Fréttablaðið - 26.10.2012, Page 6

Fréttablaðið - 26.10.2012, Page 6
26. október 2012 FÖSTUDAGUR6 Smiðjuvegi 2 · Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár m Einbreitt - verð frá: 131.985 Tvíbreitt - verð frá: 228.488 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing Einbreitt rúm, verð frá: 11.724 k r. á mán. Tvíbreitt rúm, verð frá: 20.047 kr. á mán. 30 -5 0% A FS LÁ TT UR AF Ö LL UM R ÚM UM Draumey Íslenskt heilsurú m Einbreitt - verð frá: 70.224 Einbreitt rúm, verð frá: 6.397 k r. á mán. Tvíbreitt rúm, v erð frá: 11.497 kr. á mán. Classic Svæðaskipt heils urúm Einbreitt - verð frá: 190.049 Tvíbreitt - verð frá: 346.995 Allt að 61.129 kr. AFSLÁTTUR Einbreitt rúm, verð frá: 16.732 kr. á m án. Tvíbreitt rúm, verð frá: 30.268 kr. á m án. FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing Allt að 178.956 kr. AFSLÁTTUR Tvíbreitt - verð frá: 12 mánaða vaxtalaus greiðsludr ie fing 129.360 Svæðaskipt heils urú Draumur Allt að 111.423 kr. AFSLÁTTUR VEISTU SVARIÐ? STJÓRNMÁL Hanna Birna Krist- jánsdóttir nýtur langmests fylgis stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins til að leiða annan hvorn lista flokksins í alþingiskosning- unum á næsta ári. Þetta er niðurstaða könnunar sem MMR gerði fyrir Viðskipta- blaðið. Samkvæmt könnuninni vilja 76,2% stuðnings- manna flokks- ins að Hanna Birna leiði annan listann, 10% nefna Illuga Gunn- arsson og 7,6% Guðlaug Þór Þórðarson. Um 1% nefndi Birgi Ármannsson. 25,9% aðspurðra vildu engan kostinn. Þegar spurt var hver fólk vildi að leiddi listann í hinu Reykjavíkurkjördæminu var Illugi efstur með 28,9% og Guðlaugur í öðru sæti með 21%. - sh JARÐHRÆRINGAR „Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað,“ segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögreglu- þjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðviku- dag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undan förnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum,“ segir Páll Einarsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvöru- mál þegar þetta kerfi fer af stað.“ Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síð- ustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síð- ustu helgi var á vesturenda misgeng- isins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með.“ Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurn- ing hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku,“ segir Páll. birgirh@frettabladid.is Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta Viðbragðskerfi Almannavarna virkjað við Skjálfanda vegna yfirvofandi jarðskjálfta. Almannavarnir ganga í hús og brýna fyrir fólki að undirbúa sig. Óvissan um framhaldið heldur jarðfræðingum á tánum. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Vinsælust í efsta sætið: Hanna Birna langvinsælust STJÓRNMÁL Alls 85% Akureyringa vilja að Höskuldur Þórhallsson leiði Framsóknarflokkinn í kjör- dæminu. 15% vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Þetta eru niðurstöður úr Gal- lup-könnun sem gerð var meðal rúmlega þúsund íbúa á Akur- eyri og í nágrenni. Alls svöruðu 699 spurningunni. Frá þessu er greint í blaðinu Vikudegi. Þar er sagt að stuðningsmenn Höskulds fagni könnuninni, en stuðnings- menn Sigmundar segi óeðlilegt að kanna fylgið á afmörkuðu svæði í kjördæminu. Eins og Frétta- blaðið greindi frá í gær er búist við deilum um hvernig valið verður á lista í kjördæminu, en kjördæmis- þing ákveður það um helgina. - þeb Könnun um fylgi á Akureyri: Akureyringar vilja Höskuld 1. Um hvað takast framsóknar- menn á kjördæmisþingi á Norð- austurlandi á um helgina? 2. Hvernig mengun hefur greinst í Elliðavatni? 3. Af hverju var lögð lykkja á göngustíg við Vesturlandsveg? SVÖRIN „Fyrstu viðbrögðin voru að kynna fræðsluefni um jarðskjálfta í öllum skólum og stærri stofnunum hérna. Menn voru beðnir um að yfirfara viðbragðsáætlanir hjá sér,“ segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögreglu- þjónn á Húsavík. „Flestar stofnanir eins og dvalarheimili aldraðra og sjúkrahús eiga sínar viðbragðsáætlanir um húsrýmingar og slíkt.“ Síðdegis í gær var forvarnarbæklingur prentaður og honum dreift á svæðinu sem skilgreint hefur verið sem hættusvæði. Húsavíkurbær og sveitabæir við Skjálfandaflóa eru innan þess svæðis. „Sveitunum hérna var skipt niður í svæði og félagasamtök voru fengin til þess að ganga í hús, dreifa bæklingnum, banka upp á og spjalla aðeins við fólk,“ segir Sigurður. „Það er forvörn svo að fólk líti í sitt nærum- hverfi, til sinna nánustu og búi sig undir að lágmarka tjón.“ Óvissustigið er undirbúningur „Litlir skjálftar losa ekki um mikla spennu. Spennan hleðst upp vegna þess að flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að spennan sé alltaf að hlaðast upp á milli Ameríkuflekans og Evrasíuflekans. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku.“ Spennan magnast KRAFLA Megineldstöðin Krafla gaus síðast árið 1984. Grímsey SKJÁLFANDI ÖXARFJÖRÐUR GJÖGUR TJÖRNES MELRAKKASLÉTTA Kolbeinseyjar- hryggur Norðurgos- beltið Flatey Húsavík Sú gerð flekamóta þegar flekarnir færast í sína áttina hvor, samsíða hvor öðrum. Sniðgengi Ameríkuflekinn og Evrasíu- flekinn eru að færast í sundur. Þess konar fleka- mót eru kölluð siggengi. Siggengi Flekaskil á Íslandi Húsavíkur-Flateyjar beltið Dalvíkurbeltið Grímseyjarbeltið Flekaskilin nyrðra 1. Um leiðir til að velja á framboðslista. 2. Saurmengun langt yfir mörkum. 3. Til að raska ekki ró álfa í Grásteini. TJÖRNESBROTABELTIÐ er þver- brotabelti sem tengir saman Norður- gosbeltið og Kolbeinseyjarhrygg. Það er samsett úr þremur skjálftabeltum með norðvestlæga stefnu. ■ Grímseyjarbeltið ■ Húsavíkur-Flateyjar beltið ■ Dalvíkurbeltið Reykjaneshryggur Kolbeinseyjarhryggur Norðurgos- beltið Skjálftavirknin hefur mest verið vestast á Húsavíkur-Flateyjar beltinu undanfarna daga. Virknin hefur svo færst austar eftir sama belti. ALÞINGI Skerðingar á greiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega ganga ekki til baka nema í tengslum við heildarendurskoðun á almanna- tryggingakerfinu. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í gær. Birgir Þórarinsson, varaþing- maður Framsóknarflokks fyrir Sigurð Inga Þórhallsson, spurði hvenær þess væri að vænta að afnumin yrðu bráðabirgðaákvæði um að taka lífeyris skerði bætur almannatryggingar. Hann benti á að þótt tekjutenging skerðingar hefði ekki áhrif nema ef lífeyris- greiðslur væru yfir 200 þús- und krónum á mánuði, þá væri þarna um að tefla upphæðir sem hefðu veru- leg áhrif á kjör margra eldri borgara. Þeir hefðu í hruninu orðið fyrir meiri kjaraskerðingu en margir aðrir hópar. Guðbjartur benti á að endur- skoðun væri í gangi og hluti af því sem menn vildu ná fram væri að ávinningurinn af því að hafa greitt í lífeyrissjóð skilaði sér til eldri borgara og öryrkja. „Við deilum ekki um það að það á að sjálfsögðu að tryggja að lækkanir til eldri borgara gangi til baka,“ sagði hann og kvað hug myndirnar um breytingar á almannatryggingakerfinu ganga út á að ávinningurinn af líf- eyrissjóðunum yrði sýnilegur. „Hvenær þetta gengur til baka hangir saman við heildarendur- skoðunina.“ - óká Skerðing vegna lífeyris tekin fyrir í heildarendurskoðun á kerfi almannatrygginga: Lækkanir eiga að ganga til baka BIRGIR ÞÓRARINSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaup- þings í Lúxemborg, til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna sem hann fékk að láni til að kaupa hlutabréf í bankanum. Persónuleg ábyrgð af lánum til starfsmanna vegna slíkra hlutabréfakaupa var felld niður af stjórn bankans skömmu fyrir hrun en slitastjórnin ákvað að rifta þeirri niðurfellingu og dómstólar hafa fallist á að sú ákvörðun hafi verið réttmæt. - sh Hæstiréttur staðfestir dóm: Þarf að borga 717 milljónir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.