Fréttablaðið - 26.10.2012, Side 27
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN.
Þar heimsækir hann marga af færustu
kokkum landsins og fær þá til að elda
ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi. Í dag
lítur Úlfar við hjá Jakobi H. Magnússyni,
matreiðslumeistara á veitingahúsinu
Horninu. Jakob er líka meðlimur í Bocuse
d‘Or-akademíunni. Hér færir hann okkur
uppskrift að kjúklingabringum fylltum
með basil, furuhnetum og sólþurrkuðum
tómötum bornum fram með rísottói.
Hægt er að fylgjast með Jakobi elda
þennan girnilega rétt í kvöld klukkan
20.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir
verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig
er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN,
inntv.is. Næstu föstudaga heimsækir Úlfar
fleiri matreiðslumeistara.
ELDAÐ MEÐ HOLTA
HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með
Holta á ÍNN. Á næstunni mun hann heimsækja færustu kokka landsins og fá
þá til að elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
Kjúklingabringur
Vænar kjúklingabringur
Brúskur af ferskum basillaufum
Furuhnetur
Sólþurrkaðir tómatar
Jómfrúarólífuolía
Salt og pipar
Setjið hnetur, basil og sólþurrkaða tómata ásamt smá
salti og pipar í matvinnsluvél. Bætið smávegis af ólífuolíu
út í en varist að maukið verði of blautt. Skerið vasa í
bringurnar og smyrjið maukinu vandlega inn í. Steikið
bringurnar í smjöri og ólífuolíu á pönnu. Ef þær eru
þykkar er gott að setja þær í 180 gráðu heitan ofn í um 5
mínútur svo þær steikist í gegn.
Rísottó
1/2 kg arborio-grjón
1 lítri kjúklingasoð (vatn og kjúklingakraftur)
1 laukur smátt saxaður
50 ml matarolía
1 tsk. timían
Hitið vatnið og setjið kjúklingakraftinn út í. Svitið laukinn
í olíunni og setjið svo grjónin í ásamt timían. Hellið
soðinu smátt og smátt og hrærið stöðugt í á meðan þar
til grjónin eru tilbúin. Maukið niðursoðna tómata, setjið í
rísottóið, smakkið til með salti, pipar og parmesanosti.
Setjið rísottó á miðjan diskinn, skáskerið bringurnar svo
fyllingin sjáist vel og setjið ofan á.
KJÚKLINGABRINGA FYLLT MEÐ SÓLÞURRK-
UÐUM TÓMÖTUM, FURUHNETUM OG BASIL
NÝ PLATA FRÁ VALDIMAR
Hljómsveitin Valdimar hefur verið afar vinsæl. Hún
heldur tvenna tónleika á Græna hattinum, Akureyri,
annað kvöld kl. 20 og 23. Þar kynnir hljóm sveitin
nýja plötu sína, Um stund, sem aðdáendur
hennar hafa beðið eftir.
TVEIR GÓÐIR
Úlfar og Jakob á Horninu.
KJÖLFESTA Á HEIMILUM
ÍSLENDINGA Í ÁRATUGI
Uppskrift að
heilsurétti?
Vörulisti er á vefnum www.ef.is
renna til Krabbameinsfélagsins.
hrærivél
10.000 kr. af hverri seldri bleikri