Fréttablaðið - 13.10.2012, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 13. október 2012 55
Bandaríski Hollywood-leikarinn
Stephen Tobolowsky hefur gefið
út bókina The Dangerous Ani-
mals Club. Óhapp sem hann varð
fyrir á Íslandi þegar hann háls-
brotnaði í hestaferð var kveikjan
að bókinni.
„Ég dó næstum því á Íslandi
á leiðindahesti sem heitir Litli-
Rauður. Mögulega hefði ég aldrei
getað hitt strákana mína aftur.
Þeir hefðu aldrei fengið að vita
hver ég var,“ skrifaði Tobolowsky
á heimasíðu sína um þessa miður
skemmtilegu lífsreynslu.
„Hvað ef ég skrifa um líf
mitt og kynni sjálfan mig fyrir
börnunum mínum?“ Ekki er um
hefðbundna ævisögu að ræða
heldur miklu frekar frásagnir frá
ýmsu sem hann hefur upplifað í
gegnum tíðina.
Tobolowsky hefur leikið í yfir
tvö hundruð kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum. Hann er kunn-
ur fyrir aukahlutverk í mynd-
um á borð við Groundhog Day,
þar sem hann lék tryggingasölu-
manninn Ned Ryerson, Memento
og The Insider.
Einnig lék hann kennarann
Sandy Ryerson í sjónvarps-
þáttunum Glee og sömuleiðis í
Californication og Heroes.
Hálsbrotnaði í hestaferð á Íslandi
MEÐ BÓKINA Stephen Tobolowsky með bókina The Dangerous Animals Club. Hann
hálsbrotnaði í hestaferð á Íslandi. NORDICPHOTOS/GETTY
Fjölbragðaglímukappinn Hulk
Hogan hefur áhuga á að leika í
þriðju Expendables-hasarmynd-
inni. „Allir aðdáendur mínir
segja við mig á Twitter að ég ætti
að leika í Expendables 3. Ég vildi
óska þess. Getið þið ímyndað
ykkur mig sem vonda kallinn
ef ég myndi raka af mér hárið?,
sagði Hogan.
Meðal þeirra sem hafa leikið
í Expendables-myndunum eru
vöðvabúnt á borð við Arnold
Schwarzenegger, Bruce Willis
og Sylvester Stallone. Hogan er
hinum síðastnefnda einmitt mjög
þakklátur fyrir að hafa gefið
honum tækifæri í Rocky III árið
1982.
Vill leika í
Expendables
HULK HOGAN Kappinn vill leika í þriðju
Expendables-myndinni.
Svo virðist sem Beckham-hjón-
in þreytist seint á því að skjóta
fallegum börnum inn í heiminn.
Orðrómur er nú á kreiki um að
Victoria gangi með fimmta barn
parsins. Sögusagnirnar hófust
eftir að söngkonan og fatahönn-
uðurinn hafnaði öllum boðum
um áfengi þegar að hún kom
fram á lokahátíð Ólympíuleik-
anna í ágúst síðastliðnum. Eftir
það hefur hún ýtt undir orðróm-
inn með því að klæðast víðum
fötum, en hún hefur hingað til
verið þekkt fyrir þröngan og
kynþokkafullan klæðnað. Parið
á saman fjögur börn, synina
Brooklyn þrettán ára, Romeo tíu
ára, Cruz sjö ára og dótturina
Harper fimmtán mánaða.
Victoria
klæðist víðu
FIMMTA BARNIÐ? Orðrómur er nú á
kreiki um að Victoria sé ólétt enn á ný.