Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 19
HELGI HJÖRVAR 2. SÆTIFREYJA STEINGRÍMSDÓTTIR 7.-8. SÆTI Forysta jafnaðarmanna Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og formaður jafnaðarmanna í Norðurlandaráði. Hann hefur verið formaður umhverfisnefndar Alþingis, forseti Norðurlandaráðs og forseti borgarstjórnar og auk þess sinnt öðrum forystuverkefnum m.a. í samtökum fatlaðra. Áföstudag og laugardag gefst okkur íSamfylkingunni kostur á að velja forystu flokksins í Reykjavík. Ég sækist eftir stuðningi ykkar til að leiða annað kjördæmið hér í Reykjavík, en sit nú í öðru sæti á eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í Reykjavík norður. Jafnaðarmenn á hinum Norðurlöndunum hafa haft forystu um uppbyggingu norræns velferðarríkis. Það var reist á rústum krepp - unnar miklu. Það skiptir framtíð Íslands öllu máli að endurreisnin hér sé líka undir forystu jafnaðarmanna. Aðeins þannig verða jöfnuður, almannahagsmunir, þjóðareign auðlinda, öflugt velferðarkerfi og alþjóðleg samvinna í öndvegi. Það fer auk þess vel á því að við sem höfðum forystu um hreinsunarstarfið, leiðum áfram uppbygginguna. Árangur og umboð Sígandi lukka er best. Víða um lönd hefur viðsnúningurinn á Íslandi vakið verðskuldaða athygli. Við jafnaðarmenn getum gengið bjart- sýn til kosninga vegna þess góða árangurs sem náðst hefur. Um leið verðum við af eldmóði að vinna úr erfiðleikum sem hópar fólks og fyrirtækja glíma enn við. Þar er stórum verk- efnum enn ólokið. Ég hef á þessu kjörtímabili leitt starf Norður- landaráðs og haldið utan um efnahags- og skattamál í þinginu. Þá bættust bankamálin við sl. vetur en þar eigum við í Samfylkingunni enn mikið ógert til að bæta úr málum. Í þessum verkum er spurt um umboð. Til þess að ná árangri í þeim þarf maður sterkt umboð frá félögum sínum. Þess vegna sækist ég eftir þínum stuðningi til að leiða annað kjördæmið í Reykjavík. Munum: að tryggja þarf þjóðareign auð- linda í stjórnarskrá og arð af auð- lindum í auðlindasjóð. að það er forgangsmál að efla vel- ferðarkerfið og berjast gegn fátækt. að tryggja þarf stöðu almennings gegn bönkunum og aðskilja starf- semi fjárfestingarbanka og við- skiptabanka. að launamisrétti kynjanna er út- breiddasta óréttlætið í samfélaginu. að við þurfum gjaldmiðil sem er hvorki verðtryggður, gengistryggður né með okurvöxtum. Heilbrigðari stjórnmál Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræð- ingur, býður sig fram í 7. - 8. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Freyja er 23 ára Reykvíkingur og stundar nú framhalds- nám í hagnýtum jafnréttisfræðum sam- hliða verkefnavinnu fyrir lektor við stjórn- málafræðideild HÍ og ýmsum nefndarstörfum. Freyja Steingrímsdóttir stígur ung og fersk fram á svið stjórnmálanna með háleitar hugmyndir og skoðanir á málefnum hins íslenska samfélags. Lýðræði, jafnrétti og heil- brigð stjórnmál eru Freyju efst í huga en sér í lagi leggur hún áherslu á aðkomu unga fólksins að hinum hefðbundnu stofnunum lýðræðisins. Brúum kynslóðabilið Freyja leggur áherslu á að brúa kynslóðabilið í íslenskum stjórnmálum, stuðla að virkri um- ræðuhefð og auka traust almennings, einkum ungs fólks, á stjórnmálum með heilbrigðari starfsháttum. Jafnframt eru málefni og hags- munir ungmenna Freyju hugleiknir en hún vill að stjórnvöld beiti sér sérstaklega fyrir málefn- um þeirra, sér í lagi á sviði mennta- og atvinnu- mála. Stjórnmálin og flokkarnir eru að eldast, þeir höfða ekki lengur til yngstu kjósendanna. Gjá hefur myndast á milli ungmenna, sem hafa áhuga á stjórnmálum en finna sig ekki á hinum hefðbundna stjórnmálavettvangi, og stjórn- málamanna sem stunda gamaldags stjórnmál og skilja ekki áhugaleysi ungmenna á þeim. Veruleiki ungs fólks kallar á sérstæð hags- munamál og sértæka fulltrúa. Gerendahæfni á alþjóðavettvangi Íslendingar þurfa að halda áfram að vera sterkir gerendur á sviði alþjóðastjórnmála. Gerenda- hæfni okkar á taflborði alþjóðasamfélagsins hefur aukist samfara vaxandi sjálfstrausti okkar og höfum við raunverulegt tækifæri til áhrifa á þeim vettvangi. Aukin framlög til þróunarað- stoðar telur Freyja jafnframt vera forgangsatriði Aðild Íslands að Evrópusambandinu er Freyju hjartans mál enda telur hún hagsmunum Íslendinga vera best borgið í náinni samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir. Áherslumál: Málefni yngsta kjósendahópsins: Brúum kynslóðabilið yfir í heilbrigðari stjórnmál Heilbrigðari stjórnmál: Þverpólítísk samvinna og umræðustjórnmál Jafnrétti fyrir alla: Grundvallaratriði í réttlátu samfélagi jöfnuðar Gerendahæfni á alþjóðavettvangi: Beitum okkur á sviði mannúðar- og lýðræðismála Ísland og Evrópa: Gríðarmikið hagsmunamál fyrir almenning Samfylkingin í Reykjavík FLOKKSVAL 16. OG 17.NÓVEMBER 2012 Netkosning fer fram á www.samfylkingin.is eða í Laugardalshöllinni Freyja 7.-8. sæti Helgi 2. sæti Mörður 3. sæti Ósk 6. sæti Sigríður 1.-2. sæti Skúli 2.-3. sæti Teitur 4.-5. sæti Valgerður 1.-2. sæti Össur 1. sæti Hrafnhildur 5. sæti Anna 3.-4. sæti Arnar 4.-5. sæti Björk 3.-4. sæti Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna alþingis -kosninganna 2013 fer fram með netkosningu föstu-daginn 16. og laugardaginn 17. nóvember. Kosning fer fram á heimasíðu Samfylkingarinnar, samfylkingin.is og þar eru leiðbeiningar um hvernig netkosning fer fram ásamt upplýsingum um flokksvalið og frambjóðendur. Kosningarétt hafa flokksfélagar í Samfylkingarfélögunum í Reykjavík sem höfðu skráð sig fyrir lokun kjörskrár. Kjörstaður í Laugardalshöll 17. nóvember Fyrir þá sem þurfa aðstoð við kosninguna, hafa ekki aðgang að tölvu eða nota ekki heimabanka verður kjörstaður í Laugardalshöll laugardaginn 17. nóvember. Þar verður opið kl. 10.00-18.00 og ilmandi kaffi á könnunni. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Þeir sem ekki eiga þess kost á að mæta á kjörstað á laugar- daginn geta kosið utan kjörfundar á skrifstofu Samfylk- ingarinnar á Hallveigarstíg 1, 2. hæð. Þar er gott aðgengi fyrir alla. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er opin 12.- 15. nóvember kl. 16.00-19.00 og föstudaginn 16. nóvember kl. 14.00-19.00. Kjósendur í flokksvalinu velja frambjóðendur í bæði Reykjavíkurkjördæmin. Þeir tveir frambjóðendur sem fá flest atkvæði munu skipa forystusætin, hvor á sínum framboðslistanum. Kjósendur skulu velja átta frambjóð- endur, hvorki fleiri né færri. Átta efstu sætin eru bindandi að teknu tilliti til jafns kynjahlutfalls.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.