Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 35
FERÐIR LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Kynningarblað Boston, skíðaferðir, Gangnam-hverfið og vinsælustu áfangastaðirnir. Sk íða ferði r er u geg g jað gaman, fegurðin guðdóm-leg og stemningin ólýsan- leg. Maður verður því háður því að fara aftur og aftur,“ segir Ragna Fossberg sem hefur tólf sinnum farið utan á skíði til samtals sex skíðastaða í Austurríki og á Ítalíu. „Ævintýraþráin dró mig til skíðastaðarins Sell am Zee í aust- urrísku Ölpunum 1968. Þá var fá- heyrt að Íslendingar drifu sig utan á skíði og þurfti ég að fara með danskri ferðaskrifstofu til að kom- ast á áfangastað,“ segir Ragna um fyrsta skíðaferðalag sitt utan land- steina. „Ég var tólf ára þegar ég steig fyrst á skíði við Skíðaskálann í Hveradölum en þar var þá eina skíðasvæðið í nágrenni Reykjavík- ur og samanstóð af stuttri toglyftu í lítilli brekku,“ útskýrir Ragna sem smitaðist ekki af skíðabakt- eríunni fyrr en í Alpafjöllum. „Í dag á ég enn gamaldags skíði hér heima og leigi því skíði úti. Á skíðaleigunum fær maður alltaf það nýjasta og besta og því óþarfi að eiga rándýran skíðaútbúnað fyrir eina viku á ári.“ Gaman allan daginn Ragna segir skíðaferðir langbestu fríin. „Mér leiðist ef ekki er dálítill hasar og fjör í kringum mig og hef því ekki eirð í mér til að liggja að- gerðarlaus á sólarströnd. Skíða- ferðir samanstanda af hreyfingu, útivist og skemmtun og ekki sakar að vera í góðra vina hópi.“ Á skíðasvæðunum er Ragna mætt með skíðin út í brekku snemma á morgnana og skíðar þar til lyfturnar stoppa síðdegis. „Allur dagurinn er notaður til skemmtunar og gengið til náða fyrir miðnætti. Í brekkunum er boðið upp á margvíslega afþrey- ingu og við pössum upp á að hafa það verulega huggulegt með við- komu á spennandi áningarstöð- um á milli þess sem við skíðum,“ segir Ragna. Að lokinni skíðamennsku taka við notalegheit, hvíld og dekur. „Þá slökum við á í gufubaði og dubbum okkur upp úr skíðagall- anum til að fara saman í góðan kvöldverð. Í dagslok eru því allir endurnærðir á sál og líkama.“ Strandaglópar á jökli Ragna hefur sex sinnum heimsótt skíðastaðinn Selva í ítölsku Dóló- mítafjöllunum. „Selva er í uppáhaldi því veður- sæld er mikil og svæðið einstak- lega víðfeðmt og fagurt. Þar er líka öruggasti snjórinn og heimamenn duglegir að bæta við í brekkurnar ef snjóar ekki nóg.“ Hún segir náttúrufegurð Dóló- mítafjalla stórbrotna og mikið um tignarlega, háa kletta. „Einn þeirra ber svip af Heima- kletti og er kallaður það af íslenska skíðafólkinu. Í kringum hann liggur Sella Ronda-hringurinn sem er 50 kílómetra skíðaleið og þaðan hægt að fara í alla dali,“ segir Ragna sem eitt sinn brá sér útúrdúr úr hringn- um. „Þá tókum við þyrlu upp á jökul í meira en 4.000 metra hæð og áttum eftir að skíða yfir heilan fjallgarð þegar lyfturnar lokuðu. Því var ekki um annað að ræða en að panta leigubíl heim. Við höfum líka villst af leið enda þarf oft að draga upp landakort í brekkunum til að vita hvert skal fara.“ Alskíðandi á fjórum dögum Skíðahópur Rögnu fæddist í kvennaferð til Selva 2004. Fasti hóp- urinn samanstendur af sex manns en hefur farið upp í sextán. „Hákon Hákonarson var eini karlinn í fyrstu ferðinni og hafði þá aldrei stigið á skíði. Hann var því settur í skíðaskóla eins og lít- ill skólapiltur að morgni og sóttur eftir hádegi. Á fjórða degi var hann alkunnandi á skíðum og brunaði niður allar brekkur með okkur,“ segir Ragna til sönnunar þess að allir geti lært á skíði. „Í dag þykir Hákoni skemmtileg- ast að sigra ískyggilegustu brekk- urnar og þarf að bíða eftir okkur hinum. Við lendum oft í svo snar- bröttum brekkum að kjarkurinn gefur sig. Þá tekur fólk af sér skíð- in og rennir sér niður á rassinum. Flestir í hópnum geta reyndar redd- að sér skammlaust niður en stíll- inn verður mistilkomumikill þegar brekkurnar halla næstum lóðrétt.“ Á skíðum skemmtir hún sér Í vetur stendur til að fara í dalina þrjá í Austurríki og Ragna segist for- vitin að prófa nýjan stað. „Sjarmi skíðaferða felst í veðrinu, brekkunum og náttúrunni. Það er engu líkt að skíða í vetrarríki þar sem stórskornir klettar og sígrænn gróður brjóta upp landslagið og heillandi að geta skíðað í vikutíma án þess að vera aftur í sömu brekk- unni,“ útskýrir Ragna. Hún segir draumastundir eiga sér stað þegar hún lendir í góðri brekku. „Þá syngur alltaf í höfði mínu dægurflugan Hoppsa bomm (Á skíðum skemmti ég mér) og ég skíða hlæjandi og hamingjusöm niður. Maður leikur sér nefnilega eins og barn allan daginn í skíðaferð og það er yndisleg upplifun.“ Árið 1992 var Ragna stödd á skíð- um í Val de Fassa á Ítalíu þegar bandarísk herþota flaug á stóran kláf og fjöldi manna fórst. „Þann dag var óttast um afdrif okkar hér heima og áfallið mikið. Það setti þó ekki að mér beyg að fara aftur í kláfana en lofthræddum er mikil raun að fara í svo svimandi hæð til að byrja með og ein í hópn- um lokaði alltaf augunum fyrstu tvö árin.“ Regnkápur fyrir Russel Crowe Ragna er nýkomin heim frá New York þar sem hún átti skemmtilegt erindi. „Ég starfaði við kvikmyndina Noah í sumar og kynntist þar leik- aranum Russell Crowe. Hann heill- aðist af sænskum regnkápum sem fást í Hagkaup svo ég var fengin til að kaupa handa honum ein fjög- ur stykki og koma með á tökustað í New York,“ segir Ragna sem í leið- inni fékk að skoða settið þar sem verið er að taka úti- og innisenur við risavaxna örkina hans Nóa. „Russell er afar hress náungi og mikill tröllasjarmi. Í New York var hann með sams konar tónleika og hér heima utan hvað Sting steig með honum á svið.“ Niður brekku og hoppsa bomm! Skíðaferðir út fyrir landsteinana eru í miklu dálæti hjá Rögnu Fossberg, sminku á RÚV, enda líf og fjör í bland við dásamlega slökun og frábæran félagsskap. Ragna er annars mikið á ferð og flugi og fór nýlega til New York með regnkápur úr Hagkaup fyrir ástralska stórleikarann Russell Crowe.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.