Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 97

Fréttablaðið - 27.10.2012, Side 97
LAUGARDAGUR 27. október 2012 61 KFÍ-Keflavík 69-79 (39-43) KFÍ: Momcilo Latinovic 25, Bradford Harry Spencer 15, Mirko Stefán Virijevic 11, Pance Ilievski 8, Jón Hrafn Baldvinsson 4, Óskar Kristjánsson 4, Christopher Miller-Williams 2 Keflavík: Kevin Giltner 24, Michael Graion 18 (17 frák.), Darrel Keith Lewis 15, Magnús Þór Gunnarsson 9, Valur Orri Valsson 4, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Gerald Albertsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2. Skallagrímur-ÍR 80-71 (39-34) Skallagrímur: Carlos Medlock 34, Páll Axel Vilbergsson 18, Haminn Quaintance 15, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 3, Sigmar Egilsson 3, Orri Jónsson 1, Birgir Þór Sverrisson 1. ÍR: Hreggviður Magnússon 25, Eric James Palm 20, Nemanja Sovic 13, D‘Andre Jordan Williams 9, Þorvaldur Haukss. 2 (10 frák.), Hjalti Friðriksson 2. STAÐAN Grindavík 4 3 1 395-355 6 Snæfell 4 3 1 412-344 6 Skallagrímur 4 3 1 342-310 6 Stjarnan 4 3 1 362-334 6 Fjölnir 4 3 1 333-320 6 Þór Þ. 4 2 2 331-336 4 KR 4 2 2 328-349 4 KFÍ 4 2 2 317-351 4 ÍR 4 1 3 322-351 2 Keflavík 4 1 3 325-350 2 Njarðvík 4 1 3 319-348 2 Tindastóll 4 0 4 303- 341 0 DOMINOSDEILD KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson var í miklum ham þegar Sundsvall Dragons vann 15 stiga útisigur á LF Basket, 92-77, í sjöundu umferð sænsku úrvalsdeild- arinnar í gærkvöldi. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Hlynur Bæringsson átti frábæran leik í liði Sunds- vall Dragons og var efstur í liðinu í framlagi (42), stigum (26), fráköstum (15), stoðsendingum (6) og plús og mínus, en Sundsvall vann með 23 stigum þegar hann var inni á vellinum. Jakob Örn Sigurðar- son bætti síðan við 13 stigum, 3 fráköstum og 2 stoð- sendingum. Hlynur ætlaði ekki að vera minni maður en gamli liðsfélaginn hans úr Snæfelli. Jón Ólafur Jónsson hitti úr öllum tíu skotum sínum í stórsigri á KR í DHL- höllinni á fimmtudagskvöldið og Hlynur hitti úr átta fyrstu skotunum sínum í gær; þar af skoraði hann 11 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins. Hlynur nýtti 8 af 10 skotum sínum utan af velli og var með nákvæm- lega sömu nýtingu á vítalínunni. Þetta var langbesti leikur hans á tímabilinu. Pavel Ermolinskij var frákastahæstur í liði Norr- köping Dolphins, sem tapaði með 13 stiga mun á úti- velli á móti 08-liðinu frá Stokkhólmi, 68-81. Pavel var með 4 stig og 10 fráköst en hitti aðeins úr 1 af 7 skot- um sínum. - óój Hlynur Bæringsson með stórleik í flottum útisigri Drekanna í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi: Hlynur hitti úr átta fyrstu skotunum sínum HLYNUR BÆRINGSSON Spilaði sinn besta leik á tímabilinu í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var enn á ný á skotskónum með Cercle Brugge í belgísku úrvals- deildinni í gærkvöldi en eins og í hinum leikjunum dugði það liðinu ekki til að ná í stig. Cercle Brugge tapaði 1-2 á útivelli á móti Standard Liege. Eiður Smári hefur skoraði í þremur fyrstu leikjum sínum með Cercle Brugge en liðið hefur ekki náð í stig í neinum þeirra og situr enn í botnsæti deildarinnar. Eiður Smári skoraði líka í 1-3 tapi á útivelli á móti Zulte-Waregem og í 1-2 tapi á heimavelli á móti Mechelen. - óój Eiður Smári í Belgíu: Skoraði í þriðja leiknum í röð EIÐUR SMÁRI Mörkin hans skila ekki stigum til Cercle-liðsins. MYND/AFP FÓTBOLTI Viktor Bjarki Arnars- son gekk í gær frá tveggja ára samning við Fram, en hann hefur spilað með KR undanfarin þrjú sumur. „Hann er gæðaleikmaður sem mun koma með aukna reynslu inn í leikmannahópinn, reynslu sem hefur vantað,“ sagði Þor- valdur Örlygsson, þjálfari Fram, á heimasíðu félagsins. Viktor Bjarki er uppalinn í Vík- ingi en hefur einnig spilað með Fylki í úrvalsdeild karla. Hann hefur skorað 23 mörk í 128 leikj- um í efstu deild. - óój Pepsi-deild karla í fótbolta: Viktor Bjarki samdi við Fram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.