Fréttablaðið - 26.10.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 26.10.2012, Síða 42
150 ára afmæli Bacardi var fagnað á skemmti- staðnum B5 á laugar- daginn þar sem enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson hélt uppi stuðinu fram á rauða- nótt. PÁLL ÓSKAR PARTÍPINNI Þórdís Þorleifsdóttir eigandi og hönnuður Mystuff.is, sem framleiðir og hannar dásamleg kerti sem slegið hafa í gegn, gefur uppskrift að kjúklingarétti fyrir fjóra. „Ég rakst á þessa dásamlegu kjúklingauppskrift á síðunni Sillu matur.blogspot.com og hún sló rækilega í gegn á heimilinu. Kókoskjúklingur með sætkar- töflusalati, algjört sælgæti!“ segir Þórdís. Kjúklingaréttur fyrir 4 1 heill kjúklingur 3 msk. kókosmjöl 3 msk. saxaðar möndlur 1 msk. fiskisósa 1/2 dl ólífuolía 3 msk. sítrónusafi Handfylli ferskt kóríander, saxað 2 msk. gott fljótandi hunang 1 tsk. túrmerik 2 hvítlauksrif, kramin eða rifin salt og pipar Marineringin blönduð saman og hún smurð á kjúk- linginn. Gott að láta marinerast í klukkustund. Hitið ofninn í 180°C og eldið neðarlega í 40-50 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er safaríkur og al- gjörlega tilbúinn. Sósan 4 msk. ólífuolía 2 msk. gott fljótandi hunang 1 msk. balsamik-edik 1 msk. sítrónusafi 2 msk. appelsínusafi 2 cm bútur af engifer, fínt rifið ½ tsk. kanill Pínulítið salt Skerið sætu kartöflurnar í um það bil munnbita og setjið á ofnplötu með ólífuolíu, salti og pipar. Bakið við 180°C í 30 mín- útur. Blandið öllu saman sem á að fara í sósuna og hellið henni yfir kartöflurnar þegar þær koma blússandi heitar út úr ofninum. Bætið hinu hráefninu saman við og berið fram volgt. Sjá fleiri myndir á visir.is/lifid EDIT ÓMARSDÓTTIR Ljósmynda og lífsstílsbloggari á www.edit.is “Eftir námið hef ég fengið fjölda verkefna ásamt fjölmiðlaumfjöllun og fengið myndir birtar m.a í Nýju Lífi. Ég mæli hiklaust með ljósmyndanáminu hjá Fashion Academy Reykjavík” STEINUNN EDDA STEINGRÍMSDÓTTIR Förðunarfræðingur, verslunarstjóri Make Up Store og bloggari á M.Blog “Námið í Fashion Academy Reykjavík er frábær stökkpallur út í tískuheiminn. Ég myndi ekki skipta á þessari reynslu fyrir neitt annað!“ MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR Sjáfstætt starfandi stílisti “Að námi loknu hef ég fengið fullt af ótrúlega spennandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum; myndatökur fyrir hönnuði, hljómsveitir, tímarit, auglýsingar, tískusýningar og persónulega stíliseringu.” NÆSTU NÁMSKEIÐ BYRJA 5. NÓVEMBER Fashion Academy Reykjavík býður upp á 2 mánaða masternámskeið í eftirfarandi greinum. MÓDELNÁMSKEIÐ FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ STÍLISTANÁMSKEIÐ TÍSKULJÓSMYNDUN Námskeiðin eru kennd samhliða og er rík áhersla lögð á samvinnu milli deilda og að nemendur vinni að raunverulegum og lifandi verkefnum. UMSAGNIR ÚTSKRIFAÐRA NEMENDA facebook.com/fashionacademyreykjavik www.fashionacademy.is Ármúla 21, 108 Reykjavík Sími 571 51 51

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.