Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 8
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 Hagasmára 1 201 Kópavogi sími 512 8900 reginn@reginn.is Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3.hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, viku fyrir hluthafafundinn. Upplýsingarnar verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Kópavogur, 12 nóvember 2012 Stjórn Regins hf. reginn.is Reginn hf. auglýsir hluthafafund Hluthafafundur Stjórn Regins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 4 desember 2012 og hefst stundvíslega kl. 15.00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Kosning tveggja nýrra stjórnarmanna 2. Tillaga lögð fram um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum 3. Önnur mál ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook FUNDUR Íslensk málnefnd gengst í dag fyrir málþingi um íslensku í tölvuheiminum. Eiríkur Rögnvaldsson mál- fræðingur mun fjalla um íslenska tungu á stafrænni öld, Kristinn Halldór Einars- son, formaður Blindrafélagsins, segir frá nýjum íslenskum tal- gervli og Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Trausti Kristjánsson tölvunar- fræðingur fjalla um nýjan tal- greini fyrir íslensku. Þá verður ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2012 kynnt. Þingið verður haldið í bóka- sal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og hefst klukkan 15. Þing Íslenskrar málnefndar: Íslenskan í tölvuheiminum VERSLUN Íslendingar munu eyða tæplega fjórtán milljörðum króna í jólaverslun þetta árið, samkvæmt spám Rannsóknaseturs verslunarinnar. Hver Íslend- ingur mun verja að meðaltali 43.300 krónum í inn- kaup vegna jólanna. Rannsóknasetrið spáir því að jólaverslun aukist um 2,5 prósent að raunvirði miðað við árið í fyrra. Velta í smásöluverslun hefur aukist á árinu og inn- lend kortavelta sömuleiðis. Kaupmáttur hefur farið vaxandi og verðbólga lækkað. Þótt gengi krónunnar hafi veikst frá áramótum hefur umhverfi verslunar að sumu leyti batnað. Íslendingar munu í heildina eyða um 78 milljörð- um króna í smásöluverslun í nóvember og desember að mati rannsóknasetursins. Það er rúmum fjórum milljörðum meira en sömu mánuði í fyrra. - þeb Hver Íslendingur mun eyða 43 þúsundum króna aukalega segir rannsóknasetur: Fjórtán milljarðar í jólaverslun Jólagjöfin íslensk tónlist Jólagjöfin í ár verður íslensk tónlist að mati valnefndar Rannsóknaseturs verslunarinnar, sem hefur undanfarin ár valið jólagjöf ársins. Forsendurnar sem gefnar eru við val á jólagjöf ársins eru að varan sé vinsæl, seljist vel, falli vel að tíðarand- anum og veki áhuga. Valnefndin telur að gróska í íslenskri tónlist hafi aldrei verið meiri en nú og tón- listaráhuginn beinist í auknum mæli að íslenskri tónlist fremur en erlendri. Íslenskir hlutir hafa verið vinsælir sem jólagjöf hjá rannsóknasetrinu frá hruni. Árið 2008 var jólagjöfin íslensk hönnun og 2010 íslensk lopapeysa. UTANRÍKISMÁL Íslendingar munu ekki taka því þegjandi og hljóða- laust geri Norðmenn alvöru úr þeirri hótun sinni að beita Íslend- inga viðskiptaþvingunum vegna makrílveiða, heldur vísa ákvörð- uninni í kæruferli innan EFTA. Gildir þá einu hvort Norðmenn standa einir að þvingununum eða með fulltingi Evrópusambandsins (ESB). Ö s s u r S k a r p h é ð i n s s o n utanríkis ráðherra lýsti þessu formlega yfir á fundi ráðherra- ráðs EFTA í gær. Hann telur þó ólíklegt að af þvingunum verði. Lisbeth Berg-Hansen, sjávar- útvegsráðherra Noregs, sagði í samtali við norska ríkisútvarpið í september að Norðmenn myndu beita sér fyrir því að Íslendingar yrðu beittir viðurlögum ef þeir héldu veiðum sínum áfram án þess að hafa hlutdeild í makrílkvótan- um. Össur ræddi þessi mál á ráð- herrafundinum í gær. „Það er sérstakur farveg- ur fyrir deilumál milli EFTA- ríkjanna sem gildir einungis fyrir þau, og þegar ég tók makríldeil- una upp á fundinum lét ég það koma fram skýrt að vildi svo ólík- lega til að Norðmenn gripu til við- skiptaþvingana umfram það sem heimilt er samkvæmt bókunum við EES-samninginn þá myndum við berjast gegn því með öllum ráðum, þar með töldu þessu,“ segir Össur. Hann segir að þessum sjónar- miðum hafi verið komið áður á framfæri við Össur á sendiherra- stigi. Til að sýna fram á alvöru Íslendinga í málinu hafi hins vegar verið nauðsynlegt að gera sérstaklega grein fyrir því á ráð- herrafundinum. Össur segir að það séu fyrst og fremst yfirlýsingar Berg-Hansen sem þyki afar hæpnar. „Það er auðvitað merkilegt þegar norskur ráðherra talar með þeim hætti sem Lisbeth Berg- Hansen gerði í haust. Hún er þó, sem betur fer, ótengd utanríkis- málum, en hún gengur mun lengra en Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.“ Össur hefur áður gagnrýnt að Damanaki hafi hótað Íslendingum viðskiptaþvingunum fyrir hönd Norðmanna. Í frumvarpi að reglugerð ESB er kveðið á um heimildir til að grípa til refsiaðgerða gegn ríkjum utan ESB sem talið er að stundi ósjálfbærar fiskveiðar. kolbeinn@frettabladid.is Þvinganir verða kærðar innan EFTA Beiti Norðmenn eða ESB Íslendinga viðskiptaþving- unum vegna makrílveiða munu Íslendingar vísa þeim til kæruferla innan EFTA. Utanríkisráðherra gerði ráðherraráði EFTA það ljóst á fundi í gær. MAKRÍLL Sjávarútvegsráðherra Noregs hefur hótað því að Íslendingar verði beittir viðskiptaþvingunum haldi þeir makrílveiðum áfram áður en samið verður um hlut- deild í kvótanum. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON LISBETH BERG-HANSEN Það er sérstakur farvegur fyrir deilumál milli EFTA-ríkjanna, sem gildir einungis fyrir þau. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.