Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 4
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
UMHVERFISMÁL Landspítalinn
ætlar að grípa til ýmissa aðgerða
til þess að minnka áhrif sín á
umhverfið strax á næsta ári, sam-
kvæmt nýrri umhverfisstefnu og
umhverfisáætlun sem var kynnt
í gær.
„Stefnan er vandlega undir-
búin. Það komu margir að henni
og við höfum líka verið að læra
af reynslu erlendis frá. Þau virtu
sjúkrahús sem við berum okkur
saman við hafa gert frábæra hluti
í umhverfismálum. Þau eru búin
að sýna og sanna að tækifæri til að
gera vel á sjúkrahúsum eru mikil.
Aðgerðirnar bæta umhverfið en
bæta oft líka heilsu starfsfólks
og sjúklinga og leiða jafnvel líka
til hagræðis. Við viljum gera enn
þá meira af þessu,“ segir Birna
Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá
Landspítalanum.
Stefnt er að því að minnka
umfang rusls sem fer ekki í end-
urvinnslu um 400 kíló á dag með
því að auka flokkun úrgangs og
minnka notkun á einnota vörum.
Nauðsynlegt er í mörgum tilvikum
að nota einnota vörur vegna sýk-
ingavarna, en í öðrum tilvikum
verður þeim skipt út fyrir marg-
nota.
Þá ætlar spítalinn að gera vist-
vænni innkaup og veita betri upp-
lýsingar um umhverfismálin. Nú
þegar hefur pappírsnotkun minnk-
að um nær helming frá árinu 2009.
Spítalinn ætlar að grípa til hvetj-
andi aðgerða til þess að fá fleiri
starfsmenn til að koma til vinnu
með öðrum hætti en keyrandi.
thorunn@frettabladid.is
1.300 tonn af rusli
falla til á hverju ári
Rúmlega 1.277 tonn af sorpi féllu til við starfsemi Landspítalans í fyrra. 23
prósent fóru í endurvinnslu. Spítalinn notar rafmagn á við 4.600 heimili og
heitt vatn á við 1.600. Ný umhverfisstefna var kynnt á spítalanum í gær.
■ Landspítalinn notar jafn mikið rafmagn og 4.600 heimili og jafn mikið heitt
vatn og 1.600 heimili. Kostnaðurinn er 275 milljónir á ári. Stefnan er að
minnka notkun um þrjú prósent frá 2011 til 2013.
■ 7 prósent starfsmanna fóru oftast hjólandi
til og frá vinnu í fyrra og 8 prósent gengu eða
hlupu. 6 prósent tóku oftast strætó. Það er
samtals 21 prósent en stefnan er að fjölga í 30
prósent á næsta ári.
■ Ökuferðir og flugferðir í tengslum
við starfsemi spítalans valda því
að fimm tonn af koltvísýringi
losna á hverjum degi. Þrjú
þessara tonna falla til við það að
starfsmenn keyra til og frá vinnu.
■ Landspítalinn kaupir vörur og þjónustu fyrir
25 milljónir á dag frá 2.800 birgjum.
■ 3,5 tonn af úrgangi féllu til á hverjum degi í fyrra, eða 1.277 tonn allt árið.
Tæpur fjórðungur fór í endurvinnslu. Minnka á umfangið sem fer til urðunar
og brennslu um 15 prósent á næsta ári, það eru 400 kíló á dag.
■ Glaðloft sem notað er í aðgerðum og fæðingum veldur losun á fjórum
tonnum af koltvísýringi á hverjum degi.
21% hjólaði, gekk eða tók strætisvagn
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
15°
8°
8°
8°
9°
7°
7°
22°
13°
19°
15°
26°
6°
11°
17°
5°Á MORGUN
3-8 m/s en hvessir
seint um kvöldið.
FIMMTUDAGUR
10-18 m/s
víðast hvar.
4
4
1
3
3
4
2
6
4
7
1
6
6
3
2
2
3
2
2
4
5
5
5 1
2
1
-3
5
3
1 2
1
KAFLASKIPT Það
lægir og léttir til
í dag en seint á
morgun kemur ný
lægð upp að suð-
vestur- ströndinni
og á fi mmtudag-
inn má búast við
strekkingi eða all-
hvössum vindi víða
á landinu. Rigning
eða slydda, síðar
skúrir og él en
úrkomulítið N- og
A-lands.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
BRETLAND, AP Helen Boaden, fréttastjóri breska
ríkisútvarpsins BBC, og Stephen Mitchell,
aðstoðarmaður hennar, hafa vikið tímabundið
úr starfi vegna mistaka í fréttaflutningi.
Áður hafði útvarpsstjórinn George Entwistle
sagt af sér vegna málsins, aðeins tæpum tveim-
ur mánuðum eftir að hann tók við starfinu.
Hann á rétt á 450 þúsund pundum, jafnvirði
rúmlega 92 milljóna króna, samkvæmt starfs-
lokasamningi, en hefur verið hvattur til þess að
þiggja ekki þetta fé.
Steve Field, talsmaður Davids Cameron for-
sætisráðherra, tók undir harða gagnrýni á
þennan starfslokasamning: „Greinilega er erf-
itt að réttlæta veglegar greiðslur af þessari
stærðargráðu,“ segir Field.
Allt þetta uppnám tengist fréttaflutningi
BBC af sjónvarpsmanninum Jimmy Savile,
sem lést í fyrra en hefur síðan verið sakaður
um að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn
unglingsstúlkum.
Í fréttaþættinum Newsnight var fyrr í
mánuðinum fullyrt að ónafngreindur stjórn-
málamaður væri flæktur í kynferðisbrotamál
Saviles. Fljótlega fréttist við hvaða stjórnmála-
mann var átt, en jafnframt kom í ljós að eng-
inn fótur var fyrir því að hann tengdist í reynd
málinu. - gb
Fréttastjóri og varafréttastjóri BBC víkja í kjölfar afsagnar útvarpsstjóra:
Gagnrýni á 92 milljóna starfslokasamning
Í HÖFUÐSTÖÐVUM BBC Óvandaður fréttaflutningur
breska ríkisútvarpsins hefur dregið dilk á eftir sér.
NORDICPHOTOS/AFP
GENGIÐ 12.11.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
227,1075
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,54 129,16
204,37 205,37
163,33 164,25
21,898 22,026
22,358 22,490
19,018 19,130
1,6175 1,6269
196,11 197,27
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
MATVÆLI Matvælastofnun telur
ekki lengur ástæðu til að vara
við neyslu skelfisks úr Hvalfirði.
Viðvörun vegna þörungaeiturs
og viðvarandi eiturþörunga í sjó
hefur staðið frá því í júní og var
ástandið sérstaklega viðsjárvert
í haust vegna mikils magns eitur-
þörunga í sjó.
Stofnunin bendir fólki samt á að
fara varlega í ljósi þess að stutt
er síðan magn eiturþörunga í firð-
inum mældist hærra en nokkru
sinni fyrr. Eiturmagnið er nánast
á viðmiðunarmörkum og gæti
breyst ef eiturþörungum fjölgar
aftur í firðinum. - shá
Fara skal varlega áfram:
Neysla á skel nú
talin hættulaus
SKEL ÚR HVALFIRÐI Veitingahús og
verslanir þurfa að virða reglur um upp-
runa á skel. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest niðurstöðu Héraðs-
dóms Reykjavíkur þess efnis að
ríkissaksókn-
ara beri ekki
skylda til að
afla upplýsinga
fyrir Gunnar
Þ. Andersen
um viðskipti
Landsbankans
við þingmann-
inn Guðlaug
Þór Þórðarson.
Gunnar
sætir ákæru fyrir brot á þagnar-
skyldu í starfi sínu sem for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins með
því að hafa aflað gagna um við-
skipti Guðlaugs og komið þeim
til DV. Hann hefur sagt að hann
geti ekki gripið til fullnægjandi
varna nema allar upplýsingar
um viðskiptin séu hluti af máls-
skjölunum. Þessu eru dómstólar
ekki sammála. - sh
Hæstiréttur hafnar kröfu:
Gunnar fær
ekki gögnin
GUNNAR Þ.
ANDERSEN
MENNING Hallsteinn Sigurðs-
son myndhöggvari hefur boðið
Reykjavíkurborg sextán verk
sín að gjöf. Höggmyndirnar eru
í Gufunesi á borgarlandi sem
Hallsteinn hefur leigt frá árinu
1988.
Í drögum að samningi Hall-
steins og borgarinnar kemur
fram að borgin muni taka aftur
við landinu en tileinka það Hall-
steini með því að nefna högg-
myndagarðinn eftir listamann-
inum og gera hann aðgengilegan
almenningi. Einnig muni borgin
sjá um kynningu verkanna og
umsjón og viðhald á svæðinu.
- gar
Hallsteinn Sigurðsson:
Gefur verk og
fær eigin garð
VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands
(FSÍ) tilkynnti í gærmorgun að
hann hefði selt sjö prósenta hlut í
Icelandair á 2,7 milljarða króna.
Sjóðurinn á eftir þetta um tólf
prósenta hlut í félaginu og er
næststærsti eigandi þess. Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins
(LSR) keypti þrjú prósent af FSÍ
á samtals 1.140 milljónir króna.
Það staðfesti Haukur Hafsteins-
son, framkvæmdastjóri LSR, í
samtali við Fréttablaðið í gær.
Ekki hefur verið upplýst hverjir
keyptu hin fjögur prósentin sem
FSÍ seldi. - þsj
FSÍ selur í Icelandair:
LSR keypti
fyrir milljarð