Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 82

Fréttablaðið - 27.10.2012, Page 82
27. október 2012 LAUGARDAGUR46 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Ok ... leður- vesti og yfir- varaskegg að eilífu.... ...eða borða kúamykju á hverjum degi? Þá verð ég að segja ... borða kúamykju! Skrýtið val! Neiiii... það eru til staðir á jörðinni þar sem litið er á kúa- mykju sem náttúru- lega uppsprettu prótíns! Það eru nú líka til staðir á jörðinni þar sem það þykir náttúrulegt að vera í leðurvesti með yfirvaraskegg! Já ... ég held ég hafi séð það á National Geographic ... en halló! Ókei... Smjör, svissneskur ostur, jala- peno húmmus, hnetusmjör, hunangsskinka, cheddar-kex og hvítlauksbeygla. Sykurpúða-kremið er búið. Ég hélt að þú værir kannski í megrun. Af hverju heldurðu að Tarzan hafi bætt á sig? Langar þig á safn um helgina? Njah. Það eru sinfóníutón- leikar í Hörpu. Nei takk. Við gætum líka farið með börnin í gókart og fengið okkur pitsu og ís eftirá. Já!! Menning er fyrir þá sem leita að tilgangi lífsins, ekki þá sem halda sig hafa fundið hann. LÁRÉTT 2. báru að, 6. munni, 8. belja, 9. fálm, 11. tveir eins, 12. reyna, 14. teygjudýr, 16. ógrynni, 17. litningar, 18. lyftist, 20. í röð, 21. hvæs. LÓÐRÉTT 1. dægurlagatónlist, 3. klafi, 4. ávöxtur, 5. dýrahljóð, 7. olíuvaxefni, 10. auð, 13. námsgrein, 15. skrambi, 16. hluti verkfæris, 19. sjó. LAUSN LÁRÉTT: 2. komu, 6. op, 8. kýr, 9. pat, 11. rr, 12. prófa, 14. amaba, 16. of, 17. gen, 18. rís, 20. rs, 21. fnæs. LÓÐRÉTT: 1. popp, 3. ok, 4. mýraber, 5. urr, 7. parafín, 10. tóm, 13. fag, 15. ansi, 16. orf, 19. sæ. Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugar- dalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn marg- ir mætt á völlinn til að hvetja kvenna- landsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði. ÞETTA var frábær leikur og sigurinn dísætur. Ég fann stoltið ólga í mér og hrópaði með hvatningarkórnum í sjón- varpinu. Áfram Ísland! En liðið heyrði ekki í mér því ég var ekki á staðnum. Ég var þreytt, er engin sérstök áhuga- kona um íþróttir, sýndist veður vott og var að kvefast. ÞAÐ að ég skyldi ekki mæta á völlinn í fyrrakvöld segir ekk- ert um afstöðu mína til lands- liðs kvenna í knattspyrnu. Það er ekki yfirlýsing um að mér finnist fótbolti óþörf íþrótt eða kvennafótbolti ómerki- legri en karlabolti (það er öfugt ef eitthvað er), sé ósátt við aðstöðuna á Laugardals- vellinum eða vilji mótmæla veðurfari á Íslandi. Þeir sem mættu, hrópuðu og fögnuðu voru verðugir fulltrúar mínir á staðnum og ég er líka stolt af þeim fyrir að mæta. MARGIR vilja þakka þessa góðu mætingu bréfi, eða ávarpi öllu heldur, sem fór sem eldur í sinu um vef og miðla í vikunni. Í þessu ávarpi bauð þjálfari kvennalands- liðsins okkur að breyta heiminum. Með því að fjölmenna á völlinn gæti þjóðin sýnt íþróttakonum og stelpum, og kannski í leiðinni öllum konum og stelpum, að þær séu jafnmerkilegar og karlar og strákar. Eitt af því sem hann sagði í þessu bréfi var: „Það er hægt að breyta heiminum. Ég og þú getum það saman!“ ÉG gerði orð Sigga Ragga að mínum, viku áður en þau náðu flugi á netinu. Ég mætti niður í Laugardal, stóð í þremur biðröðum í næstum því klukkutíma, missti af hádegis- matnum og varð of sein á fund. Allt til að krota tákn á blað. Ég mætti og nýtti kosn- ingaréttinn minn af því að mér fannst það skipta máli. Þeir sem heima sátu og mættu ekki hafa allir sínar ástæður fyrir því og þeirra hvatningarhróp eða óánægjuraddir verða þeirra einkamál, alveg eins og þegar ég hrópa Áfram Ísland! heima í stofu. Aðeins þeir sem mæta eru taldir með, það eru bara þeirra raddir sem heyrast. Það er bara svo einfalt. Að nýta kosningaréttinn, ekki síður en að mæta á völlinn og styðja liðið sitt, er með betri aðferðum til að byrja að breyta heiminum. Þessir mættu Eina sjónvarpsstöðin í heiminum sem helguð er sönnum sakamálum ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.