krakkar úr KFUM ganga á milli með körfur í Reykjavík, Keflavík, Hveragerði og Akureyri og hvetja fólk til að taka þátt. „Markmið- ið er að fá þetta skráð í heimsmeta- bók Guinness. Því fleiri sem skjóta á körfu, því betra,“ segir Petra Eiríks- dóttir, æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi. „Með þessu erum við að reyna að vekja athygli á frá- bæru og fjölbreyttu starfi KFUM og KFUK. Þetta er kynningarherferð fyrir okkur.“ Á Íslandi eru um 1.000 fullorðnir skráðir í samtökin. Börn sem taka virkan þátt í félagsstarfinu yfir veturinn eru á milli 1.500 og 2.000. Vonast er til að körfubolta áskorunin sameini fólk úti um allan heim en það var einmitt innan vébanda KFUM sem körfuboltinn varð til árið 1890. Í dag er körfubolti ein vinsælasta íþrótt heims og hefur hún reynst mikilvægt verkfæri til heilsueflingar. Petra hvetur almenning til að taka vel á móti krökkunum milli kl. 12 og 16 í dag þegar þeir mæta með körf- urnar. Ekki er nauðsynlegt að vera þrautþjálfaður körfuboltamaður til að taka þátt, því allir geta skotið ofan í þær. freyr@frettabladid.is PETRA EIRÍKSDÓTTIR: VILJUM VEKJA ATHYGLI Á FRÁBÆRU STARFI KFUM KFUM VONAST TIL AÐ BÆTA HEIMSMETIÐ Í KÖRFUSKOTUM MEÐ BOLTA Á LOFTI Krakkar í KFUM ætla að ganga á milli fólks í dag og hvetja það til að skjóta á heimatilbúnar körfur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, HALLBERA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. október. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 17. október kl. 15.00. Auður A. Hafsteinsdóttir Þorbjörn V. Gestsson Stefanía Ólöf Hafsteinsdóttir Pálína Sif Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát okkar ástkæru, HJÖRDÍSAR HULDU JÓNSDÓTTUR læknis, Reykási 11, Reykjavík. Kristján Ágústsson Ragnhildur Kristjánsdóttir Páll Ragnar Pálsson Stefán Örn Kristjánsson Jóna Karen Sverrisdóttir Fríða Kristín Strøm Lars Øyvind Strøm Margrét Eyjólfsdóttir, Kristian, Tormod, Sölvi, Styrmir. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA ÓSK JÚLÍUSDÓTTIR Sólvallagötu 18, Reykjavík, áður til heimilis að Eiðum á Fljótsdalshéraði, lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 6. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Hjartans þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildarinnar fyrir einstaklega faglega og hlýja umönnun. Sveinn Þórarinsson Ólöf Birna Blöndal Sigurjón Þórarinsson Alfreð Dan Þórarinsson Sesselja Eiríksdóttir Sigríður Þórarinsdóttir Magnús Sæmundsson Guðrún Þórarinsdóttir Örn Þorbergsson Anna Þórarinsdóttir Knut Lage Bö Ólöf Þórarinsdóttir Örn Óskarsson Björg Þórarinsdóttir Örn Arnþórsson Hallgrímur Þórarinsson Ingunn Thorarensen Magnús Þórarinsson Bryndís Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Pósthússtræti 1, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 10. október. Útför auglýst síðar. Arnoddur Þ. Tyrfingsson Arnheiður Magnúsdóttir Jóhann Þór Hopkins Elísabet Arnoddsdóttir Magnús Ársælsson Erla Arnoddsdóttir Vilhjálmur Ingvarsson Jón Ármann Arnoddsson Svanhildur Leifsdóttir Eva Lind Jóhannsdóttir Unnar Bjartmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG TULINIUS Bólstaðarhlíð 41, lést þriðjudaginn 9. október. Útförin fer fram föstudaginn 19. október kl. 15.00 frá Háteigskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjartadeild Landspítalans eða Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Tulinius Guðmundur Ármannsson Alberta Tulinius Helgi Halldórsson Guðrún Halla Tulinius Helga Tulinius Bangsinn Paddington, sem öll börn þekkja úr sögunum um hann, kom fyrst fram á sjónarsviðið 13. október 1958. Hann er sköpunarverk rithöf- undarins Michaels Bond og í fyrstu bókunum var það Peggy Fortnum sem teiknaði og er því ábyrg fyrir útliti hans. Bond hefur skrifað fjöl- margar bækur um bangsann viðkunn- anlega og kom sú nýjasta út 2008. Þessi kurteisi bangsi, sem á ættir að rekja til frumskóga Perú, hefur litið eins út frá upphafi og allir þekkja „duffel“-kápuna hans, hattinn og sjúskuðu ferðatöskuna með leyni- hólfinu. Hann er alltaf kurteis og reynir að gera allt rétt, þótt það tak- ist kannski ekki alveg alltaf, eins og gefur að skilja. Eftir að hann finnst á Paddington-brautarstöðinni og er ætt- leiddur af Brown-fjölskyldunni geng- ur hann undir nafninu Paddington Brown, en oftast er nú vísað til hans eingöngu með fyrra nafninu. ÞETTA GERÐIST 13. OKTÓBER 1958 Paddington kemur fram á sjónarsviðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.