Fréttablaðið - 27.10.2012, Qupperneq 70
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 20124
DÝRT AÐ MISSA
AF TENGIFLUGI
Þegar ferðalag er bókað
gegnum netsíður og ekki er hægt
að komast á áfangastað nema
með tengiflugi þarf að gera ráð
fyrir því að seinkun geti orðið á
fyrra fluginu. Ef bókað er með
of knöppum tíma milli fluga svo
ferðalangurinn missir af tengi-
fluginu eru góð ráð dýr. Sjaldnast
á ferðalangurinn kröfu á öðru
fari frá flugfélaginu og neyðist til
að kaupa nýjan miða, sem getur
kostað sitt.
Á vefnum Turisti.is kemur fram að
hjá Icelandair og SAS er hægt að
kaupa farseðla sem gilda einnig
fyrir framhaldsflug svo félagið
sem seldi miðann er skyldugt til
að koma fólki á áfangastað. Þar
segir einnig að hjá Wow air sé
ekki boðið upp á þá þjónustu að
framhaldsflugið sé hluti af sama
farseðli. Á heimasíðu sé farþegum
bent á að hafa minnst þrjá tíma
milli komu fyrra flugs og brott-
farar þess síðara.
Þá hefur Turisti.is tekið saman
stundvísitölur flugfélaga á Kefla-
víkurflugvelli síðan í júní 2011 og
má nálgast þær á vefnum www.
turisti.is.
SIGLT MEÐ KISS
Eftir nokkra daga leggur rokkhljómsveitin KISS, ásamt hópi aðdáenda sinna, upp í aðra
skemmtisiglingu sína undir nafninu KISS KRUISE II. Lagt verður úr höfn frá Flórída í Bandaríkjunum
og siglt til Bahama-eyja. Ferðin tekur fimm daga og siglt er með skemmtiferðaskipinu Norwegian
Pearl. Gestir geta skilið lakkskóna og síðkjóla eftir heima – hér verður boðið upp á rokk og ról
að hætti gömlu meistaranna. Miðinn kostar frá um 100.000 krónum til hálfrar milljónar á mann
og það er ekkert slor sem er innifalið í fargjaldinu. KISS heldur tvenna tónleika í ferðinni, eina
hefðbundna rokktónleika innanhúss og aðra órafmagnaða utanhúss. Allir farþegar fá mynd af
sér með hljómsveitinni auk þess sem meðlimir sveitarinnar svara spurningum gesta úr sal. Fjöldi
annarra viðburða er í boði í þessari fimm daga rokkveislu. Gestir eru hvattir til að mæta með and-
litsmálningu (en ekki hvað), búninga og sólarvörn, allt sem skiptir máli í sólríkri rokksiglingu með
gömlu goðunum. Ef dauður tími finnst í ferðalaginu geta gestir valið úr sextán veitingastöðum,
keilusal, þrettán börum, tveimur sundlaugum, líkamsræktarstöð og spilavíti. Uppselt er í ferðina
en áhugasamir geta fylgst með næstu ferð á www.thekisskruise.com.
VETRARFERÐ MEÐ JÓLA
ÞEMA Í ÞÓRSMÖRK
Vetrarferð með jólaþema fyrir
börn og foreldra verður farin í
Þórsmörk þann 16. nóvember á
vegum Ferðafélags barnanna Allir
út. Í ferðinni verður meðal annars
safnað efniviði úti í náttúrunni í
jólaföndur, haldin kvöldvaka og
sungin jólalög. Þá verða rifjaðar
upp hrekkjasögur af jólasvein-
unum, farið í stjörnuskoðun og
leiki. Gist verður í tvær nætur og
þátttakendur þurfa að hafa með
sér svefnpoka, nesti og hlýjan
fatnað.
Ferðafélag barnanna er á
vegum Ferðafélags Íslands og
var stofnað árið 2009 með það
að markmiði að hvetja börn og
foreldra til útiveru og samveru í
náttúrunni. Nánari upplýsingar
um félagið og vetrarferðina er
að finna á heimasíðunni www.
allirut.is.
Ferðafélag barnanna Allir út stendur
fyrir vetrarferð í Þórsmörk.
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT.
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti.
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík
580 5400
OR
Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum þínum
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum