Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 30
27. október 2012 LAUGARDAGUR30 HELSTU FÉLAGASKIPTIN Í SUMAR Tveir bestu leikmenn síðari ára eru gengnir til liðs við Los Angeles Lakers; kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash frá Phoenix Suns og tröllið Dwight Howard frá Orlando Magic bætast nú í byrjunarlið sem þegar inniheldur Kobe Bryant, Pau Gasol og Metta World Peace og gera það með þeim óárennilegri í sögu deildarinnar. Stórskyttan Ray Allen yfirgaf Bostonborg eftir fimm ára dvöl og hélt suður á bóginn – til meistaranna í Miami Heat. Miami-menn munu ekki bara njóta þriggja stiga skotfimi Allens, heldur fengu þeir líka fram- herjann Rashard Lewis frá Washington. Boston Celtics fyllti í skarð Ray Allen með tveimur öflugum skotbakvörðum: Fyrrverandi sjötta manni ársins, Jason Terry frá Dallas, og Courtney Lee frá Houston Rockets. Í Houston voru menn ekki af baki dottnir þótt þeir hefðu nánast tæmt leikmannalistann sinn og sömdu meðal annars við skærasta nýstirni síðustu leiktíðar, öskubuskuna Jeremy Lin. Hann kemur til þeirra frá New York Knicks ... ... sem ákvað að bæta sér það upp með því að semja einkum við óhemjumagn af gamalmennum. Þar ber helsta að nefna leikstjórnandann Jason Kidd frá Dallas (39 ára), miðherjann Marcus Camby frá Houston (38 ára), framherjann Rasheed Wallace (38 ára og var hættur að spila körfubolta), framherjann Kurt Thomas frá Chicago (40 ára) og argentínska leikstjórnandann Pablo Prigioni (35 ára). Raymond Felton frá Portland (28 ára) nær með herkjum að vera undantekningin frá reglunni. Skotbakvörðurinn og stjörnuleikmaðurinn Joe Johnson batt enda á sjö ára vist sína hjá Atlanta Hawks og gekk til liðs við Deron Williams og félaga hjá Nets-liðinu, sem nú er kennt við borgarhlutann Brooklyn í New York. Driplað af stað í NBA NBA-deildin í körfubolta hefst á þriðjudag. Stórstjörnur hafa flutt sig um set og meiðsli setja svip á upphaf leiktíðarinnar. Stígur Helgason fer yfir helstu vendingar frá því í vor. K onungsins af Miami, LeBron James, bíður ærið verkefni. Hann þarf að vinna NBA-deildina aftur, og svo helst aftur og aftur og aftur og aftur til að komast á sama stall og helstu goð- sagnir bandarísks körfubolta – menn á borð við Bill Russell, Magic Johnson, Larry Bird og sjálfan Michael Jordan. Margir telja að hann geti það vel, og að það sé raunar líklegra en ekki að hann bæti næsta meistarahring í safnið eftir þessa leiktíð. Miami Heat hefur titilvörnina á þriðjudagskvöld þegar liðið tekur á móti Boston Celtics í fyrsta leik haustsins í NBA-deildinni. Stórskyttan Ray Allen – lykilmaður hjá Boston undanfarin fimm ár – er gengin til liðs við Miami og eins og við var að búast eru aðdáendur Boston-liðsins þegar farnir að uppnefna hann Júdas. Það má því eiga von á fjöri í American Airlines-höllinni. Liðin sem helst er horft til að gætu velgt Miami undir uggum þennan vetur inn eru Oklahoma City Thunder, sem Miami átti reyndar ekki í nokkrum vandræðum með í úrslitunum í fyrra, og Los Angeles Lakers, sem hefur bætt við sig tveimur af helstu stjörnum liðinna ára og er til alls líklegt ef ofvaxið egó Kobe Bryant verður fáanlegt til að deila athyglinni með öðrum. Aldrei má afskrifa Boston, sem þykir hafa tekist vel til við að finna stað- gengla fyrir Ray Allen og betrum- bæta liðið að öðru leyti – og hvað þá þau lið sem unnu flesta leiki í fyrra; San Antonio Spurs og Chicago Bulls. N e w O r l e a n s Hornets datt í lukku- pottinn í nýliðaval- inu, fékk fyrsta valrétt og nýtti h a n n e i ns og allir vissu að yrði gert, með því að tryggja sér þjónustu framherjans Ant- hony Davis úr Kentucky-háskólanum. Hann þykir eitt mesta efni sem komið hefur fram á sjónarsviðið um langa hríð, eins og sást á því að hann fór beint í Ólympíulið Bandaríkjamanna í sumar. Aðrir nýliðar sem vert er að fylgjast gaumgæfilega með í vetur eru Micha- el Kidd-Gilchrist hjá Charlotte Bob- cats, Damien Lillard hjá Portland Trail Blazers, Harrison Barnes hjá Golden State Warriors og Jared Sullinger hjá Boston Celtics. Allir munu þeir að líkind- um leika stórt hlutverk hjá sínum liðum. Eins og sjá má hér til hliðar gætu meiðsli lykilmanna sett stórt strik í reikninginn hjá sumum liðanna. Þannig veltur gengi Chicago Bulls mikið á því hvenær Derrick Rose braggast og Minnesota Timberwolves, sem styrkti sig reyndar verulega í sumar, byrjar leiktíðinna án tveggja bestu manna sinna. Ólíkt styttu leiktíðinni í fyrra spilar hvert lið 82 leiki í þetta sinn. Það gerir hvorki meira né minna en 1.230 leiki fram til vors. Í slíkri törn skiptir þraut- seigjan öllu, bæði fyrir leikmenn og aðdáendur. Góða skemmtun. Þrír fyrrverandi mikilvægustu leikmenn ársins geta ekki byrjað leiktíðina vegna meiðsla. Fleiri stjörnur eru frá í bili. Kobe Bryant Los Angeles Lakers Svarta mamban – mikilvægasti leikmaður deildarinnar 2008 og úrslitakeppnanna 2009 og 2010 – kennir til í hægri fæti. Hann ætti þó ekki að missa af nema fyrsta leik. Kevin Love Minnesota Timberwolves Besti kraftframherji síðustu leiktíðar braut á sér höndina og getur ekki spilað í nokkrar vikur. Dirk Nowitzki Dallas Mavericks Þjóðverjinn var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar 2007 og mikilvægasti leikmaður úrslita- keppninnar í fyrra. Hann er með bólgið hné, þarf í uppskurð og gæti misst úr upp undir átta vikur. Derrick Rose Chicago Bulls Leikstjórnandinn sem valinn var mikilvægasti leikmaður deildarinnar árið 2011 sleit liðband í hné í vor. Enn er alls óvíst hvenær hann getur leikið á ný. Ricky Rubio Minnesota Timberwolves Næstheitasti nýliðinn í fyrra sleit einnig liðband í hnénu og gæti verið mjög lengi frá. Amar‘e Stoudemire New York Knicks Framherjinn stæðilegi er með bólgu í hné og þarf líklega að sitja jakkafataklæddur á bekknum í tvær til þrjár vikur. Miðherjinn ungi Andrew Bynum var sendur frá Lakers til Philadelphia 76‘ers sem hluti af pakka- díl í kringum Dwight How- ard. Hann er að hlífa sér og hefur enn ekki spilað fyrir liðið á undirbúnings- tímabilinu en er talinn geta orðið máttarstólpi þess um ókomin ár. MEIÐSLI HRJÁ STJÖRNURNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.