Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 2

Fréttablaðið - 14.12.2012, Side 2
14. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Ólafur, halda þessar kenningar vatni? „Já, það er alveg á tæru. Það er ekkert rotið við þetta.“ Ólafur Örn Haraldsson er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þörungagróður er talinn ógna tærleika Þingvallavatns. Mengunin gæti að hluta til tengst slæmu ástandi rotþróa við sumarbústaði við vatnið. SÝRLAND, AP „Því miður er ekki hægt að útiloka sigur stjórnarand- stöðunnar,“ sagði Mikhaíl Bogd- anov, einn af aðstoðarutanríkis- ráðherrum Rússlands, á fundi með rússneskri ráðgjafarnefnd um ástandið í Sýrlandi í gær. Hann sagði nauðsynlegt að líta á staðreyndirnar: „Það er tilhneig- ing til þess að stjórnin tapi yfirráð- um yfir æ stærra svæði.“ Rússar hafa verið helstu stuðningsmenn stjórnar Bashar al Assands Sýr- landsforseta á alþjóðavettvangi. Atlantshafbandalagið (NATO) spáir einnig falli Assads forseta. Anders Fogh Rasmussen segir að nú sé fall hans ekki annað en tíma- spursmál. Bandaríkin og NATO hafa sakað sýrlenska herinn um að nota Scud-flugskeyti gegn upp- reisnarmönnum, en Sýrlandsher segir ekkert hæft í því. Þá hafa Sýrlendingar verið sakaðir um að varpa eldsprengjum á uppreisnar- menn, og Bandaríkjamenn hafa sagt hættu á því að Sýrlandsher grípi til efnavopna. - gb Rússar farnir að efast um að Assad haldi lengi út gegn uppreisnarmönnum: NATO telur fall Assads í nánd FLÓTTAMENN Sýrlendingar sigla yfir landamærafljót til Tyrklands. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Forysta ASÍ hefur ekki tekið ákvörðun um upp- sögn kjarasamninga í janúar. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, formað- ur ASÍ, í samtali við Fréttablaðið. Framhaldið velti á því hvort náist saman með atvinnurekendum um aðgerðir til kaupmáttareflingar. Forvígismenn stjórnarinnar vísa ásökunum ASÍ á bug. ASÍ birti í gær blaðaauglýsingu þar sem stjórnvöld voru sökuð, í átta liðum, um vanefndir á fyrir- heitum í tengslum við kjarasamn- inga. „Það er ljóst af okkar hálfu að um alvarlegan forsendubrest er að ræða gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum,“ segir Gylfi og segir ekki líklegt til árangurs að eiga frekari samskipti við ríkis- stjórnina. „Endurskoðun samninganna mun snúast um kaupmátt okkar félagsmanna og við munum reyna að ná saman með okkar viðsemj- endum um það, þar sem verð- bólga er niðurstaða ákvarðana fyrirtækja og sveitarfélaga um að hækka verð á vörum og þjónustu.“ Vilmundur Jósefsson, formað- ur Samtaka atvinnulífsins, segir sjálfsagt að ræða við ASÍ um kaup- máttareflingu með þessum for- merkjum. „Það er útilokað að fara út í frek- ari launahækkanir, en ef hægt er að ná saman um kaupmáttaraukn- ingu með öðrum hætti erum við tilbúin að skoða það.“ Forustumenn stjórnarinnar vísa ásökunum ASÍ á bug og lýsa yfir undrun og vonbrigðum. „Ekkert þeirra átta efnisatriða sem þar eru tíunduð sem vanefnd- ir ríkisstjórnarinnar á við rök að styðjast,“ segir í yfirlýsingu. - þj Harðar deilur um efndir ríkisstjórnarinnar vegna gerðar kjarasamninga: ASÍ og SA ræða um kaupmátt GYLFI ARNBJÖRNSSON VILMUNDUR JÓSEFSSON SLYS Leit var hætt í gær að skip- verja sem saknað er af togaran- um Múlabergi SI, en varðskipið Þór, björgunarþyrla og nærliggj- andi skip tóku þátt í leitinni fyrir norðan land. Tilkynnt var um hvarf manns- ins í fyrrakvöld þegar það hafði uppgötvast að hann hafði fallið fyrir borð, einhvern tímann eftir að skipið lét úr höfn fyrr um daginn. Togarinn kom til heimahafnar í fyrrinótt og var þá tekin skýrsla af áhöfninni. - þj/gb Skipverji ekki fundinn: Leit var hætt síðdegis í gær REYKJAVÍK Borgarstjórn sam- þykkti á aukafundi í gær tillögur að breyttu aðalskipulagi og deili- skipulagi á lóð Landspítalans við Hringbraut. Tillögurnar voru umdeild- ar og bárust 800 athugasemdir. Sjálfstæðismenn í minnihlutan- um deila á afgreiðslu málsins.Í frétt á vef borgarinnar segir að borgar stjórn telji að sýnt hafi verið fram á „með sannfærandi hætti“ að staðsetning nýja spítal- ans sé skynsamleg. - þj Fundur í borgarstjórn: Sjúkrahúslóðin var samþykkt UMFERÐARÖRYGGI Margir eineygðir í umferð Töluvert er um að Umferðarstofu berist kvartanir vegna eineygðra bíla í umferðinni. Stofnunin hvetur fólk til að kanna reglulega ástand bílljósa og bæta úr ef bjátar á. „Hægt er að sjá stöðuna þegar stöðvað er framan við búðar- glugga og auðvelt að meta hvort öll ljós logi,“ segir í umfjöllun Umferðarstofu. MANNLÍF Jólabærinn opnar í dag Jólabærinn í Reykjavík verður opnaður á Ingólfstorgi klukkan 15.30 í dag. Þar flytur borgarstjóri meðal annars ávarp og veitir verðlaun fyrir fallegasta búðar- gluggann. Þar verða sölubásar þar sem boðið verður upp á íslenska hönnun, gjafavöru og mat. SPURNING DAGSINS FÓLK „Eldri strákurinn kom sjálfur í heiminn annars hefði ég verið sett af stað tveimur dögum seinna. Yngri strákurinn fékk hins vegar hjálp vegna með- göngusykursýki,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Owen, sem eignaðist strák í fyrradag og er hann því fæddur þann 12.12.12. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá stúlkubarni sem fæddist sama dag. Svo ótrúlega vill til að Guðrún Sólveig á fyrir son sem eru fædd- ur 09.09.09. „Við vonuðumst náttúrulega eftir þessu en þetta er samt ótrú- leg tilviljun,“ segir Guðrún Sól- veig. Fæðingin í fyrradag gekk vel þótt drengurinn hafi verið tekinn með sogklukku. Strákurinn var 55 sentímetrar á lengd og 4.125 grömm eða um 16,5 mörk. Guðni Jónsson, maður Guð- rúnar Sólveigar, starfar sem yfir- vélstjóri á Baldvini Njálssyni en hann var ekki viðstaddur fæð- inguna nú. „Nei, því miður er hann úti á sjó. Hann er mánuð í einu úti en kemur í land í næstu viku. Við erum svo heppinn að hann verður heima út allan janúar. Ég held að þetta hafi verið miklu erfiðara fyrir hann en mig,“ segir hún. Guðrún Sólveig segir það tilvilj- un eina að drengirnir hafi komið í heiminn á þessum dögum. Hvorki hún né maðurinn hennar eru fædd á degi með slíka talnaröð né synir Guðna sem hann á af fyrra sambandi. „Ég er fædd 30. apríl 1976 og hann 27. október 1968,“ segir hún hlæjandi. „Ég veit ekki af hverju bræðurnir ákváðu að vera svona spes.“ Spurð hvort Guðrún Sólveig stefni á að eignast fleiri börn sem myndu hafa svipaðan fæðingar- dag segir hún það ekki á dag- skránni. „Ég fékk sms í gær þar sem ég var spurð hvort ég ætl- aði að eignast barn 7.9.13 en það er sko langt í frá,“ segir hún og skellir upp úr. kristjan@frettabladid.is Fæddi strák 12.12.12 og bróðurinn 09.09.09 Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Owen eignaðist dreng í fyrradag. Hann er því fædd- ur 12.12.12. Hún átti fyrir dreng sem er fæddur 09.09.09. Þetta er ótrúleg tilviljun, segir Guðrún Sólveig. Maðurinn hennar missti því miður af fæðingunni. Ég veit ekki af hverju bræðurnir ákváðu að vera svona spes. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Owen TALNABRÆÐUR Guðrún Sólveig með syni sína tvo, Ríkarð Guðna Guðnason, þriggja ára, og þann nýfædda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRETLAND, AP Elísabet Bretadrottning og Filippus maður hennar fengu að skoða gullforða breska seðlabankans í gær, djúpt í neðanjarðar- hirslum bankans. Árið 2008 spurði Elísabet breska hagfræðinga um orsakir krepp- unnar miklu, sem þá var nýskollin á, og í gær fékk hún hjá yfirmönn- um bankans þau svör að ástæðurnar væru þrjár: Kreppur væru ill- fyrirsjáanlegar, rétt eins og jarðskjálftar, almennt andvaraleysi hefði valdið því að menn töldu ekki þörf á ströngu eftirliti, auk þess sem fólk hefði ekki áttað sig á hversu samofið alþjóðlega fjármálakerfið hefði verið. - gb Bretadrottning fékk loks svör við spurningum: Elísabet skoðar gullið ELÍSABET Í BANKANUM Bankastjórarnir útskýrðu orsakir kreppunnar fyrir drottn- ingu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.