Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 10
26. október 2012 FÖSTUDAGUR10 Umboðsmenn FRÉTTASKÝRING: Hlutafjárútboð í Eimskip Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Stóru lífeyrissjóðirnir tveir sem neituðu að kaupa í Eim- skip vegna kauprétta keyptu báðir í Högum í fyrra, þrátt fyrir að stjórnendur Haga hefðu fengið kauprétti. Umfangið skiptir máli, segir framkvæmdastjóri LSR. Virði kauprétta í Eimskip allt að tveir milljarðar. Stóru lífeyrissjóðirnir tveir, Líf- eyris sjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi, sem neituðu að kaupa hluti í Eimskip vegna kaup- réttarsamninga stjórnenda félags- ins keyptu mest allra í Högum þegar það félag fór á markað í desemb- er. Fimm stjórnendur Haga fengu 1,4 prósenta hlut í félaginu endur- gjaldslaust frá Arion banka áður en Hagar voru skráðir á markað. Virði þess hlutar, miðað við gengi Haga í dag, er um 338 milljónir króna. Það hefur tvöfaldast frá því stjórnend- urnir fimm fengu hlutina. Þeir voru einungis bundnir til að eiga bréfin fram á mitt þetta ár. Stjórnendur Eimskips ákváðu í gær að falla frá kaupréttum sínum í kjölfar þeirrar miklu óánægju sem reis upp vegna veitingar þeirra. Gríðarlegar fjárhæðir Kaupréttarkerfið sem Eimskip setti af stað á árunum 2010 og 2011 fyrir lykilstjórnendur sína var vissulega mun umfangsmeira en það sem er í gildi hjá Högum. Alls er búið að veita kauprétti sem jafngilda 4,38 prósentum af heildarhlutafé og höfðu stjórnendurnir þegar áunnið sér alls 1,9 prósenta hlut. Virði þess hlutar sem stjórnendurnir höfðu fengið veitta kauprétti að er 1,7 til 1,9 milljarðar króna miðað við útboðsgengið en stjórnendurnir áttu að fá tugprósenta afslátt á bréfunum. Fimm stjórnendur Haga fengu til samanburðar 1,4 prósenta hlut gef- ins frá Arion banka, sem hafði áður yfirtekið félagið, áður en Hagar voru skráðir á markað. Tveir þeirra, þeir Finnur Árnason forstjóri og Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, voru á meðal þriggja stjórnenda sem höfðu áður selt hluti í Högum til félagsins sjálfs á rúmlega einn milljarð króna. Þetta átti sér stað á árunum 2008 og 2009. Þeir fengu því gefins hlutabréf í félagi sem þeir höfðu selt bréf í með miklum hagnaði skömmu áður. Umfangið skiptir máli Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR, segir að sjóð- urinn hafi fjallað um kaup í Eim- skip á þeim forsendum sem voru til staðar í kynningu á bréfunum. „Við ákváðum að taka ekki þátt annars vegar vegna þess að okkur fannst verðið vera fullhátt og hins vegar út af kaupréttarsamningunum.“ Aðspurður um ástæður þess að LSR ákvað að fjárfesta í Högum en ekki Eimskip, þrátt fyrir að kaupréttir stjórnenda hefðu verið fyrir hendi í báðum tilvikum, segir Haukur það metið í hverju tilviki fyrir sig hvort keypt sé eða ekki. „Í tilviki Eimskips fannst okkur kaup- réttarsamningarnir vera komnir út fyrir öll eðlileg mörk. Við höfum ekki sagt að kaupréttarsamningar séu eitthvað sem við vildum alls ekki hafa. Það er umfang þeirra í þessu tilviki sem við töldum vera komið út fyrir öll eðlileg mörk.“ Fagna ákvörðuninni Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti fjórtán prósenta hlut í Eim- skip í júlí síðastliðnum á 5,7 millj- arða króna. Sjóðurinn hefur þegar hagnast töluvert á viðskiptunum ef miðað er við útboðsgengið, en alls á hann 14,6 prósenta hlut. Í yfirlýs- ingu í gær sagðist sjóðurinn ekki hafa átt aðild að stjórn Eimskips þegar ákvarðanir voru teknar um kaupréttina. Helgi Magnússon, stjórnarfor- maður Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, segist fagna því að hætt hafi verið við kaupréttina. „Ég tel að þessi ákvörðun verði til góðs fyrir félagið. Það er mjög mikilvægt að góður friður og sátt ríki um Eim- skip milli stjórnenda og markaðar- ins. Þessi ákvörðun er til þess fallin að auka sátt og traust á milli aðila.“ Kaupréttir Eimskips voru of háir EIMSKIP Kaupréttarsamningar sem veittir voru æðstu stjórnendum Eimskips áttu þátt í því að tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins tóku ekki þátt í útboði á hlutabréfum fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þrátt fyrir að bæði LSR og Gildi, sem eru tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins, hafi ákveðið að taka ekki þátt í hlutafjárútboði Eimskips var umframeftirspurn eftir bréfunum. Alls bauðst völdum fagfjárfestum, að mestu lífeyris- sjóðum, að kaupa 20 prósenta hlut. Tilboðum var tekið fyrir 8,3 milljarða króna á verðinu 208 krónur, sem er mjög nálægt lægri mörkum útboðsgengisins. Á þriðjudag mun síðan hefjast almennt útboð þar sem almenningi gefst kostur á að skrá sig fyrir alls fimm prósenta hlut á sama gengi og var í útboðinu sem lauk í gær. Umframeftirspurn en gengið nálægt lægri mörkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.