Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 26.10.2012, Qupperneq 52
26. október 2012 FÖSTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Bækur ★★★ ★★ Ár kattarins Árni Þórarinsson JPV-útgáfa Hvar er glæpurinn? Ár kattarins er áttunda bók Árna Þórarinssonar um blaðamanninn Einar sem vinnur á Síðdegisblaðinu og flækist inn í glæpamál af öllum toga. Hún er þráðbeint framhald af Morgunengli, sem kom út 2010, og tekur upp þráðinn að því er virðist örfáum dögum eftir að Morgunengli lýkur. Einar er kominn aftur í borgina eftir vertíð á Akureyri, býr í sínum kjallara í Þingholtunum enn edrú og enn í veseni með kvenfólkið í lífi sínu. Nú bregður þó svo við að honum taka að berast klámfengin sms-skilaboð frá karlmanni, hann flækist inn í dauða homma og lesbíu sem í fyrstu virðist sameiginlegt sjálfsmorð og skikkar Sigurbjörgu sam- starfskonu sína, sem er nýjasta konan í lífi hans, til að kanna bakgrunn árásar í biðröð við skemmtistað. Á sama tíma eru sviptingar á Síðdegisblaðinu þar sem barist er um eignarhald og ofan á allt saman flækist hann inn í átök um formannssæti í Jafnaðarbandalaginu, þar sem hver skandallinn eftir annan skýtur upp kollinum. Það er ekki auðlifað hjá honum Einsa. Árni er óragur við að velta upp þeim vandamálum sem hæst ber í sam- tímanum á hverjum tíma og Ár kattarins er engin undantekning frá þeirri reglu. Hér er skotið föstum skotum á spillingu í stjórnmálaflokkum, óhreint eignarhald á fjölmiðlum, yfirborðslega umfjöllun um ofbeldið í miðbænum, hómófóbíu og slúðurmiðla. Að vanda tengist meginglæpur sögunnar einnig þjóðsögulegu efni og skorturinn á einkalífi á tímum tækniundra kemur líka við sögu. Einar virðist sjálfur hafa gengið í endurnýjun lífdaga, virkar ekki lengur á skjön við samtímann og nátttröllin á ritstjórn Síðdegisblaðsins, þeir Hannes, Ásbjörn og Hermann, verða hér nánast mannlegir og tala ekki lengur í eintómum úr sér gengnum klisjum, þótt vissulega eimi eftir af þeim karaktereinkennum. Sumum mun jafnvel þykja hér of langt gengið í skothríðinni, það er að minnsta kosti dálítið nærri höggvið að krónprinsinn í formannsslag Jafnaðarbandalagsins skuli heita Smári Páll Kárason, svo dæmi sé tekið. Sagan er vel fléttuð og Árni hefur fullt vald á öllum þeim boltum sem hann fleygir á loft. Spennan liggur fyrst og fremst í samskiptum persónanna, lesandinn brennur ekkert í skinninu að komast að því hverjir frömdu glæpina, enda eitt af viðfangsefnum bókarinnar að velta upp spurningum um það hvað teljist glæpur og hvað ekki í þessu samfélagi spillingar og framapots. Þær spurningar eru margar mjög umhugsunarverðar og í heild er Ár kattarins best lukkaða bók Árna síðan Tími nornarinnar kom út. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Óvægin samfélagsádeila og óþægilegar spurningar í vel flétt- aðri spennusögu sem kemur við kaun lesandans. NÝJAR KILJUR Herbergi er átakanleg skáldsaga um grimmd og örvæntingu en líka ljúfur, fyndinn og ómótstæðilegur vitnisburður um takmarkalausa ást. Voveiflegir atburðir taka að gerast á stúlknaheimili í Svíþjóð. Á dimmu haustkvöldi finnst ein stúlknanna myrt í undarlegri stellingu, og skömmu síðar gæslukona. 2.299,- KYNNINGAR- VERÐ 2.699,- 2.399,- KYNNINGAR- VERÐ 2.999,- Gildir til 4. nóvember eða á meðan birgðir endast. Hlaupið í skarðið mun hin nýja bók J. K. Rowling, höfundar Harry Potter-bókanna, heita á íslensku. Á frummálinu heitir bókin The Casual Vacancy. Efnt var til samkeppni um íslenskan titil og bárust um 200 tillögur. Hlutskörpust varð tillaga Smára Pálmarssonar sögusmiðs. Honum var reyndar alls ókunnugt um þá upphefð þegar blaðamaður hringdi í hann og óskaði honum til hamingju. „Ha? Hvað ertu að segja?“ voru hans fyrstu viðbrögð. „Ég skellti einni uppástungu undir mínu nafni en var ekki búinn að sjá eða heyra neitt meira.“ Hvernig datt þér þetta nafn í hug? „Ég las bara lýsingu á efni bókarinnar og fannst Hlaupið í skarðið hljóma skemmtilega, það er líka vísun í leik og mér virtist söguefnið vera alvarleg útgáfa af þessum leik,“ svarar hann. Ertu mikið í því að taka þátt í svona leikjum og láta þér detta eitthvað sniðugt í hug? „Nei, ég hef svo sem ekki verið mikið að taka þátt í svona leikjum en ég stunda það að búa til skemmtilegar og hnitmiðaðar setn- ingar, það er hluti af þeirri vinnu minni að skrifa,“ segir Smári sem kveðst hafa fengið hugmyndina við stofuborðið. Beðinn um mynd af sér við þetta umrædda borð hlær Smári og segir það nú varla nógu snyrtilegt. En er hann nokkuð á förum út? „Ja, ég ætlaði reyndar að skreppa með bók í prentun í Odda núna síðdegis.“ Hvað heitir hún? Hún heitir Vampíra og er teiknimyndasaga.“ - gun Smári átti sigurnafn á sögu J.K. Rowling Bastarðar nefnist nýjasta stykkið úr smiðju Vestur- ports sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Verkið er unnið í samvinnu við þrjú nor- ræn leikhús og hefur hlotið mikið lof í Svíþjóð og Dan- mörku. Leikritið Bastarðar eftir þá Gísla Örn Garðarsson, sem jafnframt leikstýrir, og Bandaríkja manninn Richard LaGravenese er samstarfs- verkefni Vesturports, Borgar- leikhússins Malmö Statsteater og Teater Far302 í Kaupmannahöfn. Verkið var forsýnt með íslenskum, sænskum og dönskum leikurum á Listahátíð í vor og svo sýnt í Malmö og Kaupmannahöfn í sumar og haust við góðar undirtektir. Einungis íslenskir leikarar verða í sýningunni í Borgarleikhúsinu en verkið hefur verið þróað enn frekar frá forsýningu í vor. Vík- ingur Kristjánsson er í hópi þeirra sem leika í báðum uppfærslum en hann er í sitt hvoru hlutverkinu. „Það er verulega skemmtilegt að flakka svona á milli hlutverka,“ segir Víkingur. „Hlutverkið sem ég leik núna er nokkurn veginn eins og í fyrri uppfærslunni, nema ég er nokkuð yngri en sá sem lék það úti. Ég reyni að passa það að gera það að mínu.“ Velgengni Vesturports á erlendri grundu er kunnari en frá þurfi að segja og Víkingur segist hættur að kippa sér upp við það að ferðast á milli landa til að sýna. „Það er orðið svo til sjálfsagt mál núorðið, en var það alls ekki fyrir nokkrum árum.“ Samhliða velgengni utanlands hefur sam- starf hópsins við erlenda lista- menn, leikhópa og handritshöf- unda færst í aukana. Er Vesturport enn þá íslenskur hópur eða er hann orðinn alþjóðlegur? „Já já, við erum alíslensk og gefum okkur ekki út fyrir að vera neitt annað,“ segir Víkingur. „Sjálfsagt spilar það inn í af hverju við þykjum spennandi úti, það vinnur að minnsta kosti með okkur að vera frá Íslandi.“ bergsteinn@fréttabladid.is Blóðbandabrullaup RÍKHARÐUR OG MARTA Víkingur Kristjánsson og Þórunn Erla í hlutverkum sínum, sem hjónin Ríkharður og Marta. Faðir Mörtu býður þeim og bræðrum hennar í brúðkaup, sem á eftir að draga dilk á eftir sér. SMÁRI PÁLMARSSON Tillaga hans, Hlaupið í skarðið, hreppti hnossið í samkeppni Bjarts um titil á nýrri skáld- sögu J.K. Rowling sem er væntanleg í íslenskri þýðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SMÁSKILABOÐ FORTÍÐAR Er unnt að túlka texta í rúnaristum frá miðöldum í ljósi sam- skiptatækni nútímans? Þeirri spurningu varpar Michael Schulte prófessor fram í fyrirlestri á vegum Íslenska málfræðifélagsins í Nýja-Garði, stofu 301, í dag klukkan 11.30. BROSTIN BÖND BASTARÐA Bastarðar er leikrit um brotna fjöl- skyldu; föður, börn hans og maka þeirra. Eftir margra ára sambands- leysi berst systkinunum boð í gift- ingu föðurins. Þegar brúðurin reynist vera æskuást elsta bróð- urins upphefst miskunnarlaus og ofsafengin barátta. Leikarar í verk- inu eru Jóhann Sigurðarson, Nína Dögg Filippusdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmir Snær Guðna- son, Elva Ósk Ólafsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Þórunn Erna Clau- sen, Sigurður Þór Óskarsson og Jóhannes Níels Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.