Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 58
27. október 2012 LAUGARDAGUR16
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í
desember, janúar og febrúar ef næg þátttaka fæst:
Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn, og kjötiðn í desember.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Í húsasmíði og pípulögnum í desember. Sveinspróf í málaraiðn í
janúar. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Í málmiðngreinum í janúar. Umsóknarfrestur til 1. desember.
Í snyrtigreinum í janúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember.
Í bílgreinum í janúar/febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember.
Í hönnunar- og handverksgreinum í janúar/febrúar.
Umsóknarfrestur er til 1. desember.
Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyris-
sjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu
skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2012.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir
iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar,
veffang: www.idan.is og á skrifstofunni.
Fráveita Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í verkið:
„Viðhald á neðansjávar útrásarlögn
Fráveitu Hafnarfjarðar í Hraunavík“
Helstu magntölur:
1. Steypa undirstöður undir steinsökkur þar sem sakka er öll á
lofti, 16 stk.
2. Steypa undirstöður undir steinsökkur þar sem annar fótur
sökku er á lofti, 32 stk.
3. Rétta við steinsökkur, 4 stk.
4. Endurnýjun stálbolta í sökkusteinum, ásamt róm, skinnum
og gúmmí, 14 stk.
Verkið er nánar skilgreint í útboðsgögnum Fráveitu Hafnarfjarðar
dd. 26. október 2012.
Útboðsgögn eru fáanleg í afgreiðslu umhverfis og framkvæmda að
Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði.
Tilboð verða opnuð á Norðurhellu 2, kl: 11:00 þ. 12. nóvember
2012 að viðstöddum bjóðendum sem þess óska.
Hafnarfjörður - Sorphirða 2013-2021
Hafnarfjarðarbær auglýsir útboð vegna sorphirðu í sveitar-
félaginu. Útboðið er þríþætt og felur í sér eftirfarandi
verkþætti:
• Hirðing óflokkaðs sorps frá íbúðarhúsum
• Hirðing á flokkuðu sorpi frá íbúðarhúsum
• Útvegun flokkunaríláta til heimila í Hafnarfirði
Útboðsgögn verða seld hjá Umhverfi og Framkvæmdum,
Norðurhellu 2 og kosta 5.000 kr.
Tilboð verða opnuð þann 5. desember 2012 kl 11:00
á sama stað.
Útboðið er auglýst á EES.
Hafnarfjörður - Stofnanir sorphirða
2013-2021
Hafnarfjarðarbær auglýsir útboð vegna sorphirðu við stofnanir
í sveitarfélaginu. Útboðið er felur í sér eftirfarandi verkþætti:
• Hirðing óflokkaðs sorps frá stofnunum í Hafnarfirði
• Hirðing á flokkuðu sorpi frá stofnunum í Hafnarfirði
Útboðsgögn verða seld hjá Umhverfi og Framkvæmdum,
Norðurhellu 2 og kosta 5.000 kr.
Tilboð verða opnuð þann 6. desember 2012 kl 11:00
á sama stað.
Umhverfi og framkvæmdir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar
eftir viðræðum við aðila sem eru tilbúnir til
að útvega leðurfatnað, buxur og jakka, til
notkunar fyrir starfsmenn í umferðardeild
embættisins.
Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið
lager@lrh.is fyrir 20. nóvember nk.
Leðurfatnaður
fyrir lögreglu
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.
Opinn kynningarfundur.
Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til kynningarfundar með íbúum og öðrum hagsmuna-
aðilum í Kópavogi þar sem kynnt verða drög að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn.
Aðalskipulag er skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna bæjaryfirvalda um land-
notkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar til ársins 2024.
Fundurinn verður haldinn í samkomusal Hörðuvallaskóla við Baugakór 38, fimmtu-
daginn 1. nóvember nk. kl. 17:00 til 18:30.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
Kópavogsbær
Leikskólinn Tjarnarskógur
- sérkennslustjóri
Laust er til umsóknar starf sérkennslustjóra í leikskólanum
Tjarnarskógi á Egilsstöðum. Tjarnarskógur er nýr 8 deilda
sameinaður leikskóli með tveimur starfsstöðvum. Gert er ráð
fyrir 100% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati
sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
• Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklings-
námskráa.
• Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennslu-
fulltrúa og aðra sem koma að sérkennslu. Fræðsla, ráðgjöf
og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
• Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning
• Önnur verkefni sem yfirmaður felur
Hæfniskröfur
• Leikskólakennaramenntun og framhaldsmenntun
í sérkennslufræðum
• Reynsla af skipulagi og framkvæmd sérkennslu æskileg
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
• Góð íslenskukunnátta
Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, veitir frekari
upplýsingar um leikskólann og starfið á netfanginu
gudnyanna@egilsstadir.is eða í síma 4700 660.
Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands v/ Félags leikskóla-
kennara. Umsóknir sendist til Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700
Egilsstaðir í síðasta lagi 12. nóvember nk.
Styrkir
Tilkynningar