Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. nóvember 2012 15 Skipulagsstofnun auglýsti 25. september síðastliðinn tillögu að fyrstu landsskipulagsstefnu til tólf ára. Í þessari grein er gerð í stuttu máli grein fyrir tilurð stefnumót- unar um landnotkun á landsvísu og vinnu við þá tillögu sem nú er í kynningu. Stefnumörkun um landnotkun á landsvísu er þekkt víða um heim en undir ólíkum formerkjum. Hér á landi voru í fyrsta sinn árið 2010 sett í lög ákvæði um landsskipu- lagsstefnu en þau má rekja til frumvarps til skipulags- og bygg- ingarlaga frá árinu 1990 sem varð að lögum árið 1997. Þar eru ákvæði um áætlanir um landnotkun á landsvísu og nauðsyn þess að gögn um þær áætlanir séu fyrir hendi. Niðurstaðan varð sú að Alþingi markar með ályktun sinni lands- skipulagsstefnu þar sem áætlanir opinberra aðila sem varða land- notkun eru samþættar og stefnan útfærð með tilliti til skipulags land- notkunar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Áhrif landsskipulagsstefnu Með landsskipulagsstefnu er ekki verið að mæla fyrir um stað- bundnar ákvarðanir um land- notkun heldur verið að marka almenna stefnu sem byggir á áherslum umhverfis- og auðlinda- ráðherra, samráðsferli og samþætt- ingu áætlana á landsvísu. Sveitarfélögin skulu taka mið af landsskipulagsstefnu við gerð skipulagsáætlana innan fjögurra ára frá samþykkt hennar. Telji sveitarstjórn hins vegar að ekki beri að taka mið af henni skal hún færa rök fyrir þeirri afstöðu þegar aðalskipulagið er sent Skipulags- stofnun til staðfestingar. Mótun tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024 var mótuð í virku sam- ráði við sveitarfélög og samtök þeirra, opinberar stofnanir og hags- munasamtök. Ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipaði um gerð lands- skipulagsstefnu, skipuð fulltrúum ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur komið að vinnu við gerð landsskipulagsstefnu og hefur verið Skipulagsstofnun til ráðgjafar um vinnslu hennar. Stofnaður var sérstakur sam- ráðsvettvangur vegna mótunar landsskipulagsstefnu og óskað var eftir tilnefningum frá sveitar- félögum og samtökum þeirra, opinberum stofnunum, fyrir- tækjum sem sinna uppbyggingu og rekstri grunngerðar og sam tökum á sviði atvinnuvega og náttúru- og umhverfisverndar. Jafnframt voru helstu skjöl í ferlinu kynnt á heimasíðu landsskipulagsstefnu og þar gafst færi á að bregðast við og gera athugasemdir. Þá var birt auglýsing í dagblöðum þar sem almenningi var boðið að skrá sig á vettvanginn til að geta þannig fylgst með. Fundir voru haldnir á samráðs- vettvangi og voru þeir auglýstir í fjölmiðlum og öllum frjálst að taka þátt. Á fundunum var fjallað um lýsingu fyrir verkefnið, sviðs- myndir og stefnumörkun. Skil- greindir voru umhverfisþættir og lagt mat á umhverfisáhrif ein- stakra sviðsmynda. Á grundvelli umhverfismatsins og áherslna úr samráðsvinnu voru valin atriði úr sviðsmyndum sem voru útfærð í stefnunni. Skilgreind voru leiðarljós fyrir áherslumálin – miðhálendið, búsetumynstrið og hafið, mark- mið og leiðir að markmiðum. Þá var gerð grein fyrir framkvæmd stefnunnar, s.s. hlutverki einstakra ráðuneyta, stofnana og sveitarfé- laga og annarra eftir því sem við á. Áherslur í fyrstu landsskipulags- stefnu og helstu forsendur Samkvæmt reglugerð um lands- skipulagstefnu ákveður um- hverfis ráðherra á hvað skuli leggja áherslu í landsskipulags- stefnu. Áherslurnar geta varðað t.d. landshluta, landgerðir, gæði byggðar, menningarlandslag, loftslagsmál eða náttúruvá. Þetta gerir ráðherra í upphafi kjörtíma- bils. Í fyrstu landsskipulagsstefnu ákvað umhverfisráðherra í septem- ber 2011 að leggja skyldi áherslu á: ■ Skipulagsmál á miðhálendi Íslands ■ Búsetumynstur og dreifingu byggðar ■ Skipulag á haf- og strandsvæðum Áður en og um leið og stefnan var mörkuð voru forsendur skoð- aðar vel. Í tengslum við gerð lands- skipulagsstefnunnar var tekið saman, eins og reglugerðin mælir fyrir um: ■ Yfirlit um stefnu stjórnvalda í málaflokkum sem varða land- notkun ■ Greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála ■ Greinargerð um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags Auk þess var unnin sérstök skýrsla um ferðamennsku á miðhá- lendi Íslands. Auglýst tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024 Skipulagsstofnun hefur auglýst til- lögu að landsskipulagsstefnu 2013- 2024 og frestur til að gera athuga- semdir við tillöguna rennur út 20. nóvember næstkomandi. Stofnunin hvetur eindregið til þess að allir þeir sem hafa áhuga á eða hafa hagsmuna að gæta taki þátt í mótun stefnunnar og sendi inn athuga- semdir. Það á jafnt við almenning, frjáls félagasamtök, hagsmunasam- tök á sviði atvinnuvega, sveitarfé- lög og stofnanir. Fulltrúar þessara aðila hafa verið virkir í samráðs- ferlinu við mótun landsskipulags- stefnu á fyrri stigum og því er mikilvægt að fylgja því eftir í hinu formlega auglýsingaferli. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Skipu- lagsstofnunar og Landsskipulag.is og sem fyrr segir er öllum frjálst að gera athugasemdir. Landsskipulagsstefna Landsskipulag Stefán Thors forstjóri Skipulagsstofnunar Einar Jónsson verkefnisstjóri Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að halda upp á hátíð ljóssins, Diwali, sem nú á hug þeirra og hjörtu. Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa örlitla birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á sérstakan fimm rétta Diwali- hátíðarmatseðil frá og með 18. október til 18. nóvember á afar góðu verði: 4.990 kr. virka daga og 5.990 kr. á föstudögum og laugardögum. Þökkum frábærar móttökur. Borðapantanir í síma 552 1630. Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 www.austurindia.is Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 DIWALI – HÁTÍÐ LJÓSSINS Lokadagur Diwali er 18. nóvember FORRÉTTUR Anarkali Machhli Léttkryddaðar laxabollur með lauk, hvítlauk, chillíi, kúmmíni og ferskum kóríander AÐALRÉTTIR Shikandari Gosht Safaríkt lambafillet, marínerað í ferskri myntu, tómatmauki, chillíi, fennelfræjum, kúmmíni og kewra-vatni og Murgh Rajasthani Maríneraðar kjúklingalundir með engiferi, hvítlauk, kúmmíni, kardimommum, negul og hvítum pipar. Uppáhald frá eyðimörkinni í Rajasthan og Hyderabadi do Piaza Blómkál og brokkolí eldað með tómatmauki, lauk, chillíi, kóríander og túrmeriki MEÐLÆTI Raitha Heimalöguð jógúrtsósa með gúrkum og kryddblöndu og Basmati-hrísgrjón og Naan-brauð Garlic Naan með hvítlauk, Masala Kulcha með kúmeni, lauk og kóríander EFTIRRÉTTUR Mango Kulfi Indverskur eftirréttur DIWALI hátíðarmatseðill 4.990 kr. 5.990 kr. (fös.-lau.) Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu býður gesti velkomna á Diwali, hátíð ljóssins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.