Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 20
Útgefandi: Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík | Stefán Benediktsson formaður steben@internet.is , Aðalheiður Frantz-
dóttir, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kristinn Örn Jóhannesson, Gunnar Alexander Ólafsson, Ingibjörg Stefánsdóttir.
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR 5. SÆTI MÖRÐUR ÁRNASON 3. SÆTI
Ég vil jöfnuð og réttlæti
Hrafnhildur Ragnarsdóttir er 33 ára,
formaður Kvennahreyfingarinnar og fyrrv.
framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna.
Hún er stjórnmálafræðingur og hefur starfað
við fyrirtækjaráðgjöf PwC, deildarstjóri
þjónustuvers Reykjavíkurborgar og nú
sérfræðingur á Þjóðskjalasafni.
Ég trúi því að besta leiðin til að skapa sátt á Íslandi eftir bankahrunið sé bein aðkoma fólks að ákvörðunum og
upplýsingum. Aðgangur að upplýsingum um
hvernig ákvarðanir eru teknar og tækifæri til
áhrifa áður en ákvörðun er tekin skiptir öllu. Þá
verða stjórnvöld að starfa fyrir opnum tjöldum.
Jafnrétti
Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist
og konur hafa allt að fjórðungi lægri heildar-
tekjur en karlar. Það þarf viðhorfsbreytingu og
pólitískan vilja til að útrýma slíku misrétti.
Ég vil berjast gegn kynbundnu ofbeldi og
krefst þess að samfélagið segi skýrt nei við
ofbeldi gegn konum og öllu öðru ofbeldi. Hlut-
gerving kvenna, klámvæðing og vændi eru allt
samfélagsmein sem ala á ofbeldi gegn konum.
Ég vil auka fræðslu til ungs fólks um skaðleg
skilaboð kláms og taka upp strangari viðurlög
við brotum á jafnréttislögum í auglýsingum.
Brot á vændislögum þarf að taka alvarlega og
hefja þarf raunverulega baráttu gegn mansali.
Ég vil auka fræðslu til almennings og fagfólks
innan réttarkerfisins um kynferðisafbrot og
taka á þessum brotum í samræmi við alvarleika
þeirra.
Ég tel að löngu sé orðið tímabært að bæta
kjör námsmanna. Endurskoða þarf núverandi
námslánakerfi og búa til hvata fyrir námsmenn
að ljúka námi á tilskyldum tíma með því að
breyta hluta láns í styrk. Slíkt myndi lækka
brottfall í háskólum og skila menntuðu fólki
fyrr út á vinnumarkaðinn.
Ég vil að Ísland verði fyrirmynd annarra í
skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, notkun
umhverfisvænna orkjugjafa og velferðar-
samfélag sem gætir hagsmuna náttúrunnar, því
þeir eru einnig hagsmunir fólksins.
Áherslumál:
Aukið lýðræði: Auka áhrif fólks og
skapa sátt.
Leiðréttum launamun: Útrýma
kynbundnum launamun og vinna
gegn kynbundnu starfsvali.
Nei við ofbeldi: Berjast gegn
kynbundnu ofbeldi.
Bætt kjör námsmanna: Endur-
skoða lánafyrirkomulag náms-
manna og breyta hluta láns í styrk.
Hugsum grænt: Sjálfbær
orkunýting og nýsköpun.
Til þjónustu reiðubúinn
Mörður Árnason. Mér finnst stjórnmálin
mikilvæg en íslenskan togar líka. Á lífið
framundan en er samt að eldast. Bý á
Laugaveginum með Lindu, líður vel í borgum
og ekki síður úti í náttúrunni. Afabörnin eru
þrjú og stuðningssonur að auki.
Þingmennskan er áhrifastaða en líka þjón-ustustarf. Ég vil þjóna í nafni jafnaðar-stefnunnar. Þið vitið hvað það merkir á
okkar tímum: Jöfnuður og jafnrétti einkenna
samfélagið, velferð og atvinnulíf haldast í
hendur, grænar áherslur móta daglegt líf og
sambúð okkar við landið.
Við höfum staðið okkur vel við erfiðar aðstæð-
ur frá hruni. Fyrir kosningarnar í vor þurfum
við að hafa góða og trúverðuga framtíðarstefnu.
Við þurfum að sýna kjósendum að við ætlum
að fara í verkin af heilindum og heiðarleik.
Ég er reiðubúinn og legg fram reynslu mína,
hugmyndir og krafta.
Samtíð
Ég hef verið þingmaður jafnaðarmanna í stjórnar-
andstöðu 2003–2007 og frá 2010 í meirihluta
með Jóhönnu Sigurðardóttur – lagt áherslu á
jöfnuð, umhverfisstefnu og náttúruvernd, verið
jafnréttissinni og íslenskumaður – hef unnið
á þingi í umhverfismálum, menningarmálum,
atvinnumálum, Evrópumálum – síðustu misseri
verið upptekinn við rammaáætlunina um
verndar- og orkunýtingu – lít svo á að greining
og gagnrýni sé nauðsynlegur hluti af hollustu við
málstaðinn og flokkinn.
Framtíð
Ég vil klára rammann og hefja næsta kafla í
atvinnu- og umhverfismálum: Koma á grænu
hagkerfi – ljúka viðræðum við Evrópusamband-
ið með samningi og þjóðaratkvæðagreiðslu
– vil að atvinnugreinar sem byggjast á sköpun,
menntun og menningu verði viðurkenndar sem
undirstöðugreinar – að við uppbyggingu vel-
ferðarþjónustunnar verði ný hugsun um þriðja
æviskeiðið eitt af meginstefjunum – að Sam-
fylkingin verði forystuaflið í næstu ríkisstjórn.
Munum:
Klassísk jafnaðarstefna er
grunnurinn: Frelsi, jafnrétti,
bræðralag. Á 21. öld snýst hún líka
um kvenfrelsi og umhverfisvitund
– jafna stöðu kynjanna og
kynslóðanna.
Samfylkingin er meginflokkur í
íslenskum stjórnmálum, vinstra
megin við miðju, og á að starfa
sem slík, með skyldum flokkum og
hreyfingum.
„Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn
þinn / að síðustu vegina jafni.“
ÓSK VILHJÁLMSDÓTTIR 6. SÆTI
Skapandi hugsun
Myndlistarmaður, leiðsögumaður, rek
ferðaþjónustufyrirtæki. Ein af stofnendum
Framtíðarlandsins. Sat í stjórn Nýlista-
safnsins, stjórnarformaður í nokkur ár. Sit í
umhverfisnefnd og flokksstjórn og sat á þingi
sem varamaður 2011. Tek þátt í kórstarfi,
stunda langhlaup. Gift Hjálmari Sveinssyni.
Þrjú börn.
Mikilvægasta hlutverk stjórnmálanna er að skapa, og endurskapa sífellt, sam-félag þar sem ríkir lýðræði, frelsi og
jafnrétti. Stjórnmál eiga að vera skapandi og um
leið uppbyggileg, áhugaverð og eftirsóknarverð.
Ég tel mikilvægt að sem flestir láti til sín taka á
þessum mikilvæga vettvangi.
Umhverfisvernd
Ég hef brennandi áhuga á skapandi hugsun
í samfélaginu og umhverfisvernd. Tímarnir
kalla á umhverfisvernd, þar eru mikil tækifæri í
nýsköpun og atvinnuuppbyggingu.
Undanfarin sumur hef ég þróað námskeið
fyrir börn og unglinga þar sem náttúruupplifun
og myndlist fléttast saman. Þeim er ætlað að
auka næmi þeirra fyrir náttúrunni og styrkja
hæfileika þeirra til að tjá sig.
Ferðaþjónusta: áhersla á gæði
Ferðaþjónusta er ein mikilvægasta stoðin í
efnahagslífinu í dag. Þegar vandað er til verka
styrkir hún menningu okkar til sjávar og sveita
og um leið búsetu í dreifðari byggðum landsins.
Of mikil áhersla hefur verið lögð á fjölda
ferðamanna, of lítil á gæði. Skatttekjur, gisti-
náttagjald og virðisauki af ferðaþjónustu ættu
að renna í auknum mæli til sveitarfélaga svo
þau hafi burði til að taka á móti auknum fjölda
ferðafólks.
Lýðheilsa
Nauðsynlegt er að ýta undir þá vakningu sem
átt hefur sér stað í sambandi við hollt mataræði
og hreyfingu, útivist, hjólreiðar ofl. Þessu þarf
að fylgja eftir og tryggja lýðheilsu barna og
ungmenna.
Baráttumál:
Náttúru- og umhverfisvernd
Skapandi greinar
– skapandi atvinnulíf
Lýðheilsa og menntun
Mannréttindi - jafnrétti kynjanna
Málefni ferðaþjónust unnar
| 2 FLOKKSVAL 2012 | Samfylkingin í Reykjavík
Landsfundur
Samfylkingarinnar
________________________________________
Landsfundur Samfylkingarinnar
verður haldinn 1.-3. febrúar 2013.
Staðsetning fundarins og dagskrá
verða kynnt síðar.
Allir félagar í Samfylkingunni eiga sæti á landsfundi með
málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt á fundinum hafa
fulltrúar aðildarfélaga samkvæmt lögum flokksins.
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar xs.is
KYNNINGARFUNDUR Í IÐNÓ
Sameiginlegur kynningarfundur frambjóðenda verður
haldinn í Iðnó við Tjörnina á morgun miðvikudagskvöldið
14. nóvember kl. 20. Frambjóðendur í flokksvalinu halda
framsögu og svara spurningum úr sal. Við hvetjum allt
Samfylkingarfólk í Reykjavík til að fjölmenna og kynna
sér frambjóðendur og málflutning þeirra.