Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 88

Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 88
27. október 2012 LAUGARDAGUR52 lifsstill@frettabladid.is Dansviðburðurinn Lunch Beat hefur slegið rækilega í gegn frá því hann hóf göngu sína í ágúst. DANS Dansviðburðurinn Lunch Beat hefur slegið rækilega í gegn frá því hann var haldinn hér fyrst í tengslum við Reykjavík Dance Festival í lok ágúst. Hópur fólks sem starfar við danslist sér um að skipuleggja viðburðinn sem á upptök sín í Svíþjóð. Lunch Beat hófst í Svíþjóð fyrir tveimur árum þegar hópur fólks ákvað að hittast eitt hádegi og dansa. Þetta vatt síðar upp á sig og nú hefur viðburðurinn verið hald- inn víða um heim. Listrænir stjórnendur Reykja- vík Dance Festival skipulögðu fyrstu þrjú skiptin en eftir það tók hópurinn Choreography Reykjavík við keflinu. „Við höfum skipulagt síðustu tvö skipti og þau voru vel sótt. Það er alls konar fólk sem mætir og hendir sér strax út í dansinn,“ segir Ásgerður Gunnarsdóttir, einn af meðlimum Choreography Reykjavík. Hópurinn býður einn- ig upp á léttan hádegismat fyrir dansarana. „Plötusnúðarnir hafa talað um hvað þeim þyki þetta gaman því þarna myndast allt öðruvísi stemn- ing en um helgar. Þarna er fólk saman komið til að hlusta, dansa og virkilega njóta sín.“ Ásgerður segir að ekki fari mik- ill tími í að skipuleggja viðburðinn því flestir séu boðnir og búnir til að leggja hópnum lið. „Flestir taka vel í þetta, bæði plötusnúðarnir og eigendur skemmtistaðanna. Sjálf- um finnst okkur þetta gefandi, fal- legt og gaman að standa í þessu.“ Næsta Lunch Beat fer fram 1. nóvember á Hemma og Valda. sara@frettabladid.is KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Fólk hendir sér í dansinn ALLIR DANSA Hópurinn Choreography Reykjavík skipuleggur Lunch Beat. Hér sjást Hrafnhildur Einarsdóttir, Clara Folenius, Ásgerður Gunnarsdóttir og Alexander Roberts. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á opinberri vefsíðu Lunch Beat má finna tíu reglur sem nauðsynlegt er að framfylgja ætli fólk að taka þátt í viðburðinum. 1Ef þetta er þitt fyrsta skipti á Lunch Beat þarftu að dansa. 2Ef þetta er þitt annað, þriðja eða fjórða skipti á Lunch Beat þarftu að dansa. 3Ef þú ert of þreyttur til að dansa, vinsamlegast eyddu hádegishléinu annars staðar. 4Ekki tala um vinnuna á Lunch Beat. 5Allir eru dansfélagar þínir á Lunch Beat. 6Lunch Beat má ekki vara lengur en eina klukkustund. Aðrar reglur Lunch Beat eru þær að viðburðurinn megi ekki bera hagnað og eiturlyf eru bönnuð. REGLUR LUNCH BEAT KYNLÍF Hrekkjavakan er á næsta leyti. Þó að þetta sé ekki rammís- lensk hefð hefur hún engu að síður skotið rótum hér og hafa margir gaman af og er ég ein þeirra. Það getur verið mjög frelsandi að setja sig í gervi einhvers annars, hvort sem það er ofurhetja eða framandi starfsstétt. Uppáhaldsbúningarnir mínir eru þeir heimagerðu. Þá fær frumleikinn og sköpunargleðin að njóta sín og viðkomandi fellur ekki í gryfjuna að hafa „slutty“-for- skeytið fyrir framan hvern búning. Það er víst eitthvað við hrekkja- vökuna sem virðist fá búninga- framleiðendur til að stytta pilsin, þrengja mittið og dýpka hálsmálið. Ég geri mér ekki grein fyrir því af hverju þetta hefur þróast svona. Konur geta ekki klæðst einum ein- asta búningi nema búið sé að kyn- þokkavæða hann (samkvæmt skil- greiningu framleiðenda á hvað sé kynþokkafullt). Sumum finnst tepruskapur að gagnrýna slíka búninga og benda á að það hafi allar konur gaman af því að vera svolítið dræsulegar, þó ekki sé nema þetta eina kvöld. Ég set spurningamerki við slíkar pælingar, sem og hvað sé að vera dræsuleg. Ætli þetta sé kannski ein birtingarmynd svokallaðrar klám- væðingar þar sem hlutverka leikur svefnherbergisins er mættur á grímuball fyrir allra augum. Þú ert frekar hallærisleg ef þú mætir sem taflborð nema taflmennirnir þínir séu allir í kynlífsstellingum. Það má fara marga hringi í þessum hugleiðingum fyrir okkur fullorðna fólkið en verri þykja mér skilaboðin sem þetta sendir krökkum. Ungar stelpur geta ekki klæðst ljónabúningi nema það sé sexí ljón, og þá væntanlega með einhvers konar tælandi purri sem túlka mætti sem loforð um að vera villt og tryllt í bólinu. Allt þarf að vera sexí og ofsalega getur það verið þreytandi. Strákar lúta ekki sömu lögmálum, þeir mega vera hvað sem er og enginn pælir í því. Nema kannski ef gaur myndi mæta sem sexí ljón. Sá gæti fengið á sig gagnrýni eða í það minnsta nokkur hlátrasköll. En þessi sýning kyn- þokka á unglingsárum er einnig til marks um ákveðna leitun eftir athygli og þori, að þora að sýna sig og fara fram úr öðrum. Ögrun er jú eitt aðalsmerki unglingsáranna en mikið vildi ég að hugvitið og samfélagið næði lengra en það að stelpur skelli sér í stuttan hvítan kjól, láti glitta í sokkabönd, setji hatt á hausinn og bjóðist svo til að þrífa og þjóna. Kynþokkavætt grímuball SOÐINN MATUR er mun hollari en steiktur matur. Ný bandarísk rannsókn leiddi í ljós að soðinn matur og pottréttir minnkuðu líkurnar á hjartasjúkdómum en steiktur matur jók þær. 52 SVEFN Því hefur verið haldið fram að svefnstellingar fólks gefi vís- bendingar um persónuleika þess. Svefnsérfræðingar eru þó ósam- mála þessu og segja ómögulegt að greina persónueinkenni út frá svefnstellingum enda breyti fólk oft um stellingu á nóttunni. „Það er ekki hægt að hrekja þá staðreynd að einhver tengsl séu þarna á milli en ekki er hægt að staðhæfa nokkuð um að svefnstell- ingar tengist persónueinkennum fólks,“ hafði Huffingtonpost.com eftir Philip Gehrman, svefnsérfræðingi hjá Penn Sleep Center. „Þetta er fyrst og fremst spurning um þægindi. Líður þér vel í stelling- unni?“ Annað sem ræður svefnstellingum fólks er undirliggjandi krank- leiki á borð við bakflæði eða kæfisvefn. Fólk sem þjáist af slíku á til dæmis erfitt með að sofa á bakinu því það gerir einkennin verri. Opinbera sig í svefni Á bakinu: Fólk sem sefur á bakinu er talið afslappað í lund og félagslynt. Fósturstellingin: Fólk sem sefur í fósturstellingunni er sagt vera með harðan skráp en þó tilfinningaríkt. Á hliðinni með útrétta handleggi: Þetta fólk er sagt opið, tortryggið og eiga erfitt með að gera upp hug sinn. Á maganum með útrétta handleggi: Þetta fólk er talið félagslynt en þolir illa gagnrýni. AFSLAPPAÐ FÓLK SEFUR Á BAKINU SEFURÐU Á BAKINU? Svefnstellingar gætu gefið vísbendingar um persónueinkenni fólks en það er þó ekki algilt. NORDICPHOTOS/GETTY Spoex Alheimsdagur 29.12.2012 Í tilefni af alheimsdegi psoriasissjúklinga verður opið hús að Bolholti 6 á göngudeild samtaknna KL: 17.00 til 19.00. Það verður heitt á könnuni og meðþví. Stjórn. Framkvæmdastjórar og starfsmannastjórar Eruð þið að skipuleggja jólahlaðborð, ráðstefnu eða árshátíð og hafið áhuga á að kynna ykkur hvað er í boði núna í vetur? HITTUMST er ferðasýning þar sem um það bil 60 veitingahús, hótel, söfn og afþreyingafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru saman komin til að kynna sína vöru og þjónustu. Verið velkomin á HITTUMST ferðasýningu að Radisson Hótel Sögu við Hagatorg, 2. nóvember milli 14:00-18:00. Um kvöldið verður haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu í Iðusölum þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtun fram eftir kvöldi. Miðaverð 2.900 kr. en frekari upplýsingar og skráning fer fram á ferdamalasamtokin@gmail.com Með kveðju Stjórn FSH www.ferdamalasamtok.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.