Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 76

Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 76
27. október 2012 LAUGARDAGUR40 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, GUÐFINNA HENNÝ JÓNSDÓTTIR Fögrukinn 13, Hafnarfirði, andaðist 23. október síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Sólveig Jónsdóttir Sævar Gunnarsson Jenný Jónsdóttir Jón Auðunn Jónsson Ólafía Guðjónsdóttir börn og barnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA STEINSDÓTTIR frá Hrauni á Skaga, Fróðengi 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 24. október. Útförin verður auglýst síðar. Benedikt Andrésson Guðrún H. Benediktsdóttir Halldór Jónsson Vilborg Benediktsdóttir Árni Hjaltason Auður Benediktsdóttir Guðni Karl Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamamma og amma, DÓMHILDUR JÓNSDÓTTIR lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi þann 18. október sl. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 2. nóvember kl. 14.00. Jón Hallur Pétursson Guðríður Friðriksdóttir Pétur Ingjaldur Pétursson Guðrún Margrét Jónsdóttir Auður Anna Jónsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar og tengdamóður, RANNVEIGAR UNNAR SIGÞÓRSDÓTTUR áður til heimilis að Lindargötu 61 Rvk. Bjarnfríður Bjarnadóttir Stefán Loftur Stefánsson Eyrún Magnúsdóttir Gunnar Þór Finnbjörnsson 90 ára afmæli Gústaf Símonarson verður 90 ára 29. okt. nk. Þann 18. október sl. héldu þau hjónin Lilja og Gústaf upp á 65 ára brúðkaupsafmæli sitt. Í tilefni þessara viðburða bjóða þau ætting jum og vinum til kaffisamsætis sunnudaginn 28. október á milli kl. 15:00-19:00 á Hótel Cabin, Borgartúni 32, 7. hæð. Vinsamlegast engin blóm eða g jafir. „Bíddu, ég ætla aðeins að lækka í Retro Stefson meðan við tölum saman. Ég var að kaupa diskinn í morgun, hann er flottur,“ segir lista- konan Arngunnur Ýr þar sem hún stendur við trönurnar með pensilinn á lofti, íklædd gallabuxum, bleikri hettupeysu og með pönkbelti. E …, ertu ekki örugglega fimmtug? „Jú, fimmtug, að verða sextán – það er svoleiðis!“ svarar hún hlæjandi og kveðst hlusta á músík þegar hún málar. „Það eru forréttindi að vinna þannig starf að geta jafnframt hlust- að og uppgötvað eitthvað nýtt allan daginn,“ bendir hún á og segist vön að gera margt í einu, til dæmis tala og mála samtímis. „Sem leiðsögumaður er ég stundum að útskýra eitthvað í míkrófóninn og með hinni hendinni að taka myndir af landslaginu. En þegar gemsinn hringir líka vandast málið.“ Fimmtugsafmælið tekur Arn- gunnur Ýr með trompi. Í kvöld opnar hún málverkasýningu í Reykjavík Art Gallerý á Skúlagötu 30 klukkan 20 og efnir þar líka til tónlistarveislu með stjörnum á borð við Steinunni Birnu, Auði Hafsteins, Bryndísi Höllu systur sína, Sigríði Thorlacius og hljómsveit- ina Árstíðirnar. Á sama tíma kemur út bók með myndverkum eftir hana og texta ýmissa höfunda, sem einn- ig verður kynnt í Máli og menningu 31. október milli klukkan 17 og 19 þar sem höfundarnir ræða um verkin. Arngunnur Ýr er dóttir Gylfa Baldurs sonar heyrnarfræðings og Þuríðar Rúríar Jónsdóttur taugasál- fræðings. Hún sleit barnsskónum á Tómasarhaganum en á unglings árum lá leiðin til Nova Scotia þar sem hún kveðst þó ekki hafa unað nógu vel og farið á undan fjölskyldunni heim. „Ég tók Goðafoss heim í febrúar og hreppti versta veður sem gert hafði í tuttugu ár. Skipstjórinn sagði eftir á að þetta hefði verið eina skiptið á hans langa ferli sem hann hefði efast um að sjá fjölskyldu sína aftur,“ rifjar hún upp. Heim komst hún og bjó hjá móðursystur sinni, settist á skólabekk fyrst í MR og síðan Mynd- lista- og handíðaskólanum. „Svo spil- aði ég líka á flautu og var oft að æfa fimm, sex tíma á dag. Það var svo skemmtileg stemning í Tónó á þess- um árum, við vorum mörg saman á kvöldin að æfa okkur, meðal annars Sigrún Eðvalds og Bryndís Halla. Ég var farin að spila opinberlega, jafnvel með Sinfóníunni í forföllum, en ákvað síðan að myndlistin væri meira fyrir mig og fór til framhaldsnáms í San Francisco Art Institute. Ég ætlaði að vera tvö ár úti en á síðustu önninni kynntist ég manninum sínum og þá breyttist allt. Hann er kvikmynda- gerðarmaður og vídeólistamaður og prófessor við Kaliforníuháskóla og við búum á báðum stöðum, eigum tvö börn. Dóttur í Háskóla Íslands og son á fyrsta ári í MH. Þú minntist á leiðsögumannsstarf. „Já, ég er búin að leiðsegja í tutt- ugu ár og finnst það mjög skemmti- legt. Stór hluti af því er dvölin úti í náttúr unni, einkum hér á Íslandi, sem ég er tengd sterkum böndum. Þegar ég keyri um landið þá koma sögurn- ar upp í hugann, lengdin á ánum og hæðin á fjöllunum.“ Myndir Arngunnar Ýrar eru abstrakt en í þeim bregður þó fyrir kunnuglegum tindum og fjöllum. „Ég set markvisst aðeins of mikið inn í myndirnar og því taka bæði gerð þeirra og túlkun sinn tíma. Fólk sem á verkin mín og lifir með þeim talar um að það sjái alltaf eitthvað nýtt og nýtt í þeim. Það finnst mér gott. Vill maður ekki vera flókinn og djúpur?!“ gun@frettabladid.is ARNGUNNUR ÝR: MEÐ LISTAVERKABÓK OG SÝNINGU Í TILEFNI STÓRAFMÆLIS Fimmtug – að verða sextán LISTAKONAN „Ég var farin að spila opinberlega, jafnvel með Sinfóníunni í forföllum, en ákvað síðan að myndlistin væri meira fyrir mig,“ segir Arngunnur Ýr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ABSTRAKT FJÖLL „Ég set markvisst aðeins of mikið inn í myndirnar og því taka bæði gerð þeirra og túlkun sinn tíma,“ segir listakonan. FLOSI ÓLAFSSON leikari (1929-2009) fæddist þennan mánaðardag. „Í fyrsta skipti var ég rekinn fyrir að brjótast út af heima- vistinni og í annað skipti fyrir að brjótast inn í hana aftur.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.