Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 18
18 26. október 2012 FÖSTUDAGUR Höfundur Staksteina Morgunblaðsins 24. október velur að hreyta ónotum í Samtök iðnaðarins vegna áralangrar stefnu samtakanna í Evrópumálum en SI sér ekki bjarta framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf og þjóðlíf með íslenskri krónu og gjald- eyris höftum. Ég hef átt sæti í stjórn SI í 12 ár, þar af síðustu sex árin sem for- maður þar til fyrr á þessu ári. Því hef ég átt aðild að ákvörðunum um herferðir SI undir kjörorð- unum Veljum íslenskt og Íslenskt, já takk. Tilgangur þeirra hefur verið að styrkja íslenskan iðnað, efla atvinnu og auka hagvöxt. Nú er svipuð herferð í gangi hjá Frökkum, þeirra iðnaði til fram- dráttar. Hún hefur valdið ólund hjá Staksteinahöfundi sem dylgjar af því tilefni um að SI hafi reynt að „heilaþvo“ félagsmenn sína. Einnig segir að forystumenn þessara sam- taka hafi eytt „óheyrilegum fjármunum“ í herferðir til að sannfæra landsmenn um nauðsyn þess að gengið verði í ESB. Mér er til efs að höfundur Staksteina hafi vitneskju um útgjöld SI vegna ein- stakra verkefna. Þá er það háð mati hvenær fjárhæðir teljast „óheyrilegar“ og hvenær ekki. Ég er sannfærður um að SI hefur ekki varið „óheyrilegum fjármunum“ vegna Evrópuumræðunnar. Það er hins vegar skoðun mín að eig- endur Morgunblaðsins hafi varið „óheyrilegum fjármunum“ í að standa undir taprekstri blaðsins hin síðari ár eftir að fyrirtækið endurholdgaðist með stór felldum niðurfellingum skulda þegar nýir eigendur komu að blaðinu. Margir halda því fram að þeir hafi allt aðra sýn á Evrópumálin en t.d. Samtök iðnaðarins hafa, enda tengjast þeir flestir sjávarútvegi. Ég er einn af þessum 30 þúsund kaupendum Morgunblaðsins sem fá blaðið í hendur sex daga vik- unnar þar sem nær hvern dag er haldið fram stífri andstöðu við Evrópu með öllum tiltækum ráðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að líkja and-Evrópu-trúboði Morgunblaðsins við „heilaþvott“ en öllum má vera ljóst að verið er að þjóna hagsmunum þeirra sem verja „óheyrilegum fjármunum“ í að standa undir rekstrartapi blaðsins. Mér er til efs að höfundur Staksteina hafi vitneskju um útgjöld SI vegna einstakra verkefna. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Staksteinum kastað úr glerhúsi Evrópumál Helgi Magnússon framkvæmdastjóri og fv. formaður SI KRINGLUNNI OG KAUPTÚNI – WWW.TEKK.IS NOEL – JÓLAILMURINN 2012 FRÁ CRABTREE& EVELYN KOMINN H uginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann lýsir efa- semdum um virkni innstæðutryggingakerfis. Þar segir hann að „til framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður Tryggingarsjóð innstæðueigenda“. Hann tengir þessa skoðun sína síðan við umræðuna um aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabanka og segir þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði séu tryggð. Á sama tíma verði ábyrgð ríkis- sjóðs á bankakerfinu afnumin fyrir fullt og allt. Að lokum stingur Huginn upp á því að þær upphæðir sem bankar borga í Tryggingarsjóðinn í dag renni til ríkisins til að mæta „þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahags- undrið hrundi“. Grein Hugins er ítarlegri útfærsla á sambærilegri hugmynd sem ráðherrann hans setti fram í grein í Financial Times fyrir skemmstu. Með þessum skrifum lýsa skoðanabræðurnir sýn sem er sprottin upp úr þeim neyðarað- gerðum sem Íslendingar gripu til við fall bankanna og reynslu þeirra af því að glíma við Icesave-málið alla tíð síðan. Þótt hugmyndin sé ágætt innlegg í umræðuna þá hefur hún aug- ljósa galla. Það eru líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu. Það má ekki gerast aftur að mikilmennskubrjálæði sjálfvottaðra fjármálasnillinga sendi heilt hagkerfi á efnahagslega gjörgæsludeild. Það á enginn að vera of feitur til að falla. En leiðin að þessu markmiði er ekki sú að grípa til sérlausna fyrir Ísland. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangs- tryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara. Það mun aftur leiða til þess að vextir á lánum til einstaklinga og fyrir- tækja verða dýrari. Sem leiðir til þess að stærstu fyrirtæki landsins, sem flest kjósa að gera upp í annarri mynt en krónu, færa viðskipti sín til erlendra banka. Þessi leið myndi vissulega leysa spurninguna um aðskilnað milli fjárfestinga- og viðskiptabanka vegna þess að fjár- festingabankastarfsemin myndi líkast til flytjast að fullu frá landinu. Það myndi draga úr hagvexti. Og koll af kolli. Þá vaknar líka spurning um hvernig alger forgangur innstæðu- eigenda ætti að ríma við sértryggðar skuldabréfaútgáfur sem tveir stóru bankanna hafa þegar ráðist í og sá þriðji bíður eftir leyfi fyrir. Í þeim eru ákveðin söfn húsnæðislána sett sem tryggingar. Mun for- gangur innstæðueigenda trompa rétt kaupenda þeirra bréfa? Það vakna líka spurningar um hvað ætti að gera með það fé sem hefur verið greitt í fyrirhugað tryggingainnstæðukerfi. Er í lagi að rukka inn undir ákveðnum formerkjum, falla síðan frá þeim en hirða féð? Er tilhneiging Íslands til að breyta reglunum eftir á ekki lengur bundin við neyðarástand heldur orðin einhvers konar áskilinn réttur ráðamanna? Hugmyndin um forgang innstæðueigenda er ágæt, sérstaklega í ljósi þeirrar reynslu sem Íslendingar hafa gengið í gegnum. En hún þyrfti að vera framkvæmd í sátt og samstarfi við alþjóðasamfélagið. Annað myndi einangra Ísland og valda þjóðinni skaða. Forgangstrygging á innstæðum hefur vankanta: Leið að einangrun Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Eitthvað klikkaði Fáir Íslendingar hafa meiri áhuga á lýðræðinu en Ólafur Ragnar Gríms- son. Undanfarin ár, þegar eitthvað lýðræðislegt hefur verið á seyði í þjóðfélaginu, til dæmis þjóðarat- kvæðagreiðslur, hefur forsetinn verið tíður gestur í fjölmiðlum, innlendum og ekki síður erlendum, og talað þar um mikilvægi þess að þjóðarviljinn nái fram að ganga. Nú er nýafstaðin þjóðaratkvæðagreiðsla, en Ólafur Ragnar hefur sig hvergi bært. Hér hefur eitthvað klikkað, annað- hvort fjölmiðlarnir heima og heiman eða PR-menn forsetans. Nóg að gera Það er reyndar ekki svo að skilja að forsetinn hafi setið auðum höndum. Liðna viku hefur hann fundað mjög stíft með rússneskum, finnskum og kanadískum ráðamönnum um mál- efni norðurslóða. Svo hefur hann líka hitt að máli menn frá Indlandi og Papúu Nýju-Gíneu og rætt við þá um orkumál. Stundum þarf lýðræðis- talið bara undan að láta. Hresst Björn Valur Gíslason talar enga tæpitungu í viðtali við Herðubreið. Ögmund skortir leiðtogahæfileika, Ásmundur, Lilja og Atli kiknuðu undan álagi og sýndu óábyrgð með því að yfirgefa Vinstri græn, Sam- fylkingin var „á hraðri leið til helvítis“ áður en hún komst í hlýjan faðm VG. Þetta er skemmtileg söguskoðun og ekki oft sem menn tala jafnopinskátt um vandamál í eigin flokki og stjórnarsamstarfi. Hvað sem er hæft í öllu saman. stigur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.