Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 90

Fréttablaðið - 13.10.2012, Side 90
13. október 2012 LAUGARDAGUR62 62 popp@frettabladid.is Myndband stuðsveitarinn- ar Retro Stefson við lagið Glow hefur vakið athygli en því er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. „Þetta eru gerviísar í myndband- inu, annað hefði ekki verið hægt. Eini ísinn sem er ekta er sá sem dettur í götuna,“ segir Magnús Leifsson, en hann á heiðurinn að vinsælu tónlistarmyndbandi Retro Stefson við lagið Glow. Myndbandið var frumsýnt í vikunni, en í því sjást bræðurnir Logi og Unnsteinn hjóla um höfuð- borgina á tvímenningshjóli með ís í hendi. Magnús sá um leikstjórn og átti hugmyndina að söguþræð- inum. Hann segir þá bræður eiga hrós skilið fyrir að hjóla, næstum sleitulaust, í þrjá daga án þess að kvarta. „Þeir tóku þetta á sig og stóðu sig vel, enda var þetta mikið flakk um bæinn. Það er snúið að ná tökum á þessu hjóli svo þeir þurftu að æfa sig aðeins áður. Mesta vinnan var fyrir Unnstein, sem er fyrir framan, en Logi flýtur meira með,“ segir Magnús. Hjólið var fengið á hjólaleigu í miðbænum. Ísarnir vöktu athygli og margir hafa velt fyrir sér hversu marg- ir ísar hafi verið notaðir í tökur. Þeir eru hins vegar sérhannaðir úr frauðplasti og var því engin hætta á að þeir bráðnuðu meðan á tökum stóð. „Þetta kom vel út. Ég var smá hræddur um að einhver tæki eftir að ísarnir væru gerviísar en svo var ekki.“ Magnús hefur áður leikstýrt tón- listarmyndböndum fyrir sveitir á borð við FM Belfast. Hann er graf- ískur hönnuður að mennt en upp á síðkastið hefur hann verið upp- tekinn við tökur á þriðju seríunni af Steindanum okkar sem hand- ritshöfundur. Þættirnir hafa átt góðu gengi að fagna en aðstand- endur þáttanna hafa gefið út að nú sé Steindaævintýrinu lokið. „Við vildum hætta áður en þetta yrði þreytt. Við lögðum allt í þessa seríu og nú er maður bara í spennufalli og smá lífskrísu. Ég er samt alveg viss um að samstarfi okkar Steinda og Bents er ekki lokið og við gerum fleiri skemmti- lega hluti saman í framtíðinni.“ alfrun@frettabladid.is MEÐ GERVIÍSA Á TVÍMENNINGSHJÓLI MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Magnús Leifsson á heiðurinn að vinsælu tón- listarmyndbandi Retro Stefson við lagið Glow en hann er einnig einn af hand- ritshöfundum gamanþáttanna Steindans okkar sem lauk í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÖKULIÐIÐ Unnsteinn, Logi og Magnús ásamt Arró tökumanni, Óla Finns fram- leiðanda, Sigurði Eyþórs klippara, Henrik Linnet sem sá um sjónbrellur og Haraldi í Retro Stefson. Tónlist ★★ ★★★ Þormar Ingimarsson Vegferð Vegferð er þriðja platan sem Þor- mar Ingimarsson gefur út með eigin lögum við texta íslenskra ljóðskálda. Fyrsta platan hans, Sundin blá, kom út árið 1995. Á henni voru lög við ljóð Tómas- ar Guðmundssonar, en á meðal söngvara voru Pálmi Gunnars- son, Björgvin Halldórsson og Ríó tríóið. Árið 2000 kom plata númer tvö, Fugl eftir fugl. Á henni voru ljóð eftir Tómas, Stein Steinarr og Kristján Eldjárn og Helgi Björns og Álftagerðisbræður á meðal flytjenda. Á nýju plötunni eru öll ljóðin eftir Kristján Hreinsson, en Raggi Bjarna, Eyþór Ingi, Margrét Eir, Friðrik Ómar, Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, Skapti Ólafsson o.fl. sjá um sönginn. Vilhjálmur Guðjónsson sér um útsetningar og upptökustjórn, en á meðal hljóð- færaleikara eru Pálmi Gunnars- son, Ásgeir Óskarsson og Jakob Frímann Magnússon. Þormar er ágætis lagahöfundur. Hann hefur sent lög í undankeppni Eurovision-keppninnar með all- góðum árangri. Eitt þeirra, Húsin hafa augu, komst í úrslit íslensku forkeppninnar árið 2007. Það er á disknum, sungið af Matta Matt. Það eru þrettán lög á Vegferð og þau eru yfirleitt ágætlega samin og flutt. Söngvarahópurinn er líka skemmtilega fjölbreyttur. Gömlu brýnin Raggi og Skapti skila sínu báðir með stæl og yngri söngkraft- arnir standa sig líka flestir ágæt- lega. Þetta er plata sem er búin til inn í fyrir fram afmarkað hólf. Það er ekki verið að sækja fram og kanna nýjar slóðir, heldur ein- faldlega að setja saman popplög við ljóð. Það er ekkert sem kemur á óvart á Vegferð, þetta hefur allt verið gert mörgum sinnum áður. Platan er samt ágæt fyrir það sem hún er, en sumstaðar mætti vera meiri metnaður í útsetningunum. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Lagasmiðurinn Þormar Ingimarsson með nýtt safn laga. Lunkinn lagahöfundur HJÓLUÐU Í ÞRJÁ DAGA Myndbandið við lag Retro Stefson Glow hefur vakið athygli en bræðurnir Unnsteinn og Logi þurftu að æfa sig áður en þeir náðu tökum á tvímenningshjólinu. ÁRA ER LEIKKONAN Kelly Preston í dag en tímamótunum fagnar hún eflaust ærlega með eiginmanni sínum John Travolta og börnum. 50 Leikarinn kynþokkafulli Colin Farrell er búinn að vera edrú frá árinu 2006 og segir lífið vera mun betra nú þegar hann er laus úr viðjum fíknarinnar. Farrell hafði drukkið og dópað upp á hvern einasta dag í átján ár þegar hann ákvað að breyta til hins betra og segist hann hafa grætt átta tíma í hvern dag núna, auk þess sem hann sé níu ára gömlum syni sínum án efa töluvert betri faðir. Á meðan sjarmörinn var sem dýpst sokkinn segist hann varla hafa sagt nokk- urn sannleika því lífið snerist um að ljúga að vinum og vandamönn- um. „Ef ég hafði borðað kjúkling og baunir í kvöldmatinn sagðist ég samt hafa borðað steik og kart- öflur. Ekki af neinni ástæðu, þetta var bara orðinn vani,“ sagði hann í viðtali. Dópaður í 18 ár SJARMÖR Colin er ánægður með að hafa hætt í ruglinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.