Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 102
27. október 2012 LAUGARDAGUR66 „Mér finnst mjög gaman að mæta í tímana hans því hann er svo góður leiðbeinandi,“ segir Auður Ómars- dóttir, kærasta bardagakappans Gunnars Nelson. Þau kynntust í gegnum æfingarnar í Mjölni og hafa nú verið saman í um tíu mánuði. Parið æfir oft saman og sækir Auður líka tíma hjá Gunnari í Mjölni. „Það var skrítið þegar við vorum nýbyrjuð saman og mér var mjög umhugað um að gera allar æfingarnar rétt, en núna er þetta bara gaman. Við æfum líka saman en keppum ekki á móti hvort öðru, ég mundi skíttapa því,“ segir hún. Auður hóf að æfa brasilískt jiu- jitsu fyrir tæpu ári og segir íþrótt- ina þá skemmtilegustu sem hún hafi stundað. „Það mætti segja að ég hafi fengið hugskot um að ég ætti að byrja í Mjölni. Ég hafði áður æft handbolta og crossfit og var komin með nóg af því. Ég prófaði að mæta í tíma í víkingaþreki með vini mínum og strax í fyrsta tímanum sogaðist ég inn í andrúmsloftið sem er þarna og mánuði síðar var ég byrjuð í glímunni. Ég fann mig fullkomlega í íþróttinni,“ segir hún. Á sunnudaginn fyrir viku keppti Auður á Sleipnir Open-mótinu og hreppti gullverðlaunin. Áður hafði hún unnið silfurverðlaun á Mjölnir Open-mótinu. Auður er með bláa beltið í jiu-jitsu, sem er fyrsta belt- ið á eftir byrjandabeltinu, og keppti á móti stúlkum í sama flokki. Hún stundar einnig nám í mynd- list við Listaháskóla Íslands og segir glímuna og listina ekki jafn ólík- ar og marga mundi gruna. „Ég lít á jiu-jitsu sem listform og í öllum listformum felst mikil andleg speki. Gunni hjálpar mér að gera list og ég hjálpa honum í jiu-jitsu, þetta tvennt fer mjög vel saman.“ sara@frettabladid.is PERSÓNAN „Þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Haukur S. Magnússon úr rokk- sveitinni Reykjavík!. „Þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur verið á sviði með fimmtán síðhærðum jap- önskum stelpum að „headbanga“ við músíkina þína.“ Reykjavík! er nýkomin heim frá Japan þar sem hún flutti jaðarsöng- leikinn Tickling Death Machines í borginni Kyoto ásamt Ernu Ómars- dóttur og Valdimar Jóhannes syni úr dansflokknum Shalala og hljóm- sveitinni Lazyblood. „Þegar við frumsýndum verkefnið í Brussel í fyrra var þar staddur forstöðu- maður japanskrar hátíðar, Kyoto Experiment, og hann vildi ólmur að við kæmum og settum upp þetta verk,“ segir Haukur, sem hafði mjög gaman af tímanum í Japan. „Japan er eins konar sjónarhorns- sprengja. Maður fær nýja sýn á allt.“ Hann bætir því við að gamall draumur Reykjavíkur! hafi ræst með þessu ferðalagi. „Þegar við byrjuðum að spila settum við okkur þrjú markmið. Það fyrsta var að gera þrjár góðar plötur, það næsta að spila í útlöndum og það þriðja að spila í Japan. Ég held að markmiðið núna sé að spila aftur í Japan. Við erum ákaflega þakklátir Ernu fyrir samstarfið og þessi tækifæri sem hún hefur veitt okkur.“ - fb Sjónarhornssprengja í Japan GAMAN Í JAPAN Haukur (til vinstri) bregður á leik ásamt Guðmundi Birgi Halldórssyni, félaga sínum úr Reykjavík!. AUÐUR ÓMARSDÓTTIR: ÆFIR JIU-JITSU MEÐ KÆRASTANUM Myndi skíttapa fyrir Nelson Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle sendir út beint frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og er þetta fjórða árið í röð sem hún mætir á hátíðina. „Útsendingin okkar frá Iceland Airwaves tengir tónlistarunnendur í Seattle og um allan heim við það nýjasta og besta í tónlist um þessar mundir,” sagði Kevin Cole, aðal- dagskrárstjóri stöðvarinnar og umsjónar- maður þáttarins Afternoon Show. „Þessar útsendingar eru stefna okkar í hnotskurn, þ.e. að vera í fararbroddi spilunar nýrrar tónlistar.“ Verkefnið er unnið í samvinnu við Iceland Naturally, KEX Hostel, Icelandair og Kimi Records. Útsendingar verða frá KEX Hostel en dagskrárgerðarfólkið Cheryl Waters og Kevin Cole kynna dagskrárliði á FM 90,3 og á Kexp.org dagana 31. október til 2. nóvem- ber frá kl. 13 til kl. 21. Meðal þeirra fimmtán hljómsveita sem fram koma á KEX Hostel eru Ólafur Arnalds, Ghostigital, Sóley, Ojba Rasta, Sólstafir, Úlfur Úlfur og Seattle-hipphopplistamennirnir í Shabazz Palaces og THEESatisfaction. Of Monsters and Men og FM Belfast spiluðu á Kex Hostel í fyrra og mun síðar- nefnda sveitin einnig koma fram á hátíðinni í ár. Auk beinu útsendinganna mun KEXP taka upp um 15-20 tónlistarmyndbönd með íslenskum listamönnum víðs vegar um Reykjavíkurborg og verða þau sýnd á síðunni Kexp.org að hátíðinni lokinni. Fimmtán hljómsveitir í beinni hjá KEXP Brasilískt jiu-jitsu er einnig nefnt uppgjafarglíma og á uppruna sinn í japönsku kodokan-júdói. Íþróttin er hönnuð fyrir veikari einstakling á móti stærri og er markmið hennar að ná yfirburðastöðu gagnvart andstæðingn- um. Yfirburðastaða er staða þar sem andstæðingnum gefst ekki færi á að meiða mann. Henni má ná með lás, svæfingu eða einhvers konar taki. MARKMIÐIÐ AÐ YFIRBUGA ANDSTÆÐINGINN Í BEINNI Reggísveitin Ojba Rasta verður í beinni útsendingu á KEXP. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÆFA SAMAN Auður Ómarsdóttir æfir gjarnan með kærastanum sínum, Gunnari Nelson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigurður Sævar Magnúsarson Aldur: 15 ára Starf: Nemi í 10. bekk í Hagaskóla, sundmaður í KR og myndlistar- maður. Fjölskylda: Tvær systur, Magnea Herborg, 16 ára og Hrönn, 23 ára. Foreldrar: Birna Björnsdóttir tón- listarkennari og Magnús Ólafsson, deildarstjóri á geðsviði Land- spítalans. Stjörnumerki: Meyja Sigurður Sævar á listaverk á sýningu Félags frístundamálara sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. helgi á Korputorgi – 27. og 28. okt. helgi á Korputor gi – 27. og 28. ok t. helgi á Korputorgi – 27. og 28. okt. helgi á Korputor gi – 27. og 28. ok t. Tax Free gildir ekki í Bón us og af gæludýrafóðri á Gæludýr.is. Tax Free jafngildir 20,3% afslætti nema annað sé tekið fram. Allar verslan ir greiða virðisaukaskatt , en bjóða afslátt sem þv í nemur. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 23 03 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.