Fréttablaðið - 26.10.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 26.10.2012, Síða 36
6 • LÍFIÐ 26. OKTÓBER 2012 VALDÍS KONRÁÐSDÓTTIR ALDUR? 34 ára STARF? Leiðbeinandi í Krikaskóla. HJÚSKAPARSTAÐA? Ég er gift Ellerti Jóni Þórarinssyni, hann er golfvallar- fræðingur á Brautarholti. BÖRN? Við eigum þrjár dætur, Hildi Maríu 13 ára, Katrínu Agnesi 11 ára og Kamillu Aldísi 5 ára. HVAÐAN ERTU? Fyrstu árin mín bjó ég í Hrísey og flutti svo þaðan til Akur- eyrar þar sem að ég ólst upp. FORELDRAR? Konráð Þ. Alfreðsson og Agnes Guðnadóttir og eru þau búsett á Akureyri. SYSTKINI? Ég á tvö eldri systkini, þau Guðna og Láru. BÚSETA? Eftir fimm ára búsetu í Nor- egi fluttum við heim árið 2008 og þá í Mosfellsbæinn þar sem við erum bú- sett núna og líður okkur afar vel þar. Móðir Valdísar, Agnes Guðna dóttir, greindist með brjóstakrabbamein árið 1997, þá fjörutíu og fimm ára gömul. Fór hún í kjölfarið í fleygskurð og geislameðferð með ágætum ár- angri. Ellefu árum síðar greindist hún á ný og var þá brjóstið fjar- lægt. Móðir hennar og amma Val- dísar, Anna Bergþórsdóttir, lést úr þessum sama sjúkdómi í mars 1997. „Systkini hennar voru þá bæði látin úr krabbameini. Bróðurdóttir ömmu var aðeins 31 árs og ólétt þegar hún greindist með brjóstakrabbamein og hóf hún baráttu sína gegn sjúk- dómnum daginn eftir fæðingu barns síns og hélt þeirri baráttu stanslaust áfram í sjö ár eða þar til hún lést árið 1998, aðeins 38 ára gömul.“ Vissi ekki að krabbamein gæti verið genatengt Valdís hafði verið búsett í Noregi ásamt fjölskyldu sinni en flutti heim árið 2008, eða þegar móðir hennar greindist í annað sinn. „Á þessum tíma fór ég að velta fyrir mér hvort ég, þá orðin þrítug, ætti eða gæti verið í auknu eftirliti miðað við fjöl- skyldusöguna. Ég hringdi á Leitar- stöðina og þá var mér bent á að tala við Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráð- gjafa hjá Landspítalanum. Þarna vissi ég ekki að krabbamein gæti verið genatengt.“ Valdís fór í viðtal til Vig dísar sem og Óskars Þórs Jóhanns sonar krabbameinslæknis, þar sem ættar- saga hennar var rakin. Í kjöl farið kom móðir hennar suður og fór í viðtal og blóðprufu. Blóðrannsókn sýndi að hún væri BRCA2-arfberi. „Þær konur sem eru með BRCA2- erfðavísi eru líklegri til að fá brjósta- krabbamein á lífsleiðinni og einnig eggjastokkakrabbamein (þó fer það svolítið eftir fjölskyldum). Hjá karl- mönnum er hættan á krabbameini í brisi eða í blöðruhálskirtli. Fimmtíu prósenta líkur eru á því að þetta gen erfist til barna hvort sem er um konu eða karl að ræða. Síðustu ár hef ég heyrt ýmsar prósentutölur eða allt frá sextíu og upp í níutíu prósent auknar líkur á brjóstakrabbameini.“ Áfallið „Strax eftir að mamma var búin að greinast með breytt BRCA2-gen var sent bréf til allrar móðurættar- innar. Þar á meðal til þriggja systra mömmu og til okkar systkinanna. Svo heppilega vildi til að enginn annar greindist með BRCA2-breyt- ingu nema mamma og ég. Þetta var vissulega áfall en innst inni vissi ég þetta einhvern veginn. Eftir grein- inguna tók við aukið eftirlit, mynda- tökur og blóðprufur. Það reyndi mikið á bæði mig og alla í kringum mig að fara í myndatöku á sex mán-Mæðgurnar Agnes og Valdís á góðri stundu. Valdís rétt eftir aðgerðina, en hún lá í fimm daga á spítala. LÉT FJARLÆGJA BRJÓSTIN AF ÓTTA VIÐ KRABBAMEIN Ég fæ illt í hjartað þegar ég hugsa til þess að hún sé með ólæknandi krabbamein. Hún er svo ótrúlega sterk og dugleg. október á hverju ári snýr þjóðin bökum saman og sýnir konum þessa lands sem háð hafa baráttu við brjósta- krabbamein stuðning og minnist þeirra sem sjúkdómurinn hefur fellt ásamt því að auka vitund kvenna almennt um sjúkdóminn. Innlegg Lífsins er saga hinnar hugrökku Valdísar Konráðsdóttur en hún tók örlögin í eigin hendur ef svo má segja og fór í mikla forvarnaaðgerð þar sem löng og mikil saga um krabbamein er í fjölskyldunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.