Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 26
13. nóvember 2012 ÞRIÐJUDAGUR18
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN PÁLÍNA KARLSDÓTTIR
frá Látrum í Aðalvík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
10. nóvember. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Auðlind náttúrusjóð.
Kt. 580408-0440, bankareikningur Auðlindar
er 0325-13-301930.
Óli Örn Andreassen Annette T. Andreassen
Inga Lovísa Andreassen Matthías Viktorsson
Karl Andreassen Elma Vagnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn,
NAGUIB ZAGHLOUL
Hörðalandi 20, Reykjavík,
lést mánudaginn 5. nóvember á
Landspítalanum Fossvogi. Hann verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.00.
Rut Róberts Zaghloul
KARL MARÍUS JENSSON
CARLO,
áður til heimilis í íbúðum aldraðra
að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
9. nóvember 2012. Útför hans fer fram frá
Lágafellskirkju föstudaginn 16. nóvember
kl. 15.00.
Vinir og vandamenn.
Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi,
ARON KRISTJÁN BIRGISSON
lést að heimili sínu sunnudaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram í Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 14. nóvember kl. 13.00. Blóm og
kransar eru vinsamlega afþökkuð. Þeim
sem vilja minnast hans er bent á Neistann,
styrktarfélag hjartveikra barna.
Anna María Ámundadóttir Birgir Sumarliðason
Lára Birgisdóttir Björn Ólafsson
Bríet Birgisdóttir Björn Gunnlaugsson
Rósa Björnsdóttir
Anna María Björnsdóttir
Amalía Björnsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA SUMARLIÐADÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Faxa-
braut 13, Reykjanesbæ 11. nóvember sl.
Jarðsungið verður frá Ytri Njarðvíkurkirkju mánudaginn
19. nóvember nk. og hefst athöfnin kl. 13.00. Starfsfólki
Hlévangs viljum við senda okkar bestu þakkir fyrir frábæra
umönnun og sérstaka hlýju þann tíma sem Munda bjó hjá ykkur.
Jósebína Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur Gunnlaugsson Kristjana Sigurðardóttir
Hafdís Gunnlaugsdóttir Róbert Svavarsson
Karl Hólm Gunnlaugsson Sigurveig Þorsteinsdóttir
Sævar Gunnlaugsson Selma Kristjánsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR EYJÓLFSSON
verkfræðingur,
Lundi 88, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 9. nóvember. Jarðsungið verður
frá Grafarvogskirkju þann 16. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög.
Margrét Petersen
Eyjólfur Sigurðsson Kristín Þorgeirsdóttir
Inga Lára Sigurðardóttir Arnfinnur Jónasson
Ævar Páll Sigurðsson Jenny Hansen
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma, systir og fóstursystir,
SÓLVEIG GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR
Kársnesbraut 96, Kópavogi,
lést 7. nóvember í Skógarbæ. Útför hennar
fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
14. nóvember kl. 13.00.
Þorbjörn Tómasson
Guðjón Þorbjörnsson
Lilja Guðlaugsdóttir
Ragnar Karl Guðjónsson Dorte Winge
Sólveig Valerie Guðjónsdóttir
Þorbjörn Jindrich Guðjónsson Guðrún Dís Hafsteinsdóttir
Þorbjörn Eiríksson
Guðlaugur Ísfeld Andreasen
Magnús Ísfeld Andreasen
Kristinn Breiðfjörð Eiríksson Sigurlaug Sigurfinnsdóttir
Jón Eiríksson Erla Sigurðardóttir
Kristrún Guðjónsdóttir
og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar og afi,
KÁRI GUÐMUNDSSON
loftskeytamaður,
Barónsstíg 57, Reykjavík,
lést mánudaginn 5. nóvember. Útförin fer
fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn
15. nóvember kl. 15.00.
Margrét Káradóttir Jón B. Eysteinsson
Sigrún Káradóttir Erlendur Magnússon
Katrín María Káradóttir
og afabörn.
Okkar ástkæri,
HREINN HERMANNSSON
Bólstaðarhlíð 56,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut þriðjudaginn 6. nóvember. Útför
fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
16. nóvember kl. 15.00.
Hrefna Haraldsdóttir
Hermann Kr. Hreinsson
Haraldur Guðmundsson Helen Nilsen Guðjónsdóttir
barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna.
Ástkær frænka okkar og mágkona,
RAGNHEIÐUR ÁSBJÖRG
GUÐJÓNSDÓTTIR
Sólheimum 23, Reykjavík,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir
sunnudaginn 4. nóvember, verður jarðsungin frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15.00.
Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson
Kristján Björn Ríkharðsson Þórunn Björg Einarsdóttir
Adólf Adólfsson Monika Magnúsdóttir
Vilborg Inga Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna fráfalls móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR F. JÓHANNESDÓTTUR
áður til heimilis á Aflagranda 40.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Sóltúni fyrir
alúð og einstaka umönnun í veikindum
hennar. Guð blessi ykkur öll.
Jóhannes Jónsson Guðrún Þórsdóttir
Ester Jónsdóttir Einar Vilhjálmsson
barnabörn og barnabarnabörn.
EYSTEINN JÓNSSON ráðherra (1906-1993) fæddist þennan dag.
„Fagurt land er þjóðargersemi sem meta verður að verðleikum.“
Merkisatburðir
1002 Aðalráður ráðlausi gefur skipun um að drepa alla nor-
ræna menn í Englandi.
1553 Lafði Jane Grey dæmd til dauða fyrir landráð ásamt
eiginmanni sínum.
1742 Konunglega danska vísindafélagið stofnað.
1939 Þýsku flutningaskipi, Parana, sökkt út af Patreksfirði og
er áhöfnin tekin til fanga af áhöfn breska herskipsins New-
castle. Þetta var fyrsta þýska skipið sem var sökkt við Ísland í
seinni heimsstyrjöldinni.
1946 Flugvöllur formlega tekinn í notkun í Vestmannaeyjum.
1961 Kleppjárnsreykjaskóli stofnaður.
1973 Alþingi samþykkir formlegan samning við Bretland um
lausn landhelgisdeilunnar vegna útfærslu landhelginnar í 50
sjómílur.
Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi
fræðslustjóri í Reykjavík, er áttræð í
dag. Áslaug var fræðslustjóri Reykja-
víkur en hún var líka kennari, yfir-
kennari og skólastjóri í Fossvogs-
skóla, auk þess að sinna margvíslegum
félags- og trúnaðarstörfum, meðal
annars fyrir Framsóknarflokkinn.
Áslaug segist alla tíð hafa ætlað
sér að verða kennari, en nám í þeim
fræðum hóf hún þó ekki fyrr en hún
var orðin 37 ára og hafði dvalið lengi
erlendis með manni sínum og börnum.
Spurð hvað stendur upp úr á starfsferl-
inum segir hún hafa verið ánægjulegt
þegar skólar í Reykjavík urðu ein-
setnir. „Ég lagði alltaf mikla áherslu á
það, en skólar voru lengi tvísetnir sem
þýddi að sum börn þurftu að vera ein
heima á morgnana. Það er miklu betra
og fjölskylduvænna þegar allir fara að
heiman á sama tíma.“
Samvinna foreldra og skóla er
Áslaugu líka hugleikin. „Ég rannsak-
aði málið í meistararitgerð minni sem
ég lauk þegar ég var sextug og í henni
var niðurstaðan skýr, foreldrar vilja
mikið samstarf við skóla og sem betur
fer er það orðið miklu meira en einu
sinni var. Foreldrar þekkja börnin sín
betur en nokkur annar og mikilvægt að
þeir séu í góðu sambandi við kennara
þeirra. Börn eiga líka að fá að njóta sín
og þau gera það ef horft er á styrkleika
þeirra og það sem þau eru góð í en ekki
einblínt á gallana.“ segir Áslaug sem
enn fylgist vel með í menntamálum.
En hvað á svo að gera í tilefni dags-
ins? „Ég ætla út að borða með afkom-
endum mínum í kvöld, þeim sem eiga
heimangengt. Ég á fjögur börn, fimm-
tán barnabörn og sex barnabarnabörn
þannig að þetta er dágóður hópur,“
segir Áslaug sem lætur ekki þar við
sitja í hátíðarhöldum í tilefni dags-
ins. „Ég verð með smá boð í hádeginu
fyrir vinkonur mínar eða raunar er
það dóttir mín sem heldur það fyrir
mig, ég þarf ekki að gera neitt,“ segir
Áslaug og bætir við að vinkonurnar
komi úr ýmsum áttum. „Ég steypi
þarna saman nokkrum vinkvenna-
hópum. Bæði verða þarna fyrrum
vinnufélagar og konur sem voru sam-
tíða mér í félagsstörfum ýmiss konar.
Ég treysti mér ekki í opið boð, þá yrðu
gestirnir svo margir. En ég hef haldið
upp á afmælin mín með ýmsum hætti,
þegar ég var sjötug fór ég til að mynda
til Havaí,“ segir Áslaug að lokum.
sigridur@frettabladid.is
ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR: FYRRVERANDI FRÆÐSLUSTJÓRI FYLLIR ÁTTUNDA TUGINN
Tvær afmælisveislur í dag
ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR Heldur upp á afmælið með afkomendum og vinkonum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON