Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 10
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
Allir viðskiptavinir sem
bættust við íslenska far-
símamarkaðinn á fyrri
hluta árs fóru til Nova.
Markaðshlutdeild Nova og
Vodafone verður jöfn um
áramót. Síminn bætir við
sig í fyrsta sinn í mörg ár.
Nova var með 6.416 færri viðskipta-
vini í farsímaþjónustu en Vodafone
um mitt þetta ár. Á fyrri helmingi
þessa árs bætti Nova við sig 7.229
viðskiptavinum en á sama tíma
fjölgaði þeim um 257 hjá Vodafone.
Haldi þessi þróun áfram á síð-
ari hluta ársins 2012 verður Nova
orðið næststærsta farsímafyrirtæki
landsins í árslok á eftir Símanum.
Þetta kemur fram í nýrri tölfræði-
skýrslu Póst- og fjarskiptastofn-
unnar (PFS) um íslenska fjarskipta-
markaðinn á fyrri helmingi ársins
2012 sem birt var í gær.
Alls bættust 7.046 áskriftir við
íslenska farsímamarkaðinn á síð-
asta ári. Ljóst er að Nova tók alla
þá viðskiptavini til sín. Til viðbót-
ar tapaði Tal rúmlega þúsund við-
skiptavinum sem skiptast nokkuð
bróðurlega á milli annarra síma-
fyrirtækja.
Viðskiptavinir Nova, sem hóf
starfsemi 1. desember 2007, voru
orðnir tæplega 107 þúsund í lok júní
síðastliðins. Það er í fyrsta sinn sem
þeir fara yfir 100 þúsund viðskipta-
vinamarkið í samantekt PFS. Liv
Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri
Nova, segir allt stefna í að Nova
verði orðið jafn stórt og Vodafone
í lok þessa árs. „Það er rétt rúmur
mánuður eftir af árinu og ég sé
ekki annað en að það stefni í það.
Ég myndi áætla að markaðshlut-
deild félaganna tveggja verði sam-
bærileg í lok þessa árs. Við verðum
fimm ára 1. desember næstkomandi
og þessi þróun er í takt við það sem
við létum okkur dreyma um þegar
við lögðum af stað í þessa miklu
fjárfestingu.“
Síminn bætti loks við sig
Síminn, stærsta farsímafyrir-
tæki landsins, bætir við sig við-
skiptavinum í fyrsta sinn síðan
PFS fór að birta tölfræðiupplýs-
ingar um fjarskiptamarkaðinn
opinberlega. Þeim fjölgaði um 230
á fyrstu sex mánuðum þessa árs
og voru 153.421 talsins. Sævar
Freyr Þráinsson, forstjóri Sím-
ans, segir árangurinn vera í takt
við áherslur fyrirtækisins á und-
anförnum árum. „Við höfum verið
að leggja áherslu á að efla okkar
þjónustu til okkar núverandi við-
skiptavina. Það er greinilegt á
þessu að sú vinna er að skila sér.“
Markaðshlutdeild Símans hefur
þó lækkað jafnt og þétt á undan-
förnum árum. Árið 2004 var fyrir-
tækið með 64,5 prósenta markaðs-
hlutdeild og rúmlega 173 þúsund
viðskiptavini. Þeim hefur fækkað
um 20 þúsund síðan þá auk þess sem
Símanum hefur ekki tekist að ná í
þá 124 þúsund viðskiptavini sem
bæst hafa við markaðinn síðan þá.
Hlutdeild Vodafone á farsíma-
markaði er nú tæplega 29 pró-
sent og hefur aldrei verið lægri.
Viðskiptavinum fyrirtækisins fjölg-
aði lítillega á fyrri helmingi þessa
árs en ekki nóg til að verja mark-
aðshlutdeildina. Vodafone, sem
verður skráð á markað á þessu ári,
skilaði níu mánaða uppgjöri sínu í
gær. Það sýndi hagnað fyrir skatta
og fjármagnsliði (EBITDA) upp
á 2,2 milljarða króna og hreinan
hagnað upp á 352 milljónir króna.
Fjölga tekjustraumunum
Ómar Svavarsson, forstjóri Voda-
fone, segist ánægður með að við-
skiptavinum fyrirtækisins hafi
fjölgað. „Við höfum á undanförn-
um árum lagt áherslu á að styrkja
stoðirnar undir rekstrinum og
fjölga tekjustraumunum. Það
höfum við gert með því að
bjóða heildarfjarskipta-
þjónustu með góðum
árangri, en vöxturinn
hefur verið mestur í
gagnaflutnings- og
sjónvarpsþjónustu.
Við einblínum ekki
á fjöldatölur heldur
horfum á rekstrar-
niðurstöður félagsins
í heild og mikilvægi
þess að rekstrarmód-
elið okkar sé sjálf-
bært á hverjum tíma.
Afkoma Vodafone á
fyrstu níu mánuðum árs-
ins gefur okkur fulla ástæðu
til bjartsýni og við höldum ró
okkar þótt hlutdeildin á farsíma-
markaðnum hafi lækkað um hálft
prósent á þessu ári.“
Tal náði að fjölga viðskiptavin-
um sínum um rúmlega eitt þúsund
á seinni hluta ársins 2011 en tapaði
þeim aftur á fyrri hluta þessa árs.
Fjöldi viðskiptavina er nánast sá
sami og hann var um mitt síðasta
ár og markaðshlutdeild fyrirtækis-
ins 4,6 prósent. Viktor Ólason, for-
stjóri Tals, segir fyrirtækið hafa
bætt verulega við sig síðan um mitt
ár. Viðskiptavinum þess hafi fjölg-
að um fjögur þúsund á síðustu mán-
uðum.
Nova nánast jafn stórt og Vodafone
HÖRÐ BARÁTTA Um áramót verða öll lúkningargjöld samræmd og þá munu síma-
fyrirtækin keppa á jafnræðisgrundvelli um viðskiptavini.
FRÉTTASKÝRING: Staðan á fjarskiptamarkaði
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@fréttabladid.is
Markaðshlutdeild
á farsímamarkaði
Síminn
39%
Vodafone
28,8%
Nova
27,2%
Tal
4,6%
Aðrir
0,4%
Í 10–11 finnurðu
frábært vöruúrval.
Á salatbarnum í 10–11
færðu hollt og gott salat
með öllu því sem þér
þykir best.
Sjáumst
á salatbarnum!
Fljótlegt og þægilegt