Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 86
27. október 2012 LAUGARDAGUR50
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 27. október
➜ Tónlist
15.00 Tónleikar til heiðurs Halldóri
Haraldssyni píanóleikara verða haldnir í
Salnum, Kópavogi.
20.00 Hljómsveitin Valdimar heldur
tónleika á Græna hattinum á Akureyri.
Sveitin mun spila lög af nýjum disk
sínum, Um stund, í bland við gamalt
og gott efni. Miðaverð er kr. 2.400
og aukatónleikar verða á sama stað
klukkan 23.00.
22.00 Þungarokksveitin DIMMA heldur
hlustunarpartý og tónleika á Bar 11.
Sveitin gefur úr sína þriðju breiðskífu,
Myrkraverk, nú í nóvember. Aðgangur
er ókeypis.
22.00 KK og Maggi Eiríks flyta
nokkur vel valin lög á Café Rosenberg.
Aðgangseyrir er kr. 2.000.
22.00 Hrekkjavökupartý verður á
Mánabar þar sem boðið verður upp á
salsa, merengue, bachata, reggae, dans
og diskó. Aðgangur ókeypis.
23.00 Tómas Magnús Tómasson,
ásamt vinum sínum,skemmtir á Ob-La-
Dí-Ob-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er
kr. 1.000.
➜ Sýningar
15.00 Sýning Kristins G. Harðarsonar,
Mæting, opnar í Listasafni Kópavogs -
Gerðarsafni.
15.00 Dagrún Aðalsteinsdóttir verður
með skrásetningar af nokkrum gjörning-
um í Kunstschlager-Basar, Rauðarárstíg
1. Dagrún verður listamaður næstu viku.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Hátíðir
13.00 Kjötsúpudagurinn verður hald-
inn á Skólavörðustígnum í Reykjavík.
22.00 Vetrarfagnaður verður haldinn
í Breiðfirðingabúð. Hljómsveitin Hafrót
leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
➜ Umræður
10.30 Gunnar Andersen fyrrverandi
forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ræðir um
aðraganda, orsakir, úrvinnslu og fram-
tíðarsýn hrunsins á opnu Laugardags-
spjalli Framsóknar í Reykjavík. Fundur-
inn fer fram að Hverfisgötu 33.
➜ Söngskemmtun
20.00 Söngkvöld verður haldið á Flóa
í Þjórsárveri. Söngbækur eru á staðnum
og ljósmyndasýning Höllu Óskar verður
í anddyrinu. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
13.15 Haukur Jóhannesson jarð-
fræðingur flytur erindi sitt Dumbur hefir
konungur heitið á fræðslufundi
Nafnfræðifélgasins í stofu 106
í Odda, Háskóla Íslands.
➜ Útivist
10.00 LHM stendur
fyrir hjólreiðaferð frá
Hlemmi. Hjólað verður í
1-2 tíma um borgina
í rólegri ferð.
Allir velkomnir
og þátttaka
ókeypis. Nánari
upplýsingar á
lhm.is.
Sunnudagur 28. október
➜ Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
➜ Sýningar
12.00 Ókeypips aðgangur og sjón-
lýsingar fyrir blinda og sjónskerta á
Björgunarafrekið við Látrabjarg.
20.30 Eyvindur Erlendsson og félagar
halda Skáldskaparmessu í Iðnó. Sýning-
un vefst um ljóð Snorra Hjartarsonar og
fleiri skálda og þar verður talað, kveðið
og sungið.
➜ Söngskemmtun
14.00 Söngstund verður haldin í kaffi-
húsi Gerðubergs. Fjölskyldudagskrá sem
hæfir öllum aldurshópum og aðgangur
ókeypis.
➜ Kvikmyndir
15.00 Sýning á heimildarmynd Óskars
Gíslasonar um björgunarafrekið í Þjóð-
minjasafninu. Aðgangur ókeypis.
➜ Leikrit
14.00 Möguleikhúsið sýnir barnaleik-
ritið Prumpuhóllinn í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi. Sýningin er ætluð
áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára
og miðaverð er kr. 2.200.
➜ Uppákomur
14.00 Framsóknarfélags Reykjavíkur
gengst fyrir framsóknarvist að Hverfis-
götu 33 í Reykjavík. Gestur dagsins er
Sigrún Magnúsdóttir fv. borgarfulltrúi.
14.00 Hraunavinir efna til göngu um
Gálgahraun. Vakin verður athygli á þeirri
eyðileggingu sem hraunavinir segja að
verði á hrauninu ef nýr Álftanesvegur
verður lagður þvert yfir það. Gengið
verður frá Prýðahverfi við Álftanesveg
eftir fyrirhuguðu vegstæði að Kjarvals-
klettum. Jónatan Garðarsson leiðir
gönguna og Háskólakórinn syngur.
20.00 Önnur Tómasarmessan þetta
vorið verður haldin í Breiðholtskirkju.
Umfjöllunarefni messunar er Trú, tákn
og stórmerki. Fjölbreyttur söngur og
tónlist er í boði og áhersla lögð á fyrir-
bænarþjónustu og virka þátttöku leik-
manna.
➜ Tónlist
11.00 Í tilefni 30 ára afmælis Mótettu-
kórsins verður haldin afmælisveisla í
Hallgrímskirkju á Hallgrímsdegi. Stór
Mótettukór núverandi og eldri félaga
syngur í hátíðarguðsþjónustunni og
að henni lokinni verður boðið upp á
afmælisveitingar.
15.15 Kínverksi píanóleikarinn Liwen
Huang og Sigurður Halldórsson selló-
leikari leika á 15:15 tónleikasyrpunni í
Norræna húsinu. Almennt miðaverð er
kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir nemendur,
eldri borgara og öryrkja.
17.00 Kór Hjallakirkju, Kór Kópavogs-
kirkju og Gissur Páll Gissurarson eru á
meðal 70 flytjenda á tónleikum í Hjalla-
kirkju. Tónleikarnir eru í tilefni af 50 ára
afmæli Kópavogskirkju í vetur og 25 ára
afmæli Hjallasöfnuðar síðastliðið sumar.
Aðgöngumiðar á kr. 2.000.
20.00 Fyrstu tónleikar Elektra
Ensemble þennan veturinn fara fram
á Kjarvalsstöðum. Boðið verður upp
á þrjú dýnamísk dúó. Miðaverð er kr.
2.000/1.500.
➜ Leiðsögn
14.00 Leiðsögn í Þjóðminjasafninu um
sýninguna Björgunarafrekið við Látra-
bjarg. Aðgangur ókeypis.
➜ Listamannaspjall
15.00 Bjarni Sigurbjörnsson mynd-
listarmaður tekur þátt í spjalli um sýn-
inguna Ljóðheimar á Kjarvalsstöðum.
➜ Fyrirlestrar
14.00 Ólafur Ingi Jónsson, forvörður
við Listasafn Íslands, fjallar um dularfull
málverk á sýningunni Ölvuð af íslandi.
Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrir-
lestrasal safnsins og er öllum opinn.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
83011_julekuler_r1 9/1/10 3:48 PM Page 110
Jólakúlur – skemmtileg bók
sem hefur slegið í gegn
víða um heim