Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 27
Verðtryggingin dregin fyrir dóm Opinn borgarafundur Hagsmunasamtaka heimilanna Háskólabíó, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20. Velferð heimilanna er í húfi. Segjum hingað og ekki lengra. Hagsmunasamtök Heimilanna www.heimilin.is – heimilin@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna efna til borgarafundar í tilefni málsóknar sem samtökin styðja gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteigna- láns. Málsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Einnig verður fjallað um nýtt frumvarp um neytendalán, sem hefur verið lagt fram, en í því þurfa bankarnir ekki að reikna verðtryggingu inn í útreikning á kostnaði við lántöku. Samt er verðtryggingin stærsti kostnaðarliðurinn við lán einstaklinga. Frummælendur verða þeir Pétur Blöndal, Guðmundur Ásgeirsson og Þórður Heimir Sveinsson hdl. Pallborðsumræður verða með fulltrúum allra þingflokkanna, frummælendum, fulltrúum frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda. Fundarstjóri verður Egill Helgason.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.