Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 21
3 | SKÚLI ÞÓR HELGASON 2.-3. SÆTI Sköpum betra samfélag Skúli Helgason var formaður nefnd- ar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins og formaður starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu. Skúli er varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Skúli er 47 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir. Samfylkingin hefur stýrt rústabjörgun eftir hrun og höfum við náð miklum árangri í að koma jafnvægi á ríkisfjármálin, sem er forsenda þess að hægt sé að auka velferð og hagsæld í samfélaginu. Kjarkur gegn tregðu En verkefni okkar er hvergi nærri lokið. Nú þurfum við að efla innviði almannaþjónustunn - ar, endurskoða landbúnaðarkerfið, opna kvóta- kerfi ð fyrir nýliðun og eðlilegri samkeppni, styrkja neytendavernd ekki síst á fjármála- markaði og bæta þjónustu mennta- og velferðar- kerfis. Þetta eru risavaxin verkefni sem útheimta mikið úthald og útsjónarsemi en þó aðallega kjark til að standast tregðulögmál og ágjöf sérhagsmunaafla í samfélaginu. Ég treysti mér vel í þann leiðangur eftir þá dýrmætu reynslu sem ég hef aflað mér á kjörtímabilinu. Ég mun áfram einbeita mér að því að vinna málefnalega, leita lausna og koma góðum hlutum í verk. Græna hagkerfið vísar veginn Ég er stoltur af stefnunni um græna hagkerfið þar nýttum við krafta fólks úr öllum flokkum til að móta umhverfisvæna efnahagsstefnu til framtíðar og sýndum fram á að Alþingi getur náð saman um þjóðþrifamál ef vilji er fyrir hendi. Nú erum við að tryggja fjármagn til að hrinda fyrsta áfanga stefnunnar í framkvæmd strax eftir áramót. Ég hef leitt vinnu við samþættingu mennta- og atvinnustefnu og hún hefur sannfært mig um það að umbætur í menntamálum eru lykillinn að því að skapa hér á landi fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á nýsköpun og tækniþekkingu. Við þurfum að skapa nemendamiðað menntakerfi, sem virkjar styrkleika allra nemenda og kveikir forvitni þeirra með fjölbreyttum kennsluháttum. Áherslumál: Græna hagkerfið sameinar verð- mætasköpun og umhverfisvernd. Virkjum heilbrigða samkeppni í sjávarútvegi og landbúnaði. Skerum upp herör gegn skatt- svikum, sem ógna samfélagssátt- inni. Menntakerfið dragi fram styrk- leika nemenda og kveiki áhuga þeirra. Ég vil berjast fyrir bættri meðferð kynferðisbrotamála og öflugri forvörnum. VALGERÐUR BJARNADÓTTIR 1.-2. SÆTI Þor & þrautseigja Ég hef mikla starfsreynslu: Í einkageiranum, á sviði alþjóðamála og í opinberri þjónustu. Hef verið á vinnumarkaði í tveimur löndum í 35 ár. Hef setið eitt kjörtímabil á þingi og óska eftir umboði til þess að halda áfram að vinna þar að mínum baráttumálum. Ég hef setið eitt kjörtímabil á þingi og sækist nú eftir að leiða lista í Reykjavík. Undanfarið hefur aðalverkefnið verið stjórnarskrármálið. Það var ekki auðveld sigl- ing og stundum hélt ég að við værum komin upp á sker. En okkur tókst alltaf að rétta bátinn af. Vissulega hefur reynt á þrautseigjuna, en af henni hef ég nóg. Þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20. október var stórsigur. Sést það enda á viðbrögðum and- stæðinganna sem sumir virðast líta svo á að stjórnmálamenn einir – eða kannski bara einn stjórnmálaflokkur? – hafi leyfi, burði og getu til að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá. Siglum stjórnarskránni í höfn Á næstu dögum, ef ekki nú þegar, liggur fyrir frumvarp að nýrri stjórnarskrá, byggt á til- lögum stjórnlagaráðs. Aðeins skemmdaverk getur komið í veg fyrir að ný stjórnarskrá verði afgreidd á Alþingi fyrir kosningar í vor. Endahnúturinn verður bundinn á næsta kjör- tímabili, en nýtt þing lýkur afgreiðslu málsins. Þessu máli vil ég fylgja áfram. Réttur fólksins Það er skelfilegt að fólk veigri sér við að standa á rétti sínum gagnvart hinu opinbera. Í skýrslum Umboðsmanns Alþingis kemur fram að sú er virkilega raunin. Þingið hefur eftirlit með fram- kvæmdarvaldinu, og verður að fylgjast með því að fólk geti treyst stofnunum ríkisins. Fyrri hluta kjörtímabilsins var ég varafor- maður utanríksmálanefndar. Þar hef ég getað fylgst með því að fagmannlega hefur verið stað- að að aðildarviðræðum við ESB. Þeim verður að sjálfsögðu að ljúka áður en málið verður lagt í dóm þjóðarinnar. Baráttumál: Alþingi samþykki frumvarp að nýrri stjórnarskrá, fyrir kosningar. Nýtt þing þarf að staðfesta stjórnarskrárfrumvarpið. Fólk má ekki óttast hið opinbera. Þingið verður að fylgjast með því að fólk geti treyst stofnunum ríkisins. Ljúkum aðildarviðræðum um ESB. Þá segir þjóðin sitt álit. Við jafnaðarmenn, öll, berjumst fyrir: Jöfnuði, atvinnu og velferð. SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR 1.-2. SÆTI Sanngirni og samvinna Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur með áhuga á velferðar- og efnahagsmálum. Hún er gift, á fjögur börn og hefur áhuga á fólki. Hægt er að kynna sér stefnu hennar og störf á sigriduringibjorg.is og facebook.com. Ég býð mig fram í 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í síðustu kosningum leiddi kona aðeins einn af sex framboðslistum Samfylkingarinnar. Það er óviðunandi fyrir nútímalegan jafnaðar- mannaflokk og ég vil leggja mitt af mörkum til að breyta því. Ég er hagfræðingur með áhuga á velferðarmálum, húsnæðismálum og efna- hagsmálum. Á yfirstandandi kjörtímabili leiddi ég samráðshóp um nýja húsnæðisstefnu og hef ég verið formaður félagsmálanefndar, fjár- laganefndar og nú velferðarnefndar Alþing- is. Í nefndarstörfum hef ég lagt áherslu á samvinnu óháð flokkum þó að ég hræðist ekki hugmyndafræðileg átök. Við höfum tekist á við afleiðingar efnahags- hrunsins en samtímis breytt áherslum í íslensku samfélagi og aukið jöfnuð. Enn er mikið starf óunnið við að endurreisa íslenskan efnahag og mikilvægt að dreifa byrðunum með réttlátum hætti. Skattakerfinu var breytt til að verja hag lág- og millitekjufólks. Mikilvægt er að standa vörð um þessar breytingar og vinna áfram að sanngjörnu skattakerfi. Húsnæðis- og velferðarmál Á næsta kjörtímabili vil ég leggja áherslu á að breyta húsnæðiskerfinu með því að skapa öruggan leigumarkað, draga úr vægi verðtrygg- ingar og lækka vaxtakostnað. Skapa þarf sam- stöðu um þær breytingar. Afleiðingar hrunsins hafa óhjákvæmilega reynt á grunnstoðir velferðarríkisins. Álag á starfsfólk er víða mikið, ekki síst á fjölmennar kvennastéttir í heilbrigðis- og menntakerfinu sem hafa haldið íslensku samfélagi gangandi. Með batnandi hag ríkissjóðs vil ég forgangsraða í þágu velferðarþjónustu. Með auknum jöfnuði og félagslegu réttlæti byggjum við betra samfélag. Áherslumál: Ný húsnæðisstefna. Virkan og öruggan leigumarkað, minna vægi verðtryggingar og lægri vexti. Velferðarþjónusta í forgang. Styrkj- um undirstöður velferðarríkisins, sjúkrahús, hjúkrunarheimili, félags- þjónustu og skóla. Sanngjarnt skattakerfi og almannatryggingar. Ábyrg hagstjórn forsenda velferðar. ESB-aðild. Klárum samningavið- ræður. TEITUR ATLASON 4.-5. SÆTI Saman tökum við þetta Teitur Atlason er fæddur árið 1969 í Reykjavík. Hann er giftur Ingunni Jóns- dóttur og saman eiga þau tvo syni, Bessa og Leó. Teitur á unglingsdótturina Auði úr fyrra sambandi. Góðu kjörtímabili að ljúka og nú þarf nýtt fólk í bland við það gamla til að halda áfram. Samfylkingin má ekki verða sama fylkingin aftur og aftur. Ég er tilbúinn að berjast fyrir jafnaðarmannastefnunni og ég vil taka þátt í því að móta réttlátt og fagurt samfélag. Ég hef alltaf stefnt að afskiptum af stjórnmálum og tíminn er tilvalinn. Ég er óhræddur og ég held að það sé góður eiginleiki í pólitík. Fulltrúi venjulegs fólks Ég er ekki í neinni klíku og var ekki í 20 ára afmælisveislu Röskvu. Ætli ég geti ekki talist fulltrúi venjulegra kjósenda Samfylkingarinnar í þessu prófkjöri. Ég er gegnheill sósíaldemókrati og sæki pólitískan innblástur til grunngilda jafnaðarmannastefnunnar. Ég vil færa Samfylkinguna til vinstri, nær kjarnanum, og styrkja tengslin við verkalýðs- hreyfinguna. Um leið þurfum við að ráða við að vera ósammála um einstök mál, syngja margraddað en í réttum tón. Þannig eru stóru jafnaðarmannaflokkar Norðurlanda og þangað eigum við að sækja okkur innblástur og fyrir- myndir. Endurnýjun er nauðsynleg Ég vil koma því á einhvern veginn að fólk sitji ekki á þingi meira en tvö kjörtímabil. Fólk sem tekur þátt í stjórnmálastarfi ætti að vera með skýr tímasett markmið. Reynsluboltarnir ættu svo að leggja grasrótinni lið. Stjórnmálin eru ekki bara fyrir atvinnumenn eða sérfræðinga – þau eru líka fyrir okkur hin. Það sem þarf er hugrekki og dugnaður, hugsjónir jafnaðar- manna og heilbrigð dómgreind. Þess vegna gef ég kost á mér og sækist eftir 4.-5. sætinu. Áherslumál: Breiðari trygginaverd: Tannlækningar ættu að vera hluti af velferðarkefinu. Málfrelsissjóður: sem hefði það hlutverk að verja blaðamenn og bloggara gegn málshöfðunum. Skatt á ofurlaun: Fordæmi frá Frakklandi. 75% skatt á ofurlaun Málefni flóttafólks: Við eigum að taka vel á móti flóttafólki. Einstæðir feður: Margir festast í fátæktargildru réttindalausir í svartri vinnu. Samfylkingin í Reykjavík | FLOKKSVAL 2012

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.