Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 28
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sæti, 6. slá, 8. töf, 9. maðk, 11. bókstafur, 12. sundl, 14. yfirstéttar, 16. tveir eins, 17. segi upp, 18. í við- bót, 20. tveir eins, 21. fyrstur. LÓÐRÉTT 1. smæl, 3. eftir hádegi, 4. eyja í Mið- jarðarhafi, 5. hallandi, 7. aðgætinn, 10. sigti, 13. meiðsli, 15. þekking, 16. kóf, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. rá, 8. hik, 9. orm, 11. ká, 12. svimi, 14. aðals, 16. kk, 17. rek, 18. auk, 20. yy, 21. frum. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. eh, 4. sikiley, 5. ská, 7. árvakur, 10. mið, 13. mar, 15. skyn, 16. kaf, 19. ku. Ef þú slærð boltann út í vatnið þá færðu vítahögg og setur hann aftur á grasið! Þú getur reynt að spila boltanum upp úr vatninu en ég mæli ekki með því! Maður verður að muna að leggja sig fram til að fá fugl eða örn á pari 3. Einu sinni var ég 102 metrum frá holunni og þá var spurning hvort ég ætti að nota níuna eða fimmuna? Ég notaði níuna... Og hvað heldur þú... Er allt í lagi? Fyrirgefðu! Þetta eru bara ósjálfráð viðbrögð hjá líkamanum mínum þegar mig langar til að drepa eitthvern. Palli, má ég fá líffræði- glósurnar þínar lánaðar? Aftur? Af hverju tókstu ekki glósur sjálfur? Ég var upptekinn við að kenna flugunni minni að sækja hluti. Flugur sækja ekki hluti, Pierce. Sú virðist vera raunin. Fáðu glósur hjá einhverj- um öðrum. SÆKTU! DREPTU! ÚTRÝMDU! Ég held að verðinum líki best við þig. Hvað ertu að gera? Sjá hvað ég get opnað munninn mikið. Markmið mitt númer eitt í lífinu er að koma tenniskúlu fyrir í kjaft- inum á mér eins og Labrador. Það er það heimskulegasta sem ég hef heyrt. Það er bara vegna þess að hún veit ekki hvert markmið mitt númer tvö í lífinu er. Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna. Verðlaunasagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögur skal senda á netfangið jolasaga@frettabladid.is. Skilafrestur er til 5. desember. Í fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjald- tölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. Jólasagan þín Hagsmunasamtök heimilanna eru félags-skapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, sam- kvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtak- anna er að afskrifa skuldir á íbúðarhús- næði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjón- varpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum. SAMTÖKIN nýta sér nú þá stað- reynd að flokkarnir eru að velja frambjóðendur á lista sína. Þau auglýsa baráttumál sín grimmt og herma þau upp á stjórnmálamenn, á nú ekkert að fara að gera í þessu? Samkvæmt lögmálum lobbýismans munum við sjá aðra auglýsingaher- ferð af svipuðum toga þegar líða fer að kosningum. LOBBÝISMI er vel þekktur í stjórnmálum, bæði hér heima en ekki síst erlendis. Banda- rísk stjórnmál einkennast til að mynda af herferðum ólíkra samtaka sem berjast fyrir markmiðum sínum. Þetta er einnig þekkt á Íslandi, þó hingað til hafi baráttan kannski frekar verið á bak við tjöldin. Það getur verið fínt að fá hana upp á borðið, en vekur upp ýmsar hugleiðingar. NÚ standa yfir breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Á meðal þess sem þjóðin valdi var að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Enn er óákveðið hve mörg prósent þarf til, en hins vegar er um að ræða grundvallarbreytingu á lýðræðinu, sem getur verið hið besta mál. ÓHJÁKVÆMILEGUR fylgifiskur þessa verður hins vegar aukinn lobbýismi. Þeir sem hafa til þess stöðu munu nýta sér hana til að koma hagsmunamálum sínum í gegn. Við eigum eftir að sjá herferðir fyrir því að þetta málið eða hitt fari í þjóðaratkvæða- greiðslu, auglýsingar í fjölmiðlum og áróð- ur hvers konar. TIL að ná til fjöldans þarf að koma skila- boðum á framfæri og til þess þarf aug- lýsingar í blöðum og ljósvakamiðlum. Það kostar peninga. Vel má vera að þetta sé hið besta mál, en öllum er hollt að gera sér grein fyrir því hvernig umræða og áróður- inn munu breytast. EITT sinn börðust menningarvitar gegn ameríkanseringu menningarinnar. Nú sjáum við fram á ameríkanseringu þjóð- málabaráttunnar. Línudans lobbýismans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.