Fréttablaðið - 27.10.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 27.10.2012, Síða 12
12 27. október 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Viðbrögð þjóðarinnar við spurningum um stjórnarskrár málið liggja nú fyrir. Hvernig er rétt- ast að halda á málinu í framhald- inu? Segja má að svör minnihlutans og þögn meirihlutans gefi tilefni til að velja milli tveggja meginleiða. Fyrri leiðin er einföld. Hún hefst við það sjónarhorn þar sem aðeins sjást svör þeirra sem sögðu annað- hvort já eða nei. Lausnin felst í því að lesa hlutfallið þar á milli. Úr þeim lestri fást afar skýr skilaboð. Þjóðin hefur ákveðið að hugmynd- ir stjórnlagaráðs verði óbreytt- ar að nýrri stjórnarskrá nema áformin um afnám þjóðkirkjunnar. Þegar þessi leið er farin getur stjórnarmeiri- h lut inn ekk i boðið stjórnar- andstöðunni til samtala um annað en tíma- lengd umræðna. Síðari leiðin er að sönnu krók- óttari en gengur út frá því að horfa á allan kjósenda- hópinn. Meirihluti hans svaraði með þögninni. Flokkarnir náðu einfald- lega ekki til meirihluta þjóðarinnar. Stærsti minnihlutinn, um þriðjung- ur atkvæðisbærra manna, sagði já við spurningu ríkisstjórnarinnar. Annar minnihluti, aðeins um einn sjötti, var formlega á móti. Með því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill er þessi leið tor- sóttari. En spurningin er hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans. Vilji menn stjórnarskrá sem höfðar til víðari hóps en stærsta minnihluta kjósenda liggur beint við að velja þessa leið. Hún er vand- rötuð og reynir á víðsýni og lipurð. Fyrrverandi formaður stjórnlaga- ráðs hefur nefnt slíka málsmeðferð sem möguleika í stöðunni. Svörin og þögnin opna tvær leiðir ÞORSTEINN PÁLSSON Ríkisstjórnin ræður leiðar-valinu. Stjórnarandstað-an hefur ekkert um það að segja. Hún þarf fyrst og fremst að draga fram þessa tvo kosti, gera ríkisstjórnina ábyrga fyrir valinu og bregðast við í sam- ræmi við það. Reyndar bendir flest til að ríkis- stjórnin hafi þegar valið fyrri leið- ina. Það kallar á að Sjálfstæðis- flokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingis- kosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum. Gallinn er sá að ólíklegt er að frið- ur verði um stjórnarskrána með þessu móti. Hitt er ekki einfalt að höfða til þess meirihluta kjósenda sem ekki fékkst til að taka þátt í meðferð málsins á þeim forsendum sem fyrir lágu. En fari svo að ríkis- stjórnin treysti sér í efnis umræður í þeim tilgangi, reynir fyrst á sátta- vilja Sjálfstæðisflokksins. Sú leið verður líka flóknari fyrir forystu- menn hans. En hún gæti orðið þjóð- inni fyrir bestu. Eftir stendur að þjóðaratkvæða- greiðslan fór fram áður en flest stærstu álitamálin í hugmynd- um stjórnlagaráðs voru brotin til mergjar. Það er einfalt fyrir meiri- hlutann á Alþingi að loka augunum fyrir þeirri staðreynd og afgreiða málið eins og æðri máttarvöld hafi sagt sitt síðasta orð. Verkurinn er hins vegar sá að það getur komið í bakið á mönnum síðar. Hugsanlegt er til að mynda að fyrri leiðin verði farin en stjórnar- meirihlutinn freistist til að túlka vilja stærsta minnihlutans eftir geðþótta til að mæta efasemd- um sem smám saman koma fram þegar efnisumræða hefst um ein- stakar greinar og áhrif þeirra. Vís- bendingar hafa komið fram um að málið geti endað í þessum farvegi. En þá verða allir endar lausir og hætt við að málið flosni upp. Það væri vondur kostur. Þess vegna skiptir máli að vanda leiðarvalið í byrjun. Ríkisstjórnin velur Erlendis er alþekkt að þjóðar atkvæði snúist fremur um þær ríkis-stjórnir sem í hlut eiga en þau málefni sem spurt er um. Þetta gerist í misríkum mæli en á vitaskuld við hér eins og annars staðar. Hvort hafði ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan betur í þess- um almenna pólitíska skilningi? Ef einungis er litið á minni- hlutann sem afstöðu tók er niður- staðan afgerandi sigur fyrir ríkis- stjórnina. Á hinn bóginn er það verulegt áfall fyrir hana að hafa ekki getað náð eyrum meirihluta þjóðarinnar með þetta mál, sem hún hefur sjálf lýst sem stærsta viðfangsefni sínu og mesta máli lýðveldissögunnar. Sjálfstæðisflokknum mistókst að sama skapi að fá fólk til að greiða atkvæði á móti eins og hann mælt- ist til. Í ljósi þess að ríkis stjórnin var ekki tilbúin til málamiðlana var það afleikur af hans hálfu að leggja ekki strax fram skýran and- kost. Það hefur trúlega dregið úr trúverðugleika afstöðunnar. Niðurstaðan er sú að hvorki ríkis stjórnin né stjórnar andstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu. Enginn ríður feitum hesti • Fyrirlestur og happdrættisvinningar • Frjáls aðgangur að tækjasal Heilsuborgar í eina viku • Verð aðeins kr. 2.950.- ATH. Síðast var uppselt! „Að laða til sín það góða“ Sirrý er félags- og fjölmiðlafræðingur og hefur áralanga og farsæla reynslu af námskeiðahaldi í samskiptafærni. Fræðslunámskeið í Heilsuborg 30. október frá kl. 19.30–22.00 Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is F réttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lög- reglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuð- borgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukku- stundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eig- andann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun. Ásakanirnar hafa ekki verið sannaðar, en sambærilegt mál kom upp í fyrirtæki á vegum sama eiganda fyrir nokkrum árum. Eigandinn var þá sakfelldur fyrir skjalafals og til að greiða starfs- manninum vangoldin laun en slapp við ákæru vegna mansals. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að hún teldi að þá hefði klárlega átt að ákæra eigandann fyrir mansal, þrátt fyrir að maðurinn sem um ræddi hefði komið til landsins af fúsum og frjálsum vilja. Margrét sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í gær hafa rætt við um 100 fórnarlömb mansals undanfarin átta ár, þar af átta á þessu ári. Mikill meirihluti er konur sem hafa verið þvingaðar til kynlífsþjónustu. Nokkur tilfelli snúa að körlum, en þá er frekar um það að ræða að þeir séu látnir vinna illa eða alveg ólaunaða vinnu. Margrét segir dæmi um að menn séu látnir vinna frá morgni til kvölds við blaðaútburð, byggingarvinnu eða þjónustustörf. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar segir að þræla- hald sé staðreynd á Íslandi. Það finnst sjálfsagt mörgum stór yfir- lýsing en þegar málið er skoðað er hægt að fullyrða að hér á landi sé að finna fólk sem búi við slíkar kringumstæður. Margrét bendir á að margir sem falli undir skilgreiningu fórnarlamba mansals hafi komið hingað til lands sjálfviljugir, eftir löglegum leiðum og í löglegum til- gangi, svo sem á au pair-leyfi eða til að dveljast hjá ættingjum. Það breyti ekki því að margir séu í þeirri stöðu að aðrir notfæri sér neyð þeirra. „Þeir einstaklingar eru oft misnotaðir og neyddir í alls konar vinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir. Mansalsmál þurfa heldur ekki að vera tengd glæpagengjum, heldur getur þetta verið aðeins einn maður eða ein kona sem stendur fyrir því,“ segir hún. Skortur á meðvitund um að þessi veruleiki hefur skotið rótum á Íslandi er áreiðanlega ein ástæða þess að jafnilla hefur gengið og raun ber vitni að uppræta hann. Oft þekkja fórnarlömbin ekki rétt sinn, eru ófær um að gera sig skiljanleg á íslenzku og hafa ekki hugmynd um hvert þau eiga að snúa sér til að fá aðstoð. Oft er haft í hótunum við þau og haldið að þeim röngum upplýsingum um hvaða afleiðingar það geti haft að brjótast úr þrældómnum. Ein forsenda þess að hægt sé að koma fórnarlömbunum til hjálpar er að fólk sé meðvitað um þennan óhugnanlega veruleika og láti sér ekki á sama standa um náungann. Stífmálaða útlenda stelpan í stigaganginum er hugsanlega gerð út í vændi af manninum sínum. Fámáli útlendingurinn sem er að smíða fram á kvöld í næsta húsi fær hugsanlega ekki krónu fyrir stritið. Það er á ábyrgð okkar allra að hjálpa þeim ef þess er nokkur kostur. Mansal er veruleiki á Íslandi: Þrællinn í næsta húsi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.